Strandapósturinn - 01.10.2001, Síða 67
um fjörur og er stórhættulegur siglingum og hafa þar oft orðið
skipsskaðar, en þegar inn er komið eru hin ákjósanlegustu hafn-
arskilyrði, enda hefur byggðin löngum notið góðs af. Norður-
strönd fjarðarins er snarbrött, þar stendur þó býlið Naustvík fyr-
ir miðjum firðinum. Lítil jörð og erfið, þó mun hafa verið búið
þar löngum frá landnámsöld. Þaðan er svo um klukkutíma
gangur in'n í fjarðarbotn og liggur leiðin á sjávarbakkanum, því
undirlendi er nánast ekkert.
Jörðin Reykjarfjörður liggur fyrir botni fjarðarins og er bæjar-
stæðið á sjávarbakkanum, en í vestur liggur Reykjarfjarðardalur-
inn, grösugur, en nokkuð blautur. Hlíðarnar kringum dalinn
eru vel grónar og þóttu hið besta beitiland. Þvert fyrir mynni
dalsins liggur jökulruðningur sem sýnir hvar skriðjökullinn nam
staðar við lok ísaldar. Syðsti hluti þessa malarhryggs heitir Jör-
undarhóll og upp af bænum eru tveir hólar og heitir annar Bú-
hóll, þar bjó huldufólk og var hann aldrei sleginn og norður af
þeim var Langhóll, framhald af Jörundarhóli. Norðan við Reykj-
aríjai ðará var framhald af Langhóli er Stekkjarbali heitir. Ekki
er nokkur vafl á því að dalurinn hefur verið jökullón í lok ísald-
ar. Seinna hefur Reykjarfjarðaráin rifið skarð í jökulgarðinn og
þurrkað dalinn sem þá hefur farið að gróa upp. Mótak var víða
þokkalegt og um 9 til 10 skóflustungur og fundust stundum
hnefastórir vikurmolar ofaná jökulruðningum þegar komið var
niður úr mótakinu. Varla eru þeir vikurmolar úr gömlum vest-
firskum eldfjöllum, því í lok ísaldar voru öll eldfjöll á Vestfjörð-
um löngu kulnuð.
Túnið sem lá fyrir botni fjarðarins, var frekar lítið, sendið
næst sjónum og ofar voru svo jökulruðningarnir. Túnið spratt
þess vegna oftar en ekki frekar illa en engjar voru að öllu jöfnu
góðar, en blautar.
Mjög snjóþungt var í snjóavetrum og tók þá alveg fýrir beit.
Innistaða var því oft löng og þurfti mikil hey fýrir búfé. Snjó-
flóðahætta var í hlíðinni að norðanverðu og hlupu oft feiknar-
mikil flóð í sjó fram þannig að víkina fyllti af krapi og miklir
móðar mynduðust, sem gátu orðið allt að 10 m háir. Slíkir skafl-
ar voru lengi að leysa, enda oft fannir í giljum og drögum langt
fram á sumar.
65