Syrpa - 01.03.1949, Síða 5

Syrpa - 01.03.1949, Síða 5
hafa peir allir haft, og lagt frarn alla sína krafta til þess að fá sínum fyllstu kröfum framgengt; en þar hefur verið við ofurefli að etja; hingað og ekki lengra kiornust þeir. En þeir hafa álitið rétt- ara að láta íslenzku þjóðina í heild sinni eiga kost á að greiða atkvæði um. þetta mál, heldur en feila það strax rneð sjö atkvæðum frá hennar dómi, þrátt fyrir það þó þeir vœru ef til vill ekki ánœgðir með úrslitin. Það, sem nú liggur fyrir, er að fella þetía frum- varp, og það mun veitast létt. Um hitt munu skiþtar skoðanir, hvort nú skuli þegar haldið fram algjörðum skilnaði eða láta sambandið við Danmörku haldast fyrst um sinn eins og það nú er. Um þetta atriði skulum vér ekki ræða að þessu sinni, en vér vonum, að hugsjón flesira Íslend- iriga sé lík því, sem skáldið kvað: „Svo frjáls vertu, móðir, sem vindur á vog, sem vötn þín með straumunum þungu, sem himins þíns bragandi norðljósa log og Ijóðin á skáldanna tungu, Og aldrei, aldrei bindi þig bönd nema bláfjötur Ægis um klettótta strönd.“ Hinn 13. maí 1908 birtist framanritað sím- skeyti og ritstjórnargrein í blaðinu Austra á Seyðisfirði; skeytið er sams konar og kom í Isa- fold tveimur dögum áður, en greinin sýnir eitt hið fyrsta viðbragð dagblaða og þjóðar, þegar fréttir fóru að berast af samningsuppkasti milli- landanefndarinnar svonefndu. Austri var þá gef- inn út af erfingjum Skapta Jósefssonar og var heimastjórnarblað, en mál manna var, að höfund- ur greinarinnar væri Sigríður Þorsteinsdóttir, ekkja Skapta. (Undir greininni stendur aðeins ,,Ritstj.“.) Væri það skemmtilegt fyrir íslenzkar konur, ef hægt væri að færa á það sönnur, að ein hin fyrsta opinbera afstaða, sem tekin var til frumvarpsins hér heima á íslandi, hafi verið tekin af konu, og það á svo drengilegan og skel- eggan hátt sem greinin ber vitni um. Það stóð þá heldur ekki á því, að þjóðin svar- aði líkt og greinarhöfundur gerir ráð fyrir. Mað- ur, sem þá átti heima á Seyðisfirði, minnist þess, að boðað var til borgarafundar þegar í stað, og æsing manna og gremja var svo mikil, að enginn einasti maður mælti frumvarpinu bót. Svipaða sögu var að segja víðs vegar að um landið. Það var sem stormhvinur færi yfir byggðir og bæi og svipti í einu vetfangi burtu allri lognmollu. Það vor varðaði þjóðina um það eitt að semja ekki af sér vonina um fullkomið sjálfstæði, að gera ekkert það, er bindi niðjunum bagga ófrelsis og ánauðar. Þegar ég nú lít til baka til þessa vors, 1908, finnst mér það vera stórkostlegt að hafa lifað þann tíma og tekið þátt í því, sem þá gerðist. í raun og veru hafði þjóðin bundið miklar vonir við utanför sjömenninganna. Kóngurinn, Friðrik VIII, hafði unnið sér vinsældir hér, er hann heimsótti landið árinu áður, og menn trúðu því, að hann myndi vilja leysa sambandsmálið þannig, að íslendingar mættu vel við una. Því meiri urðu vonbrigðin, þegar fréttir fóru að berast af upp- kastinu; kóngurinn mun þó að sjálfsögðu hafa átt í því lítinn þátt, en þá fyrst keyrði um þver- bak, er það fréttist, að sex íslendinganna hefðu skrifað undir það — Skúli einn sagði nei. Hér í Reykjavík var það Björn Jónsson, rit- stjóri ísafoldar, sem stóð fyrir andstöðunni. Sá maður átti eld í æðum og kunni að kveikja í öðrum, enda rnargir ötulir andans menn, sem fylgdu lionum að málum. Menn söfnuðust saman í smáhópa, umræðuefnið var eitt, og aðeins eitt, menn gleymdu jafnvel daglegu striti um stund, hjörtun brunnu, augun loguðu, ísland hrópaði á börn sín til þeirrar einu varnar, sem friðsöm, vopnlaus þjóð á kost á, þeirrar að semja ekki sjálf af sér frelsið, leggja ekki sjálf á sig hlekkina. Ég dvaldist í Hafnarfirði þetta vor, og ég minnist þess, að Ögmundur Sigurðsson, skóla- stjóri, sem staddur var í Reykjavík daginn, sem skipið með sexmenningana kom þangað, sagði mér frá því, að ólgan liefði verið svo mikil í bænum, að til hefði staðið að safnast saman á aðalbryggjunni og taka á móti þeim á viðeigandi hátt, er þeir kæmu í land. Af þeim móttökum hefði þó ekki orðið sem betur fór, því að nelnd- armennirnir liefðu farið í land einn og einn í bát og ekki að aðalbryggjunni. Síðan hófst kosningaundirbúningurinn og kosningarnar, sem eins og kunnugt er lauk með algerum sigri þeirra manna, sem andvígir voru frumvarpinu. Og enn hitnar gömlu fólki í hamsi, er það lnigsar til þessara tíma. Sunnudagsmorguninn 13. marz 1949 fluttu morgunblöðin og hádegisútvarpið þá frétt inn á SYRPA 41

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.