Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 118
úr henni er einstaklega hreint og tekur langt fram því kalda
vatni er notað er til drykkjar á staðnum, samkvæmt rannsóknum
er farið hafa fram á því. Það mun lengi hafa verið siður í Bjarn-
arfirði, að allar fjölskyldur færu þar á jólabað á Þorláksmessu.
Býr þar enn fólk er minnist þessa.
Það er svo rétt fyrir miðja öldina, að hleðslum umhverfis laug-
ina er hrint ofan í hana og henni svo lokað með trévirki. Hvergi
hefi ég getað fundið neina beina ástæðu fyrir þessari aðgerð,
enda voru langt frá allir ánægðir með hana.
Bjarni Jónsson, bóndi í Skarði, vildi koma í veg fyrir frekari
skemmdir á henni. Leitar hann til þingmanns síns, Hermanns
Jónassonar síðar forsætisráðherra, og biður hann að hjálpa til að
fá laugina friðaða. Hermann snéri sér svo til Kristjáns Eldjárns,
þjóðminjavarðar með erindið og hann svarar með eftirfarandi
bréfí, sem Þórdís Loftsdóttir í Odda, uppeldisdóttir Bjarna, léði
mér.
Reykjavík 16. sept. 1948
Herra Bjarni Jónsson, Skarði.Bjarnarfirði
Herra alþingismaður Hermann Jónasson hefur skýrt mér frá
Gvendarlaug í Bjarnarfirði og komið á framfæri hugmynd yðar um
varðveizlu hennar. Eg er yður sammála um að rétt sé að varðveita
þetta mannvirki og hef nú þegar gert ráðstafanir tíl þess, þótt það
geti líklega ekki orðið héðan af á þessu sumri. Eg hef skrifað bónd-
anum á Klúku um málið.
Að svo mæltu þakka ég yður áhuga yðar í þessu máli og óska yður
alls góðs.
Yðar með virðingu
Kristján Eldjárn (sign.)
Það varð þó ekki í þetta sinn, sem varð úr friðlýsingu Gvend-
arlaugar. Það var ekki gert fyrr en með þinglýsingarskjali Nr. 1
hjá sýslumannsembættinu á Hólmavík, í tíð Ríkarðar Mássonar
sýslumanns, þann 10. janúar 1989, eða 41 ári seinna. Að því varð
þó nokkur undanfari.
Það var fljótlega eftir að ég flutú að Laugarhóli að Gvendar-
116