Strandapósturinn - 01.10.2001, Síða 61
stefna sett á Norðurfjörð, en svo þungt var það í vöfum, vegna
klaka og storms, að eigi náðist upp til fulls. Þetta reyndist þó nóg
sigling, enda þótt seglið væri einnig rifað sem unnt var. Vindur-
inn var liðugur, aftan við þvert á stjórnborða. Mér og öðrum
unglingspilti var sagt að standa í lifrarkassanum, og skyldum við
hafa það verk með höndurn að henda sundurkrömdum lifrar-
tætlurn í þá sjói, er okkur sýndust líklegir til að brjóta á skipinu.
Aðrir voru við austurfærin, en þau voru tvö austurtrog og tvær
dælur, og svo við seglið. Einn var hafður fram á til að skyggnast
um fram undan því að ekkert sást frá fyrir bylnum og rokinu. Is-
jakar voru á slæðingi í Flóanum, og voru það jakar, sem staðið
höfðu grunn uppi við landið og á grynningunum, en losnað og
rekið frá í undangengnum vestan stormi. - Höfðum við séð til
tveggja slíkra, er þeir ráku fram hjá okkur, meðan við lágum fyr-
ir föstu. A leið okkar til lands sáum við einn jaka, sáum hann rétt
sem snöggvast um leið og við renndum hjá honum í 20-30
faðma fjarlægð. Faðir minn og Pétur bróðir rninn, sem nú býr í
Ofeigsfirði, stýrðu skipinu til skiptis. Flestir eða allir höfðu ein-
hvers að gæta, enda mátti nú í engu skeika hið minnsta. Brotsjói
sáurn við marga, og suma þeirra all-ófrýnilega, á leiðinni í land
og því verri, eftir því sem nær dró landinu. Sem betur fór kom
þó enginn þeirra illa við okkur, þótt dijúgar skvettur kæmu
stundum inn fýrir borðstokkinn. Avallt síðan hefir nrér verið vel
ljóst, að Ofeigur var gott sjóskip, og það er næsta ótrúlegt, hvað
slík skip geta afborið, sé þeim vel stjórnað. Sigling okkar gekk
prýðilega eftir öllum ástæðum, en nú reið á mestu að hitta rétt
mynni Norðurfjarðar. Að öðrurn kosti vorum við óumflýjanlega
illa komnir. I rökkrinu unr kvöldið var gert ráð fyrir því, að við
værum konrnir á móts við Reykjaneshyrnu, og vildi þá svo vel til,
að um augnablik grisjaði það mikið til bylinn að skyggja sást fýr-
ir landi á bakborða, og var það talið Reykjaneshyrnan. Dró þá
bylinn skjótt yfir aftur, og sást nú jafnvel enn skemur en áður,
enda færðist nú náttmyrkrið sem óðast yfir. Afram var þó hald-
ið, enda eigi unr annað að velja. Sáum við svo allt í einu, úti í
sortanum á stjórnborða, hvar þrjár holskeflur rifu sig upp, hver
á eftir annari, og teygðu sig í áttina til okkar, án þess að þó að
ná okkur, þótt nrjóu munaði. Nokkrum mínútum síðar voru við
59