Strandapósturinn - 01.10.2001, Síða 138
árás. Við vildurn vita hvort einhver hafði komist lífs af. Aðeins á
stöku stað fundum við polla bak við stór björg í fjörunni, sem
höfðu sloppið við eyðilegginguna. Annars var allt dautt og líf-
vana. Gnægtarborð fjörunnar var eyðilagt.
Þegar við komum heim úr þessari fyrstu fjöruferð eftir ískom-
una, spurðum við föður okkar um, hvort aldrei kæmi aftur gróð-
ur og skeljar í fjöruna. Jú, á nokkrum árum mun fjaran jafna sig.
Þetta gerist alltaf þegar ís kemur. Hann nuddast við steina og
sker, skefur allan gróður af og brýtur að sjálfsögðu öll skeldýr
með þunga sínum. Strax og hlýrri sjór kemur, fer þangið að vaxa
og annar gróður kemur eitthvað seinna. Það fer eftir, hvort hlýi
hafstraumurinn er sterkari en sá kaldi. Hlýi straumurinn ber
með sér mikið af næringarefnum og fijókornum, svo þetta er
fljótt að koma aftur, ef skilyrði eru góð. Við höfðum von um að
aftur kæmi líf í fjöruna.
Nú réðu sunnan- og suðvestanáttir ríkjum í veðurfarinu og
allur ís hvarf á braut, nema borgarísjakarnir, sem voru strandað-
ir á grynningunum út af víkinni. Kindurnar gripu í tómt, þegar
þær komu niður í fjöruna og urðu að láta sér nægja þarabrúkin
frá því um haustið, en ekki man ég annað, en að allar skepnur
hafi vel fram gengið eftir þennan minnisstæða vetur.
Einn daginn bar gest að garði. Þá höfðu liðið margar vikur, ef
ekki mánuðir frá því að gest bar að garði svo okkur þyrsti í frétt-
ir. Ailir settust í kringum gestinn og væntu þess að hann segði
frá einhveiju markverðu. Hvert orð sem hann sagði var vegið og
metið.
Helstu fréttirnar, sem aðkomumaður sagði frá, var að hvíta-
björn hafi verið unninn í Drangavík, sem er annar bær sunnan
frá Skjaldar-Bjarnarvík, og hvernig staðið var að bjarndýrsdráp-
inu. Þetta þóttu okkur merkilegar fréttir, því hestarnir okkar
gáfu til kynna að eitthvað slíkt hefði verið í námunda við bæinn
okkar einn daginn sem ísinn þakti ströndina og sjóinn. Við
minntumst þess, hvernig hestarnir hegðuðu sér er þeir komu
hlaupandi heim um rniðjan dag og voru rnjög órólegir. Nú feng-
um við það staðfest, sem faðir okkar sagði, að þeir höfðu skynj-
að merki um hættu. Vindurinn stóð af ísnum, svo líklegast er að
136