Strandapósturinn - 01.10.2001, Page 139
þeir hafi fundið lykt af bjarndýrinu, sem hefur verið á rölti á ísn-
um fyrir utan.
Við fréttum að ísinn hafði ekki náð langt inn í Húnaflóann og
Norðlendingar hefðu mikið til sloppið við hann. Hornstrandir
liggja vel við ísrekinu að norðan og ekki þarf nema breyta lítið
eitt um átt eða strauma, svo að hann snerti Horn og umhverfi
þess.
Smám saman fóru fuglar og selir að týnast aftur á sínar heima-
slóðir og allt að færast í fýrra horf, en vegsummerkin eftir ísinn
myndu enn lengi sjást á skeijum og fjörum, en það er furðulegt,
hvað endurnýjunarmáttur náttúrunnar er mikill. Jafnvel þó eyði-
legging fjörunnar hafi verið svo að segja alger, þá er strax byij-
að að byggja upp á ný.
Þetta var svo sem ekki í fyrsta sinn, sem ísinn huldi strönd og
sæ á norðvestur hluta Vestfjarða. Ef við töluðum um þessa ís-
komu við eldri kynslóðina sem mikinn ís, fengu við að heyra hjá
þeirn, að þetta hafi aðeins verið hrafl og staðið stutt. Sjálft
mundi það eftir ennþá stórkostlegri hafísárum sem komu fyrr
og stóðu langt fram á sumar.
Já, það er satt, Strandmenn hafa oft verið hart leiknir af
óblíðri náttúru og fara af því ýmsar sögur, sem væri forvitnilegt
að rifja upp. Þá kæmi ýmislegt furðulegt í ljós.
Kópavogi 20. janúar 2001
137
L