Strandapósturinn - 01.10.2001, Blaðsíða 84
ferða honum varð skólastjórinn. Þegar suður kom, kom í ljós að
læknirinn hafði gleymt að gera ráðstafanir til þess að þeir yrðu
sóttir og kom það í hlut brytans að koma þeim á réttan stað.
Friðrik komst yfir þetta og kom heim um vorið með flutninga-
skipinu Heklu er var að koma með vörur til Djúpavíkur, en þetta
varð hinsta för Guðmundar skólastjóra.
Ekki er hægt að segja að skólagangan hafi byijað með glæsi-
brag. Þó varð það ásetningur þeirra hjóna að koma börnum sín-
um til mennta eins og kostur væri.
Þegar berklafárið er afstaðið er kennt tvo vetur í læknisbú-
staðnum í Arnesi, þá nýbyggðum. Þetta var tveggja hæða hús
með risi, rétt eins og landiými væri takmarkað. Strákarnir voru
hafðir á neðstu hæðinni, en stelpurnar uppi í risi og skólastjóra-
hjónin svo á miðhæðinni. Þannig að vel var séð fyrir öllu sið-
gæði.
Þá er skólastjóri Þorsteinn Matthíasson frá Kaldrananesi og
mun þetta hafa verið hans frumraun á kennslubrautinni. Þor-
steinn var glæsimenni og giftur systur Jóns frá Ljárskógum, mik-
illi gæðakonu eins og hún átti kyn til.
Arið 1936 tekur séra Sveinn Guðmundsson í Arnesi sér að-
stoðarprest, enda þá orðinn gamall og þreyttur. Þessi aðstoðar-
prestur kemur úr Hafnarfirði, ungur og nýútskrifaður. Hann hét
Þorsteinn Björnsson, glæsimenni með afbrigðum. Stór vexti
með mikið kolsvart, liðað hár og allt hans yfirbragð var með
þeim hætti að það var ekki hægt annað en að veita honum
athygli og hann hafði einhverja útgeislun er hafði góð áhrif á
alla í kringum hann. Hann hafði djúpa og fallega bassarödd og
söng frábærlega vel. Fá lög voru leikin oftar í útvarpinu í óska-
lagatímum en sálmurinn „O Jesú bróðir besti“ sunginn af séra
Þorsteini.
Þorsteinn var ókvæntur er hann kom norður svo það þarf
engan að undra þótt heimasæturnar fengju í hnén er þær litu
hann augum. Hann kvæntist svo myndarkonu, Sigurrós Torfa-
dóttur, en faðir hennar hafði verið kaupfélagsstjóri í Norður-
firði, af ætt þeirra Ófeigsfjarðarmanna. Hann dó ungur 1922 úr
berklum. Þau hjón Þorsteinn og Sigurrós eignuðust mörg
mannvænleg börn er sum urðu landsþekkt.
82