Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 131

Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 131
heldur gleyma hákarlaveiðum í gegnum ís, sem munu hafa verið nokkuð mikið stundaðar á hafísárunum. Heimildir frá aldamótunum 1900 herma að hákarlaveiðar hafi verið stundað- ar frá Stóru-Avík af Jóni Péturssyni bónda þar og veiðarnar gengið vel og gefið nokkuð í aðra hönd. Fóru þeir klukku- stundar gang út á ísinn frá Trékyllisvík, gerðu gat á ísinn og renndu færum sínum niður í gegnum hann. Hákarlinn lét ekki bíða eftir sér. I þá daga var hákarlalifur eftirsótt og verðmæt verslunarvara. Hún var notuð sem ljósmeti til þess að lýsa upp götur Kaup- mannahafnar og einnig til lyfjagerðar. Eins og áður sagði er ískoma mikill atburður og ógnvekjandi fyrir íbúana við ströndina. Það var svo margt sem fór úrskeiðis við hafískomu og skekkti allar áætlanir og lifnaðarhætti fólksins þar. Eg var sjö ára gamall, líklega veturinn 1930-31, þegar þessir skelfingartímar gengu yfir heimili mitt, og hafísinn lokaði ströndinni og huldi alla víkur og flóa, svo langt sem séð varð. I þetta skipti stóð hann óvenjulega stutt við, en hafði mikil áhrif á lífríkið, einkum fjöruna. Skjaldar-Bjarnarvík var nyrsti bærinn í Strandasýslu, er rétt sunnan við Geirhólmsnúp og nær að Bjarnarfirði nyrðri. Víkin er mjög grunn og boðar og sker ná langt út frá ströndinni. Eins og nærri má geta er þarna mjög brimasamt og sigling ekki möguleg nálægt landi, nema í stilltu og kyrru veðri. En vegna þess hversu grunn víkin er, nær brimið langt á haf út svo víkin verður eins og ólgandi suðupottur, sérstaklega í norðaustan átt- um, en þá kemur vindáttin beint af hafi. Þar sem víkin er grunn, vex mikið af þara á grynningunum. Brimið rótar botngróðrinum upp og fleygir honum upp á ströndina, þar sem hann myndar stór þarabrúk, sem er hið besta fóður fýrir sauðfé og góð viðbót við annað fóður. Þegar bóndinn setti á fýrir veturinn reiknaði hann alltaf með fjörubeitinni. Hún var stór þáttur í vetrarfóðrinu. Fjörubeitin er einn af góðum kostum jarðarinnar. Ef fjörubeitin brást, þá var bústofninn í hættu. Fjaran er aðgangur að lífríki hafsins. Hún var full af lífi. I þar- anum sem rak á land fýlgdu alls konar skeldýr og ormar, sem 129
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.