Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 57
Ófeigur undir seglum með 18 manns um borð. - Þjms. - Islenskir sjáv-
arhættir II.
skipsins lá því aðallega í því að setja það á flot og koma fyrir í því
farviði öllum og áhöldum til veiðanna. I öðru lagi þurftu svo
skipveijar að hafa með sér mat, er dygði minnst til sjö daga, því
að búast mátti við að svo langur tími gæti farið í róðurinn, en þá
þurfti auðvitað að baka heilmikið af brauðum og kökum,
brenna og mala kaffi o. s. frv.
Þessi grein á vitanlega ekki að verða nein nákvæm lýsing á út-
búnaði gömlu óþiljuðu hákarlaskipanna, hvorki Ofeigs né ann-
ara, sem gerð voru út til hákarlaveiða þarna á Ströndum, um
fjölda mörg ár, allt fram til ársins 1916, en þá var slíku skipi síð-
ast róið til hákarls frá Finnbogastöðum. Get ég þó ekki látið hjá
líða að bæta hér við nokkrum orðum um Ofeig og útbúnað
hans til slíkra veiða, þeim hinum mörgu, er ekki þekkja, til skiln-
ingsauka á því, sem á eftir fer.
Ofeigur er nú orðinn gamalt skip. Þegar eru liðin mörg ár,
sem hann hefir ekki verið í notkun og staðið, heill og óbrotinn,
á grænum grösum fyrir norðan túnið í Ofeigsfirði. I mínum
55