Syrpa - 01.03.1949, Síða 6

Syrpa - 01.03.1949, Síða 6
íslenzk heimili, að nóttina næstn á nndan hefði hálf ríkisstjórnin íslenzka flogið vestur til Banda- ríkjanna, að því er manni skildist í boði Banda- ríkjastjórnar, en án þess að Alþingi eða íslenzka þjóðin væri að spurð, í því skyni að ræða um þátttöku Islands í hervarnarbandalagi. Sú þátt- taka getur vitanlega ekki verið í öðru fólgin en að við lánum erlendri stórþjóð, okkur miklu hættulegri en Danir voru nokkurn tíma, land og hafnir til hernaðaraðgerða, sem við getum engu urn ráðið, hvernig hagað verður. Þennan sunnudag skein sólin glatt í heiði, landið okkar skartaði í sinni dásamlegustu vetr- arfegurð, en það var skyndilega sem útfarar- og dauðablær legðist yfir allt. Voru dagar íslenzku þjóðarinnar nú taldir, ef til vill í nánustu fram- tíð, átti nú að fórna menningu hennar og lífi á altari herguðsins til varnar stórþjóðinni í vestri? Var það til þessa, sem barizt var og neitað að semja af sér rétt 1908, til þessa eins, að við urðum sjálfstæð þjóð 1918 og lýðveldi 1944? Þreyjulaus ráfa ég fram og aftur, hvar á ég að vera í dag, hvernig get ég látið þennan dag líða? Og hugur- inn leitar enn til vorsins 1908, til konunnar, sem sjáfsagt allra manna bezt man atburði þess vors af núlifandi íslendingum. Hana vil ég liitta í dag, og ég legg af stað að heimsækja frú Tlieódóru Thoröddsen. Frú Theódóra tekur mér vel að vanda, og þó er lienni þungt í skapi engu síður en ntér. Sjálf- stæði Islands og frelsi hefur verið lífshugsjón hennar, engu síður en manns liennar, Skúla Thoroddsens, og þó að hún sé nú 86 ára, er and- legt fjör hennar óbilað og baráttuhugurinn sá sami og áður. Hún segir mér, að hún telji það eitthvert mesta lán lífs síns, að í sjálfstæðismálinu standi börnin sín öll saman sem einn maður, þó að þau að öðru leyti fari sína leiðina hvert í stjórnmálum. „Annað hefði líka orðið mér þung- bært,“ bætir hún við. Svo leiðist talið að Dan- merkurförinni 1908. Hún fylgdi manni sínum þá út, því að hann var veikur og lagðist á sjúkra- hús til uppskurðar strax er nefndarstörfunum lauk. „Voru þetta ekki erfiðir dagar,“ spyr ég, „þegar maðurinn þinn stóð svona aleinn uppi í nefndinni?“ „Það voru svo sem ekki miklar róst- ur,“ svarar hún. „Maðurinn minn hikaði aldrei, og hinum nefndarmönnunum varð það strax ljóst, að það þýddi ekki að reyna að fá hann til að skipta um skoðun. Einu sinn tók þó einn þeirra að sér að reyna að tala um fyrir honum, og Skúli bað mig um að víkja mér eitthvað frá á meðan þeir töluðust við. Ég fór svo út og var lengi í burtu, en þess hefði ekki þurft, því að maðurinn gugnaði á öllu saman og kom aldrei. Einu sinni man ég eftir, að einn nefndarmann- anna kemur til mín og segir: „Jæja, þetta ætlar víst allt að ganga að óskum.“ „Ja, svei,“ sagði ég, „er ekki alltaf verið að slá af og slá af?“ „Jú-ú,“ sagði hann og samtalið varð ekki lengra. Frú Theódóra segir mér einkennilegan drauni í sambandi við þetta mái, draum, sem enginn skildi í fyrstu, en geymdist í ntinningunni vegna þess, hversu skrítinn hann var. Það var stúlka á heimili þeirra hjóna, sem dreymdi þennan draum- skömmu fyrir konungskomuna 1907, nærri því ári áður en uppkastið fræga var undirskrifað af íslenzku nefndarmönnunum 6. Stúlkan þóttist vera úti á rúntsjó á skipi með blaktandi dönskum fána. Allt í einu sér hún sjö selum skjóta upp kringum skipið, teygja sig upp úr sjónum og hneigja sig fyrir danska fánanum. Allir nema einn, hann tekur viðbragð og syndir til lands. Seinna þótti draumurinn skýrast nokkuð vel. Frú Theódóra segist ekki hafa fylgzt mikið með því, sem gerðist hér heima um vorið, því að hún var þá yfir Skúla veikum úti í Kaupmanna- höfn. Þegar þau hjón komu heim, var kosninga- undirbúningnum að niestu lokið, og frú Tlieó- dóra telur upp ýmsar þekktar sjálfstæðishetjur, sent ferðast höfðu um landið og undirbúið jarð- veginn. Þessum mönnum gleymir hún aldrei, þeir eru hennar menn, eins og hún líka veit, að ísland mun ekki gleyma þeim, á meðan saga þess er ekki saga útdauðrar þjóðar. í kosningununt unnu sjálfstæðismennirnir glæsilega sigra, en þó ltvergi eins og í ísafjarðarsýslu, þar sem Skúli Thoroddsen bauð sig fram, því að enginn þorði að bjóða sig fram á móti honum. Seinna sagði Guðjón Guðlaugsson, alþingismaður frá Ljúfu- stöðum, við frú Theódóru, að hann sæi eftir því, að ltafa ekki boðið sig fram á móti Skúla, því að sér hefði þótt ntinni hneisa að falla fyrir honum heldur en þeim manni, sem bar hann ofurliði í Strandasýslu. Ég spyr frú Theódóru hvaða þýðingu litin haldi, að það hafi haft fyrir ísland, að ekki var gengið að samningsuppkastinu 1908. Hún er ekki í miklum vafa um það. „Það ntyndi hafa seinkað 42 SYRPA -

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.