Syrpa - 01.03.1949, Qupperneq 9

Syrpa - 01.03.1949, Qupperneq 9
land, hjúpáð minningum og þrá pabba eða mömmu, afa eða ömmu. Það, sem hér fer á eftir, er ekki ritað til þess að særa tilfinningar þeirra öldruðu landa minna, sem enn eiga um sárt að binda af þessum völdum. Eg bið þá um að setja sig í spor hinnar ungu kyn- slóðar og reyna af fremsta megni að skilja, að það er hvorki ótryggð né ódyggð, sem rekur hana út á hinar nýju brautir, heldur eðlileg og djúp- stæð þörf og skylda. Og ég bið þá einnig um að reyna að átta sig á sjónarmiði okkar, sem ótt- umst nú um framtíð hinnar íslenzku þjóðar og alls þess, sem okkur og þeim sjálfum er kærast. Ef til vill finnið þér einmitt í þessu sambandi tækifæri til hinztu þjónustu við það land, sent þér hafið rnisst og harmað. Tímaritið, sem að ofan getur, hljóp af stokk- unum skömmu eftir að Kanada fór í stríðið með Englandi, og markmið þess virðist vera þrefalt: 1) Að hvetja fólk af íslenzku bergi brotið til þess að átta sig á því, að það sé Kanadamenn, en ekki íslendingar. 2) Að uppörfa æskulýðinn til að færa sönnur á hollustu sína og ættjarðarást með því að ganga í herinn. 3) Að vinna að því að varðveita hinn íslenzka menningararf. Önnur höfuðgreinin í þessu fyrsta tölublaði er eftir W. J. Lindal, dómara. og heitir „Eívar stönd- um vér?“ Þar segir m. a.: . . Á þessum, timnm (þ. e. þegar nazism- inn ógnar öllu mannkyni) verður hver sú þjóð, er þráir sjálfstjórn af einhverju tagi, og liver einstaklingur, sem hafa vill að ein- hverju leyi-i sjálfur hönd í bagga með lifi sinu og örlögum, að spyrja sjálfan sig: Hvar stöndum vér? Og vera má, að sumir þeirra sona þessa lands, sem hvorki eru af frönskum né engil- Saxneskum uppruna, hafi meiri en eina ástæðu til þess að velta þessari spurningu fynr sér. Feður þeirra \og mœður fluttust hingað til Kanada úr ýmsum þjóðlöndum Evrópu. Fyrir þá er það ekki sársaukalaust að sjá margt af því, sem þeim er hjartfólgið, hverfa algerlega eða renna inn i hið kanad- iska þjóðarhaf. Þeir eru hröðum skrefum að verða Kanadamenn; þeir eru orðnir Kan- ádamenn. Þó eru þeir þessa stundina svo að segjá staddir á krossgötum. Þeir hafa þvi tvöfalda ástœðu til að spyrja: Hvar stöndum vér? Við, Kanadamenn af íslenzkum uppruna, megurn þar úr flokki tala. Við höfum verið liér rúma þrjá mannsaldra. Flestir braut- ryðjendurnir eru látnir, fórnir þeirra og þrekraunir lifa enn i hjörtum okkar. En við horfum í aðra átt, áttina til okkar eigin lands, áttina til Kanada .. .“ Það er engum vafa undirorpið, að þannig hugs- ar meginhluti þess þjóðarhrots í vesturheimi, sem við höfum talið íslenzkt. Og þó að mörg okkar kunni að svíða þetta sárt, þá höfum við engan rétt til að áfellast neinn fyrir það. Ef við ætlum að viðhalda þeim tengslum og þeirri vináttu, sem okkur er svo mikils virði, þá verðum við að reyna að átta okkur til fulls á því, hvernig í þessu ligg- ur. Fæst þetta fólk hefur séð ísland öðruvísi en gegnum syrgjandi augu annarra. í brjóst margra þeirra hefur í barnæsku verið sáð aðdáun og óljósri þrá eftir óþekktu, fjarlægu landi, og oft á tíðum endist sú kennd til æviloka. En hitt er sjálfsagt heldur ekki fátítt, að hinn eilífi lof- söngur eldra fólksins um dásemdir hins horfna lands og fastheldnin við erlenda tungu og minn. ingar, hafi orðið til þess að vekja andúð og upp- reisnaranda unglinganna, enda bendir sumt í margnefndu riti til þess að svo sé. (Sjá t. d. grein dr. Jóns Jóhannessonar í 2. hefti Syrpu 1947.) Og þurfum við að undrast það? Ef við lítum í eigin barm, skiljum við þetta strax. Hér á landi er margt fólk af erlendum uppruna, og við gerum skilyrðislaust þá kröfu til þess, þegar eftir 10 til 20 ára dvöl, að það hugsi, tali og finni til eins og Islendingar, — hvað þá annar ættleggur- inn, að ekki sé minnzt á þann þriðja. Þó að Tlior Jensen væri danskur niaður og flyttist ekki til íslands fyrr en á unglingsaldri, þá litum við á hann eins og Islending, og engum lifandi manni dettur í hug, að börn hans séu dönsk eða telji sig það. Þessa tiltrú okkar höfum við sannað eins og frekast má verða með því að fela syni hans tímum saman æðstu völdin í landinu og hafa hann framarlega í fylkingu í síðustu átökum okk- ar við Dani; ég veit ekki til, að honum hafi nokk- urn tíma verið brigzlað um það, jafnvel í hinum illvígustu deilum, að liann drægi taum Danmerk- SYRPA 45

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.