Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 72
kýr nánast að falli komið ásamt íýrr nefndri hlöðu. Fjárhús og
moldarkofar sem ekki voru til frambúðar.
Enginn sími var kominn. Hann kom ekki fýrr en 1946 og þá
með þeirri kvöð að menn kæmu staurum og öðru efni sjálfir,
símanum að kostnaðarlausu, á línustæðið. Staurarnir voru úr
rekavið og dugðu vel.
Fátt er svo með öllu illt!
Það ekki hægt að segja að það hafi orðið nein stökkbreyting
hjá þeim hjónum Sigríði og Pétri er þau koma í Reykjarfjörð
vorið 1935, nema hvað húsakynnin hafa þrengst og versnað.
Kannski hefur Sigríður minnst draums er Pétur sagði henni
skömmu áður en þau fluttu frá Skjaldabjarnarvík. Pétri fannst
að þau hjón væru stödd í Reykjarfirði. Dalurinn, túnið og hlíð-
arnar allt vafið grasi. Honum fannst svo að þau færu inn í hús-
ið, í eldhúsinu stóð emaleruð eldavél og í húsinu voru rúmgóð
herbergi og Pétri fannst Sigríður segja að þetta væri sko meira
en nóg pláss og var hin ánægðasta. En áður en að það kæmi
emaleruð eldavél og plássið yrði nóg átti mikið vatn eftir að
renna til sjávar. Þó minntist Sigríður áranna í Reykjarfirði með
ánægju. Henni eins og öðrum mæðrum var það mesta ánægjan
að sjá börnin vaxa úr grasi og að þau stæðu sig í lífinu ekki síður
en aðrir.
Þegar þau hafa farið að koma sér fýrir með fjölskylduna í
tveimur litlum herbergjum, hlýtur að hafa hvarflað að þeim,
hvort þau hafi verið að gera rétt? En úr því sem komið var, var
ekkert annað að gera en að vinna úr aðstæðum. Féð hafði kom-
ið fyrr um vorið. Það hafði verið rekið frá Skjaldabjarnarvík að
Engjanesi og þaðan flutt á sjó og tekið land á Munaðarnesi. Það
átti að rugla skepnurnar svo í ríminu að þær rötuðu ekki heim
til sín. Féð hafði verið passað um sauðburðinn, en þegar lömb-
in fara að stálpast taka ærnar að leita heimahaganna og hefst þá
eilífur eltingarleikur við að koma í veg fýrir að þær fýlgi slóðinni
sömu leið til baka. En þær sem sluppu stoppuðu ekki fýrr en í
fjörunni þar sem þær höfðu verið settar á land. Og svo segja
70