Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 89
veg þar sem ekkert mátti út af bera. Og björgin var sótt í sjóinn
þar sem árin og seglið varð að duga. Það fór ekki hjá því að oft
nrðu slys, þó var það undravert hversu menn björguðu sér oft úr
ómennskum aðstæðum. Þeir þekktu aðstæðurnar og hætturnar
og lærðu að búa við þær. Þeir vissu hvenær og hvar hætta var á
snjóflóðum, hvernig var hægt að forðast harðfenni og skriðuföll
og á sjónum voru þeir hreinir snillingar. Það var aðdáunarvert
að sjá þá stjói na þessum litlu skeljum í roki og stórsjó svo varla
kom dropi í bátinn. Við þetta höfðu þeir lifað frá upphafi byggð-
ar fram undir miðja tuttugustu öldina.
Upp úr heimsstyrjöldinni fyrri verður örlítil breyting á, þá
fara að koma vélar í bátana, sem gjörbreydr flutningum á sjó og
sjósókn. En það er ekki fyrr en eftir heimsstyijöldina síðari að
byltingarnar ríða yfir. A örskömmum tíma umbyltist þjóðfélagið
og Árneshreppsbúar gera sér strax grein fyrir því að þeir verða
að fylgja með ætli þeir sér að komast af.
Arið 1943 er haldinn fundur á Hvammstanga að frumkvæði
kaupfélagaima við Húnaflóa til að ræða samgöngumál og að
koma á ferðum flóabáts um Húnaflóann til að annast vöru- og
mannflutninga um Húnaflóasvæðið. Pétur mætir á þennan
fund, fyrir hönd Kaupfélags Strandamanna, fullur bjartsýni um
framvindu máls. En þegar á fundinn kemur og menn fara að
ræða málin kemur í ljós að fundarmenn liafa sáralítinn áhuga á
því að tengja norðurhafnirnar við önnur svæði Húnflóans. Þetta
urðu Pétri mikil vonbrigði og hann lét það óspart í ljós og það
rann upp fyrir honiim að Árneshreppsbúar yrðu að bexjast
fyrir sínum málum og treysta ekki á aðra. 18. mars 1945 er svo
haldinn almennur hreppsfundur í Arncsi þar sem kjörnir eru
fjórir fulltrúar á nýstofnaða Þing- og héraðsnefnd Stranda-
sýslu til að mæta á fund á Hólmavík. Kjörnir eru Pétur í Ofeigs-
firði, Pétur í Reykjarfirði, Eiríkur á Dröngum og Guðjón á Kjör-
vogi og þeir fai'a með tillögur um að vinna að því að flóa-
bátur hefji siglingar, tekinn verði inn á fjárlög flugvöllur í Árnes-
hreppi og sími verði lagður norður að Dröngum. Þessar tillögur
sýna að menn voru búnir að gera sér fulla grein fyrir því að þeir
yrðu að beijast fyrir rétti sínum og ekki gengi að treysta bara á
aðra.
87