Syrpa - 01.03.1949, Síða 7

Syrpa - 01.03.1949, Síða 7
svo sjálfstæðisbaráttu okkar, ef við hefðunr sjálf samið af okkur réttinn til fullkomins sjálfstæðis, að sennilegt er, að við stæðum enn í þeim spor- um, sem Færeyingar standa nú. Baráttan 1908 er inngangíir sigranna 1918 og 1944.“ Þegar þau hjónin, Skúli og Theódóra komu heim úr utanförinni 1908, var þeim lialdið sam- sæti hér í Reykjavík, og tvö skáld fluttu þeim kvæði. Kvæði Þorsteins Erlingssonar byrjaði svona: Þeim svíður við hjartað. sem sæti áttu í skut og sjálfur réð stjórninni forðum, að taka nú gefins við hálfum hlut og hógværum skapraunar orðum. Vér þökkum þér, Skúli, að þri heldur heim með hendurnar tómar úr skiptunum þeim. Þar með erum við komnar inn á ljóðagerð og þar er frú Theódóra í essinu sínu. Það er eins og mér létti líka smátt og srnátt. Þjóðin, sem tók undir hið karlmannlega nei Skúla Thoroddsens 1908, hlýtur enn að vera sú sama. Hún mun enn geta sagt nei, hvað sem öllum utanstefnum líður, og þó að það kunni að reynast ómögulegt að sporna við kröfum stórveldisins, ef það telur dauða okkar nauðsynlegan sínu lífi, þá er þó betra að deyja með mótmælin á vörunum en að skrifa sjálfur undir og innsigla dauðadóm sinn. (16. marz 1949.) JÓHANNA KNUDSEN: Háskalegur misskilningur Skáleturskaflinn sem hér fer á eftir er þýðing á grein eftir skáldkonuna Laura Gaodman Salver- son, en hún er fyrsti ritstjóri tímarits, sem gefið er út í Winnipeg og nefnist ,,The Icelandic Cana- dian“ (íslenzki Kanadamaðurinn). Rit þetta hóf göngu sína árið 1942 og er málgagn fslenzka- kanadíska félagsins (The Icelandic Canadian Club). Kaflinn er meginhluti fyrstu ritstjórn- argreinarinnar í fyrsta hefti ritsins og má því líta á hann sem stefnuskrá þess. „Allar þjóðir tileinka sér einhver sérstök verð- mœti, einhverja sérstceða menningu, einhverja ódauðlega dyggð, sem þcer trúa fast,le;ga, að sé ómetanlegur arfur fyrri tíma. Islenzka þjóðin er engin undantekning. Við eigum okkar gullöld. okkar fornu, sígildu rithöfunda, og við stærum okkur af forfeðrunum, sem elskuðu frelsið meir en jarðeignir sínar og auðæfi. Okkur þykir gaman að sveiþa dýrðarljóma liina harðgeru Norðmenn, er námu fyrstir land okkar og stofnuðu þar at- hyglisvert lýðveldi og komu á fót fyrsta stjórnar- skipulagv, sem reist var á meginreglum lýðrœðis. Það er ekki nema gott eitt um það að segja, að við gerum gcelur við þessa arfleifð, og við ættum að muna fremur í auðmýkt en stolti, að við erum gæzlumenn menningarlegrar erfðavenju, að við erum synirog dætur hetjulegra manna og kvenna, sem hvorki harðstjórn eða ósegjanlegar þrautir gátu sveigt til, að livika frá bjargfastri trú sinni á megindyggðir frelsis og réttlœtis og virðuleik mannlifsins. En viðkvæmnisleg væntumþykja er ekki nóg. Það er ekki nóg að vera hreykinn af forfeðrum okkar. Við verðum að byrja að gera okkur Ijósa þá óumflýjanlegu staðreynd, að for- t.íðin lifir i okkur ,og deyr í okkur. Ollum arfi, hvort heldur efnislegum eða andlegum, er hægt. að sóa og glata, og þetta bruðl og þessi eyðing getur farið fram i hjarta og vitund hvers ein- staklings. ■ SYRPA 43

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.