Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.10.2001, Side 100

Strandapósturinn - 01.10.2001, Side 100
ur að vera til staðar og þá fer þéttbýlið að myndast. Menn gerast daglaunamenn og hlutamenn. Sveitirnar fengu keppinaut sem bauð betur og víglína gömlu sveitahöfðingjanna og stórbýlanna tók að bresta og undanhaldið mikla hófst. Um og upp úr 1940 stendur atvinnulífið með hvað mestum blóma í Arneshreppi. 1942 eru 529 íbúar í hreppnum og aðeins ein jörð í eyði, Halldórsstaðir. En strax 1943 byrjar undahaldið. Þá fer Kolbeinsvík í eyði, 1944 Birgisvík, 1946 flyst Alexander Arnason úr Kjós til Djúpavíkur, 1946 fer Skjaldabjarnarvík í eyði og 1947 Drangavík og Hraun 1948. En þetta er aðeins upphaf- ið. Síðan má segja að þróunin hafi verið stöðug og bara á einn veg. Djúpavík hrynur. Verksmiðjan á Ingólfsfirði kemst aldrei al- mennilega af stað. Sveitin styttist í báða enda og verður sífellt grennri og grennri. Strax um 1950 er þeim Pétri og Sigríði orðið það ljóst að það hlýtur að fara að styttast í búskaparsögu þeirra. Börnin eru öll farin að heiman. Jón sem var yngstur þeirra systkina er þá trú- lofaður stúlku frá Akureyri er hann hafði kynnst í Reykholts- skóla og ekki væntanlegur heim til frekari starfa. Það er enginn til að taka við. Efnahagurinn er ekki slíkur að þau geti komið sér fýrir á nýjum stað, eftir þrotlaust ævilangt strit. Af þessu höfðu þau að sjálfsögðu miklar áhyggjur. Alla tíð höfðu þau verið eig- in húsbændur og annað gátu þau ekki hugsað sér þótt mann- dómsárin væru að baki. En þetta var vandamál er íslenskir bændur stóðu frammi fýrir hundruðum saman. Og hlutskipti margra varð erfitt. Heima í sveitinni höfðu þeir verið sjálfs síns húsbændur og mikils virtir, en svo lentu þeir á mölinni sem dag- launamenn og komust í aðstæður sem þeir gátu aldrei aðlagast og draumurinn um gömlu sveitina vildi ekki víkja. Þeim Pétri og Sigríði varð búskapurinn sífellt erfiðari. Flutn- ingar fóru frarn á sjó og það er erfitt fýrir tvær rosknar mann- eskjur að setja trilluna upp og ofan og koma þungavöru í land. I einni slíkri ferð til Djúpavíkur er Pétur þurfti að sækja fóð- urbæti að vetrarlagi, dvaldist honum eitthvað við spjall hjá Sig- urði Péturssyni og þeim hjónum. Eftir að Pétur er farinn tekur Ina Jensen eftir því að Sigurður er mjög órólegur, tollir ekki í sæti, þar til hann rýkur til og segist ætla niður á bryggju að líta 98
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.