Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 131
heldur gleyma hákarlaveiðum í gegnum ís, sem munu hafa
verið nokkuð mikið stundaðar á hafísárunum. Heimildir frá
aldamótunum 1900 herma að hákarlaveiðar hafi verið stundað-
ar frá Stóru-Avík af Jóni Péturssyni bónda þar og veiðarnar
gengið vel og gefið nokkuð í aðra hönd. Fóru þeir klukku-
stundar gang út á ísinn frá Trékyllisvík, gerðu gat á ísinn og
renndu færum sínum niður í gegnum hann. Hákarlinn lét ekki
bíða eftir sér.
I þá daga var hákarlalifur eftirsótt og verðmæt verslunarvara.
Hún var notuð sem ljósmeti til þess að lýsa upp götur Kaup-
mannahafnar og einnig til lyfjagerðar.
Eins og áður sagði er ískoma mikill atburður og ógnvekjandi
fyrir íbúana við ströndina. Það var svo margt sem fór úrskeiðis
við hafískomu og skekkti allar áætlanir og lifnaðarhætti fólksins
þar. Eg var sjö ára gamall, líklega veturinn 1930-31, þegar þessir
skelfingartímar gengu yfir heimili mitt, og hafísinn lokaði
ströndinni og huldi alla víkur og flóa, svo langt sem séð varð. I
þetta skipti stóð hann óvenjulega stutt við, en hafði mikil áhrif á
lífríkið, einkum fjöruna.
Skjaldar-Bjarnarvík var nyrsti bærinn í Strandasýslu, er rétt
sunnan við Geirhólmsnúp og nær að Bjarnarfirði nyrðri. Víkin
er mjög grunn og boðar og sker ná langt út frá ströndinni. Eins
og nærri má geta er þarna mjög brimasamt og sigling ekki
möguleg nálægt landi, nema í stilltu og kyrru veðri. En vegna
þess hversu grunn víkin er, nær brimið langt á haf út svo víkin
verður eins og ólgandi suðupottur, sérstaklega í norðaustan átt-
um, en þá kemur vindáttin beint af hafi.
Þar sem víkin er grunn, vex mikið af þara á grynningunum.
Brimið rótar botngróðrinum upp og fleygir honum upp á
ströndina, þar sem hann myndar stór þarabrúk, sem er hið besta
fóður fýrir sauðfé og góð viðbót við annað fóður. Þegar bóndinn
setti á fýrir veturinn reiknaði hann alltaf með fjörubeitinni. Hún
var stór þáttur í vetrarfóðrinu. Fjörubeitin er einn af góðum
kostum jarðarinnar. Ef fjörubeitin brást, þá var bústofninn í
hættu.
Fjaran er aðgangur að lífríki hafsins. Hún var full af lífi. I þar-
anum sem rak á land fýlgdu alls konar skeldýr og ormar, sem
129