Strandapósturinn - 01.10.2001, Blaðsíða 97
Árin frá 1930 til 1950 eru
tvímælalaust blómatími Ar-
neshrepps. Ekki bara vegna
hinnar miklu atvinnuupp-
byggingar, heldur ekki síður
af því að þá er að vaxa upp
stór hópur af ungu og þrótt-
miklu fólki. Næstum því á
hverjum einasta bæ var fjöldi
ungmenna. 1940 eru 15 börn
fermd í Arneskirkju. I Birgis-
vík, Veiðileysu, Kambi, Djúpa-
vík, Kjós, Reykjarfirði, Naust-
vík, Kjörvogi og Gjögri. A öll-
um þessum stöðum er hópur
ungmenna, sem krefjast at-
hygli og olnbogarýmis, eins
og æskufólki er eðlislægt. Það
gat því ekki farið hjá því, að
væringar væru milli manna
og hópa og af einhverjum
ástæðum skiptist hreppur í tvennt. Suður- og norðurhluta þar
sem Gjögur var á gráu svæði. Það eru stofnuð tvö ungmennafé-
lög. Ungmennafélagið Efling í suðurhlutanum og Ungmennafé-
lagið Leifur heppni í norðurhlutanum. Þessi félög voru rekin
með miklum myndarbrag um áratuga skeið, eða þangað til að
„undanhaldið mikla“ hófst. Ekki er því að leyna að samkeppni
var mikil á milli þeirra. Efling einbeitti sér að skíðaíþróttinni
með því að fá leiðbeinendur og halda skíðamót, þar sem kepp-
endur komu úr öðrurn héruðum sýslunnar og þar náðist frábær
árangur og nægir að nefna að Ingibjörn Hallbertsson úr Veiði-
leysu verður tvisvar sinnum Islandsmeistari í 10 km göngu, 1946
og 1948, sem var frábær árangur rniðað við þær aðstæður er
hann mátti búa við. Fijálsíþróttamót voru haldin og sendir
keppendur á héraðsmót. Það kom í ljós að ungmennin úr Ar-
neshreppi stóðu sig síst verr heldur en jafnaldrar þeirra úr öðr-
um héruðum. Ekki má gleyma knattspyrnu og fijálsíþróttamót-
Ingibjöm Hallbergsson frá Veiðil-
eysu. Islandsmeistari í 10 km
göngu á skíðum 1946 og 1958.
95