Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 116
Sigurður H. Þorsteinsson:
Gvendarlaug
í Bjarnarfirði
í munnlegri geymd og nokkrum frásögnum, sem hafa verið
skráðar, er þess getið að er Guðmundur biskup góði var á ferð
um Strandir, sem hann var oft, hafi hann verið beðinn um að
vígja Kaldbaksófæruna, sem hafði ekki aðeins verið mönnum
ferðatálmi, heldur einnig skaðvaldur. Hafði Guðmundur góði
vígt ýmsa staði á Ströndum á árunum 1210-1211. Sat hann þá
bæði á Kirkjubóli og Stað í Steingrímsfirði. Þá var þegar hlaðin
setlaug að Klúku í Bjarnarfirði. Þegar nú biskup og hans menn
koma þreyttir úr göngunni norður í Kaldbak og Kaldbaksófær-
an var þegar vígð eftir svolitla skoðun frá steini er hann tyllti sér
á og enn stendur. Þá koma þeir að Kiúku og sér biskup hver
Guðs blessun er þar á vegi hans, þar sem setlaugin er. Fækka
menn þegar fötum og seþast í heita laugina, sem þá hét Klúku-
laug, til þess að láta líða úr sér þreytu og hroll. Vel mætti ímynda
sér að þann dag hafi verið hráslagalegur norðan kaldi, með
slyddu og rigningu. Þess má geta að Guðmundur góði var Hóla-
biskup frá 1203-1237, eða í 34 ár, sum allróstusöm.
Laugarinnar er svo minnst á bls. 225 í Ferðabók Eggert Olafs-
sonar, sem Klunkelaugar, eins og hún er nefnd í handriti. I
ferðabókinni segir svo: „Helsta laug í Strandasýslu er Klúkulaug
114