Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 48
visst að áframhaldandi breytingum á sýningum safnsins og hins
vegar voru skráningarmál safnsins tekin til gagngerrar endur-
skoðunar. Sumarið 2000 hófst vinna við tölvuskráningu muna
safnsins og voru þeir munir sem færðir voru í nýjar geymslur
safnsins í kjallara gömlu símstöðvarinnar í Brú skráðir nákværn-
lega í tölvukerfi safnsins. Það voru um 500 munir. Þann 7. maí
2001 var formlega tekið í notkun við Byggðasafnið nýtt skrán-
ingakerfi sem Þjóðminjasafnið hefur látið gera til að skrá í allar
minjar í söfnurn landsins. Kerfið heitir Sarpur og er samræmt
fyrir söfnin í landinu og verður vistað á einum miðlægum gagna-
grunni. Mikil vinna er við að skrá munina nákvæmlega í kerfið,
auk þess sem allar tiltækar upplýsingar eru skráðar um muninn,
er þeim lýst, ástandi þeirra og stærð, hlutverki, uppruna, notk-
unarsögu og aldri. Akveðið var að sernja við Forsvar á Hvamms-
tanga um að vinna hluta af skráningum safnsins. Forsvar hefur
verið að vinna við að skrá í Sarp fýrir Þjóðminjasafnið í fjar-
vinnslu og hefur góða þekkingu á slíkum skráningum. Byrjað
var á því að skrá uppúr aðfangabókum, fýlgiskjölum og heimild-
um safnsins og hófst vinnan í október. Þegar þessum samning og
áfanga lauk núna í febrúar var búið að skrá yfir 2500 muni safns-
ins. Ljóst er samt að mikil vinna er enn eftir sem haldið verður
áfram á þessu ári. Tölvuskráning muna safnsins gjörbreytir öllu
safnastarfi. Nú er á örskoti hægt að finna upplýsingar, ef leita
þarf uppi muni safnsins fyrir gesti og allar breytingar á sýning-
um verða mun auðveldari þegar upplýsingarnar eru aðgengileg-
ar á einum stað.
Eins og verið hefur lengi var formlegur opnunartími safnsins
á árinu frá 1. júní til 31. ágúst. Mikil aukning varð á gestafjölda
á árinu eða rúmlega 60% og voru gestir safnsins nokkuð á þriðja
þúsund sem er mikil breyting frá því fýrir fáum árum þegar gest-
ir safnsins voru aðeins 8-900. Sumarstarfsmaður var ráðin Þor-
björg Valdimarsdóttir frá Helguhvammi á Vatnsnesi. Hún legg-
ur stund á kennaranám við Háskólann á Akureyri. Hennar verk-
efni við safnið tengdust móttöku gesta, ýmsum lagfæringum á
sýningum safnsins auk þess sem hún kom að daglegum rekstri.
Hinn íslenski safnadagur var haldinn hátíðlegur að Reykjum
8. júlí og ýmislegt gert til skemmtunar. Opnuð var ný sýning um
46