Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.10.2001, Síða 67

Strandapósturinn - 01.10.2001, Síða 67
um fjörur og er stórhættulegur siglingum og hafa þar oft orðið skipsskaðar, en þegar inn er komið eru hin ákjósanlegustu hafn- arskilyrði, enda hefur byggðin löngum notið góðs af. Norður- strönd fjarðarins er snarbrött, þar stendur þó býlið Naustvík fyr- ir miðjum firðinum. Lítil jörð og erfið, þó mun hafa verið búið þar löngum frá landnámsöld. Þaðan er svo um klukkutíma gangur in'n í fjarðarbotn og liggur leiðin á sjávarbakkanum, því undirlendi er nánast ekkert. Jörðin Reykjarfjörður liggur fyrir botni fjarðarins og er bæjar- stæðið á sjávarbakkanum, en í vestur liggur Reykjarfjarðardalur- inn, grösugur, en nokkuð blautur. Hlíðarnar kringum dalinn eru vel grónar og þóttu hið besta beitiland. Þvert fyrir mynni dalsins liggur jökulruðningur sem sýnir hvar skriðjökullinn nam staðar við lok ísaldar. Syðsti hluti þessa malarhryggs heitir Jör- undarhóll og upp af bænum eru tveir hólar og heitir annar Bú- hóll, þar bjó huldufólk og var hann aldrei sleginn og norður af þeim var Langhóll, framhald af Jörundarhóli. Norðan við Reykj- aríjai ðará var framhald af Langhóli er Stekkjarbali heitir. Ekki er nokkur vafl á því að dalurinn hefur verið jökullón í lok ísald- ar. Seinna hefur Reykjarfjarðaráin rifið skarð í jökulgarðinn og þurrkað dalinn sem þá hefur farið að gróa upp. Mótak var víða þokkalegt og um 9 til 10 skóflustungur og fundust stundum hnefastórir vikurmolar ofaná jökulruðningum þegar komið var niður úr mótakinu. Varla eru þeir vikurmolar úr gömlum vest- firskum eldfjöllum, því í lok ísaldar voru öll eldfjöll á Vestfjörð- um löngu kulnuð. Túnið sem lá fyrir botni fjarðarins, var frekar lítið, sendið næst sjónum og ofar voru svo jökulruðningarnir. Túnið spratt þess vegna oftar en ekki frekar illa en engjar voru að öllu jöfnu góðar, en blautar. Mjög snjóþungt var í snjóavetrum og tók þá alveg fýrir beit. Innistaða var því oft löng og þurfti mikil hey fýrir búfé. Snjó- flóðahætta var í hlíðinni að norðanverðu og hlupu oft feiknar- mikil flóð í sjó fram þannig að víkina fyllti af krapi og miklir móðar mynduðust, sem gátu orðið allt að 10 m háir. Slíkir skafl- ar voru lengi að leysa, enda oft fannir í giljum og drögum langt fram á sumar. 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.