Strandapósturinn - 01.10.2001, Qupperneq 59
því sem áður var, er menn neyttu eingöngu kalds matar og
drykkjar.
Læt ég svo þessum inngangsorðum lokið og sný mér að því að
segja frá fyrsta hákarlaróðrinum, sem ég fór á Ofeigi gamla.
Eins og fyrr var getið, hafði frést að nógur hákarl væri úti fyr-
ir. Fréttir þessar bárust vegna þess, að tvö skip önnur voru þá að
veiðum í Flóanum. Voru það v.b. Ingólfur Arnarson, eign versl-
unarfélagsins í Norðurfirði og þilskipið Vonin, eign Finnboga
skipstjóra Guðmundssonar á Finnbogastöðum. Þegar hér var
komið, höfðu bæði þessi skip farið í legu og orðið vel vör við há-
karl, en fljótlega orðið frá að hverfa vegna veðurs. Nú voru þau
bæði farin út aftur, þegar við sigldum af stað á Ofeigi. Eg hafði
lengi þrábeðið föður minn um að lofa mér að fara með, en
hann neitað. Eldri bræður mínir höfðu ekki fengið að fara í slík-
ar ferðir yngri en 17 ára, en ég var aðeins 16. Loks hafði ég þó
mitt fram og fékk að fljóta með sem 13. maður á skipi. Var nú
eftir að útbúa mig, og allt komið í eindaga. Skinnbrók átti ég
enga, og varð því að láta mér nægja skinnsokka, er náðu til hnés,
olíubuxur og stakk. Vel var ég ánægður með þetta. Bara að fá að
fara með. Það var nú aðalatriðið þá.
Loks var svo haldið af stað. Seint að kvöldi sigldum við út
fjörðinn, í vestan strekkings vindi með frosti og éljagangi. Segir
nú ekki af ferð okkar fyrr en við að áliðinni nóttu komum þar
sem Ingólfur Arnarson lá. Renndum við rétt fyrir aftan hann og
var kallast á milli skipa. Kváðust þeir hafa orðið vel varir, en hafa
misst mikið af sóknum og eiga helst til lítið eftir af þeim. Lögð-
um við þá yfir og sigldum að skipinu aftur, og svo nærri því, að
þeir gátu komið línu til okkar og hnýttum við í enda hennar
þremur sóknum, er þeir svo drógu til sín. (Ongull, taumur og
steinn var einu nafni kallað sókn). Héldum við svo áfram ferð
okkar og sáum brátt, hvar Vonin lá þar nokkru austar. Sigldum
við enn góðan spöl austur fýrir hana, en þar voru segl felld og
lagst við stjóra. Var það, að mig minnir, um fullbirtuna. Ekki
man ég nú, hve mikið dýpi var þarna, býst við að það hafi verið
eitthvað milli 80 og 100 faðmar. Fóru rnenn nú að renna fyrir
þann gráa og var rennt 6 færum, 3 á hvert borð. Sjóveiki gerði
skjótt vart við sig hjá sumum, og þeirra á meðal var ég. Skipið
57