Strandapósturinn - 01.10.2001, Síða 117
í Bjarnarfirði, í Kaldaðarnessókn næst Steingrímsfirði. Hún er
vatnsmikil og hlaðin upp úr höggnum steinum og sæti allt um-
hverfis í henni. Hægt er að hleypa vatni í hana og úr henni eft-
ir vild.“ I sömu bók segir enn fremur á sömu blaðsíðu um Guð-
mund góða í frásögn af Gvendarlaug í Eyrarhlíð: „Hún var vígð
á 13. öld af Guðmundi góða Hólabiskupi. A hrakningum hans
var honum vel tekið af Vestfirðingum og framdi hann þar vígsl-
ur á nokkrum stöðum bæði til þess að afstýra hættum við dagleg
störf og atvinnu manna, koma af reimleikum, lækna sjúka og
þess háttar.“ Ætla má að orðstýr hafi kannske orðið hvað mestur,
fyrir að kveða niður Selkollu. Segir þarna glöggt frá vinsældum
hiskups á Vestfjörðum.
Hjá Kristian Kaalund segir: „I Bjarnarfirði eru nokkrar heitar
uppsprettur. Meðal þeirra er merkust Klúkulaug sem hefir verið
útbúin til baðs.“ Þetta rná því skilja svo, að laugin hafi verið hlað-
in upp og með seti, þegar hann kemur þar. Hún var upphlaðin
þegar er Guðmundur góði kemur þar á þrettándu öld og nýtir
sér hana til hressingar og hvíldar, og vígir hana svo, sem þakk-
lætisvott Gnði til dýrðar.
I Jarðabók Arna og Páls segir svo um jörðina Klúku þann 20.
september 1706. „Hætt er fénaði á vor og haust af dýjum, foröð-
um og afætuhveralækjiun.“ Þannig hafa verið sagnir af lauginni
svo lengi sem byggð hefir verið í Bjarnarfirði. Matið á notagildi
hennar fór á hveijum tíma eftir mati mannanna sem um fjöll-
uðu.
Það er svo ekki fyrr en helgi Guðnuindar hiskups er tekin
upp, að laugin fær nafn hans, sem svo flytst áfram á sundlaug
staðarins þegar hún er byggð. Þó hefir Klúkulaug verið Gvend-
arlaug í munni heimanna, allt frá því að hún var formlega vígð
af þreyttum biskupi, sem þakklætisvottur fyrir baðið.
Þannig myndaðist strax nokkur helgi snemma um laugina og
þótti einstaklega heilnæmt að baða sig í henni. Segja má að
Bjarnfirðingar hafi sótt hana til böðunar eigin líkama, allt frarn
um miðja 20. öldina, en auk þess bæði þeir og aðrir oftlega tek-
ið úr henni vatn til að bæði þvo sjúkum og gefa þeim að drekka.
Báðu margir leyfis að taka úr henni vatn og afgreiddi ég margar
slíkar óskir, meðan ég bjó í 9 ár á Laugarhól, 1985-1994. Vatnið
115