Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 83
Hann keypti gamlan síldarbragga á Ingólfsfirði, flutti hann á
hákarlaskipinu Ofeigi að Finnbogastöðum og reisti þar skóla-
húsið. Kennt er í þessu húsi til 1933 er það brennur, en Guð-
mundur endurreisir húsið og nú úr steinsteypu fyrir eigin reikn-
ing með styrk frá ríkinu. Skólann rekur hann svo þar til hann
veikist 1937.
Eftir að Guðmundur er frá er samþykkt að hreppurinn kaupi
húsið. Ekki voru menn samála um þetta íyrirkomulag. Margir
þeirra sem kynnst höfðu farskólanunr, sáu við hann ýmsa kosti
og ber þess þá að geta að mörg heimili voru rnjög fjölmenn með
um og yfir 20 rnanns í heimili. Þegar svo farskólinn bætist við var
orðið all mikið fjölmenni sem óneitanlega setti annan og rniklu
skemmtilegri blæ á annars einhæft lífið í sveitinni um skamm-
degið. Og annað kom til. Fjölmargt eldra fólk, er hafði þráð að
geta menntað sig, naut góðs af kennslunni. En þróunin og krafa
tímans varð ekki stöðvuð.
Skólaskyldan byrjaði um 10 ára aldur og voru börnin venju-
lega tvo mánuði fyrstu árin og eitthvað lengur er nálgast tók
fullnaðarprófið.
Við, börnin í Reykjarfirði, fórum því í skólann á Finnboga-
stöðum sem var heimavistarskóli og alltaf fullskipaður.
Fyrstu árin var Guðmundur Þ. Guðmundsson skólastjóri.
Feiknalega áhugasamur og vann að kennslunni af lífi og sál.
Um þessar mundir fór „Hvíti dauðinn", berklarnir, um landið
og skildi eftir sig sviðna jörð. Það fór því ekki hjá því að þar sem
margir voru saman og bjuggu þröngt að berklarnir létu á sér
kræla. Enda veiktist skólastjórinn af smitandi berklum. Af syst-
kinunum í Reykjarfirði lenti Friðrik verst í því. Hann veiktist í
skólanum og lá þar lengi ásamt skólastjóranum. Ekki er hægt að
sjá að læknirinn hafði haft nokkuð við það að athuga þó að fár-
veikir berklasjúklingar lægju í þröngum húsakynnum er voru
þéttsetin af börnum á viðkvæmasta aldri. Hvernig sem á því stóð
gerði hann engar ráðstafanir til að koma í veg fyrir smit eða yfir-
leitt að sjá sjúklingunum fyrir sómasamlegri aðbúð. Þeirri spurn-
ingn verður víst aldrei svarað. Friðrik var svo fluttur á kviktrjám
yfir Naustvíkurskörð og þaðan á báti heirn. Heima lá hann svo
fram í febrúar og er svo fluttur suður með Lagarfossi og sam-
81