Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 58

Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 58
huga er hann þarna sem einskonar minjagripur um forna frægð og fyrri tíma harðdræga og hetjulega lífsbaráttu Strandamanna. Hann er einæringur, byggður 1874, og sá um smíðina Jón skipa- smiður Jónsson í Stóru-Avík. Byggingarlag skipsins líkist mjög breiðfirska bátalaginu. Burðarmagnið, 55 lifrartunnur, sýnir, að skipið er allstórt róðrarskip, en svo mikið bar það mest að landi úr einum róðri, og var þá með hálfu öðru borði fyrir báru. Inn- rétting í skipinu til geymslu lifrarinnar var svo fyrir komið, að miðskips í þóftuhæð var afþiljaður kassi, sem náði yfir tvö mið- rúmin, en þó eigi lengra út í síðurnar en svo að vel mátti róa utan við hann. Rúmaði kassi þessi 14 tunnur lifrar og var fylltur fyrst. Sömuleiðis voru skutur og barki afþiljaðir, þannig að í end- urn skipsins fékkst um 40 tunnu lifrarrúm. Hlerar voru hafðir yfir lifrarrúmunum og á þeim var svo hafður ýmiskonar farang- ur og áhöld. Skýli til að sofa í og matast var ekkert í Ofeigi né öðrum slíkum skipum. Ef menn vildu fá sér blund, urðu þeir því að leggja sig í öllum hlífðarfötum eins og þeir komu fýrir, og breiddu þá gjarnan pokadruslur eða horn af seglinu yfir höfuð- ið. Um svefn var auðvitað sjaldan að ræða fýrr en menn voru orðnir mjög syfjaðir og þreyttir. Hvílan ekki svo girnileg, síst í misjöfnum veðrum. Alla þá tíð sem faðir minn reri Ofeigi, hafði hann þann sið að hafa með sér í róðurinn tvær flöskur af brennivíni. Var annari flöskunni deilt á milli skipshafnarinnar, þá er fengist hafði í fullan lifrarkassann miðskips, en hinn á leið- inni í land, ef hleðsla hafði fengist. Þessari reglu brá hann trauðla, og komu því stundum báðar flöskurnar ósnertar í land aftur, ef lítið aflaðist. I Ofeigi var aðeins eitt mastur, sem reisa mátti, eða fella, með talíum, og stóð það sem næst í miðju skipi. Seglin voru tvö rásegl, Var neðra seglið nefnt stórsegl, en hið efra, sem var mikið minna, fokka. Kompás var á skipinu, og var þess ef kostur var, jafnan vandlega gætt, áður en lagst var við stjóra á hákarlalegu, hvaða strik bæru á þá staði, sem líklegastir þóttu til landtöku. Eldunartæki voru einnig með, en þau voru þannig, að stór botnlaus pottur var látinn standa á keðju eða öðru járndrasli og eldurinn hafður í honum. Mátti svo sjóða þar yfir það, er henta þótti. Slíkur útbúnaður þekktist þó ekki fýrri en um 1880, og var fýrst notaður í Ofeigi, og þótti mikil bót frá 56
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.