Strandapósturinn - 01.10.2001, Síða 56
Guðmundur Guðmundsson
frá Ofeigsfirði:
Hákarlaróður
á Ströndum
Það var í byrjun apríl árið 1915. Framleiðsluvörur okkar ís-
lendinga höfðu flestar hækkað mjög í verði vegna lieimsófriðar-
ins, og þá ekki síst lýsið. Undanfarin ár hafði verð á hákarlalýsi
verið mjög lágt. Meðfram af þeim sökum, svo og óhagstæðri og
vaxandi samkeppni þilskipa og vélbáta, hafði faðir minn, Guðm.
sál. Pétursson í Ofeigsfirði, ekki gert út gamla hákarlaskipið sitt,
Ofeig, síðustu tvö árin. Sjálfur var hann nú líka nokkuð við ald-
ur, 62 ára, og hugðist því að taka sér að fullu hvíld frá hákarla-
veiðunum, en þær hafði hann stundað árlega allt frá ungdóms-
árum sínum. En nú var lýsið gífurlega hækkað í verði, svo óneit-
anlega var það freistandi að reyna, enn einu sinni, að afla nokk-
urra tunna. Það fór líka svo, að strax og spurst hafði, að hákarl
væri nógur úti fyrir, stóðst hann eigi lengur mátið, en kallaði í
skyndi saman liðsmenn sína, sem flestir voru bændur, búandi
norðan Trékyllisvíkur. Var nú tekið til óspilltra málanna að út-
búa skip og menn til róðra. Það að útbúa skipið til róðra, þurfti
ekki að eyða löngum tíma, því enn hafði garnli maðurinn hald-
ið vel við bæði skipi og öllu því tilheyrandi, ásamt veiðarfærum.
Beita var einnig næg fyrir hendi. Gætti hann þess jafnan á
hverju vori, um selveiðitímann, en í Ofeigsfirði er selveiði, að
salta niður nógan sel í hákarlabeitu til vetrarins. Utbúnaður
54