Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 58
huga er hann þarna sem einskonar minjagripur um forna frægð
og fyrri tíma harðdræga og hetjulega lífsbaráttu Strandamanna.
Hann er einæringur, byggður 1874, og sá um smíðina Jón skipa-
smiður Jónsson í Stóru-Avík. Byggingarlag skipsins líkist mjög
breiðfirska bátalaginu. Burðarmagnið, 55 lifrartunnur, sýnir, að
skipið er allstórt róðrarskip, en svo mikið bar það mest að landi
úr einum róðri, og var þá með hálfu öðru borði fyrir báru. Inn-
rétting í skipinu til geymslu lifrarinnar var svo fyrir komið, að
miðskips í þóftuhæð var afþiljaður kassi, sem náði yfir tvö mið-
rúmin, en þó eigi lengra út í síðurnar en svo að vel mátti róa
utan við hann. Rúmaði kassi þessi 14 tunnur lifrar og var fylltur
fyrst. Sömuleiðis voru skutur og barki afþiljaðir, þannig að í end-
urn skipsins fékkst um 40 tunnu lifrarrúm. Hlerar voru hafðir
yfir lifrarrúmunum og á þeim var svo hafður ýmiskonar farang-
ur og áhöld. Skýli til að sofa í og matast var ekkert í Ofeigi né
öðrum slíkum skipum. Ef menn vildu fá sér blund, urðu þeir því
að leggja sig í öllum hlífðarfötum eins og þeir komu fýrir, og
breiddu þá gjarnan pokadruslur eða horn af seglinu yfir höfuð-
ið. Um svefn var auðvitað sjaldan að ræða fýrr en menn voru
orðnir mjög syfjaðir og þreyttir. Hvílan ekki svo girnileg, síst í
misjöfnum veðrum. Alla þá tíð sem faðir minn reri Ofeigi, hafði
hann þann sið að hafa með sér í róðurinn tvær flöskur af
brennivíni. Var annari flöskunni deilt á milli skipshafnarinnar,
þá er fengist hafði í fullan lifrarkassann miðskips, en hinn á leið-
inni í land, ef hleðsla hafði fengist. Þessari reglu brá hann
trauðla, og komu því stundum báðar flöskurnar ósnertar í land
aftur, ef lítið aflaðist. I Ofeigi var aðeins eitt mastur, sem reisa
mátti, eða fella, með talíum, og stóð það sem næst í miðju skipi.
Seglin voru tvö rásegl, Var neðra seglið nefnt stórsegl, en hið
efra, sem var mikið minna, fokka. Kompás var á skipinu, og var
þess ef kostur var, jafnan vandlega gætt, áður en lagst var við
stjóra á hákarlalegu, hvaða strik bæru á þá staði, sem líklegastir
þóttu til landtöku. Eldunartæki voru einnig með, en þau voru
þannig, að stór botnlaus pottur var látinn standa á keðju eða
öðru járndrasli og eldurinn hafður í honum. Mátti svo sjóða þar
yfir það, er henta þótti. Slíkur útbúnaður þekktist þó ekki fýrri
en um 1880, og var fýrst notaður í Ofeigi, og þótti mikil bót frá
56