Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 65
ursins. Þá hlustandi giljadrög, skyggð af vaxandi húmi haust-
kvöldsins. Uppi á fjallinu blasti við frammi undan spegilfagur
fjörður, sindrandi í silfurskærum geislum frá nýfullu tungli. Það
var Reykjarfjörður. Þá var dagsett. Himinninn fagurheiður,
tindrandi stjörnur. Hljóðlaus kyrrð, mosailmur í lofti.
Það seytluðu urn mig himneskir straumar, sem hófu hugann
hátt yfir þessa litlu veröld, þennan skammsýna heim tukthúsa og
málaflutningsmanna."
Þannig verkaði Reykjarfjörðurinn á þennan andríka hug-
sjónamann, þar sem kyrrðin ríkti ofar amstri og áhyggjum hvers-
dagsins og spegilsléttur sjórinn sýndist svartur í logninu og
tunglsljósið varpaði ævintýraljóma yfir þessa stórkostlegu sýn,
meistaraverk skaparans, sem upphóf svo fijóan hug skáldsins, að
honum fannst hann varla vera staddur í mennskri veröld og
hver getur verið ósnortinn af slíkri fegurð?
Þórbergur gistir í Reykjarfirði um nóttina hjá hjónunum Frið-
riki Söebeck og Karólínu Fabínu, en hún var dóttir Jakobs Thor-
arensens kaupmanns á Kúvíkum, en hann var mikill athafna-
maður og þekktur víða um sveitir. Þórbergur fékk góðan viður-
gjörning og ekki vildi Karólína taka neitt fyrir næturgreiðann.
Seinna borgaði Þórbergur fýrir sig með kvæði sem sumir vildu
niisskilja.
I Trékyllisvík eru túnin
og taðan iðjagrœn
og særinn í sífellu þylur
sömu morgunbœn.
Og uppi' yfir blessuðum bænum
er blikandi heiðartraf
Þar tölti' eg um tunglskinsnóttu
með tösku og birkistaf.
En handan við heiðarásinn,
á hæðum við mýrarfen,
býr hún Bína mín Soebeck,
borin Thorarensen.
63