Syrpa - 01.03.1949, Page 10

Syrpa - 01.03.1949, Page 10
ur í þeirri viðureign. Og hvað sem annars má um þá ráðstöfun segja, að meginið af utanríkismálum okkar skuli nú beint eða óbeint vera í liöndum þessarar fjölskyldu, þá bendir það ekki til þess, að við teljum hana útlenda. Þó er hér aðeins um fyrsta ættlegginn að ræða. En úr því að við erum svo kröfuhörð gagnvart þeim útlendingum, sem setjast að í okkar landi, nær þá nokkurri átt að ætlazt til þess, að Kanadaþjóðin geri engar kröfur til þriðju og fjórðu kynslóðar þess fólks, sem leitað hefur hælis þar í landi? Hvernig hefðum við t. d. tekið því, ef heyrzt hefðu frá Danmörku raddir um það, að Ólafur Thors væri að svíkja föðurland sitt, Danmörku, með því að vinna að skilnaði ríkjanna og afnámi hins sameiginlega konungdóms? Ég þekki trúan og tryggan íslending, sem fór vestur um haf fullvaxta maður og þjáðist af óyndi í meira en fjörutíu ár. Staka þessi, sem liann kastaði eitt sinn fram eftir hér um bil tuttugu ára dvöl, sýnir nokkuð inn í liuga lians: Nýjum vítum braut ég brýt, breyti lítið högurn. Út ég slít við enskan skít einskisnýtum dögum. Þessi maður hefur jafnan átt heima í íslendinga- hverfinu í Winnipeg, og hér um bil einvörðungu umgengizt íslenzkt fólk; liann er kvæntur ís- lenzkri konu, sem fluttist vestur beina leið úr íslenzku sveitahéraði, þegar hún var um tvítugt, og talar enn í dag miklu fremur íslenzku en ensku. Hann elskar og dáir íslenzka tungu og ís- lenzkan skáldskap og liefur öll þessi ár lesið allt það, sem liann hefur getað höndum undir kom- izt af íslenzkum fræðum, enda liafa íslenzkar bækur jafnan verið á takteinum á heimili hans. Eigi að síður fór það svo, að af fimm börnum þeirra geta aðeins tvö hin elztu talað Winnipeg- íslenzkuna nokkurn veginn lýtalaust, hið þriðja getur dálítið talað, en ekkert skrifað, og tvö hin yngstu hvorki talað né skrifað. Framan af ætlaði þessi íslenzki útlagi að halda því til streitu, að íslenzka væri eingöngu töluð á heimilinu og banna börnunum að láta sér enskt orð um munn fara þar; en þegar þau fóru að ganga á enskan skóla og eignast enskumælandi stallsystkini, þá gerði hann sér ljóst, að slíkur tvískinnungur hlyti að verða börnunum þvingun og kvöl, honum skildist, að hann hafði engan rétt til að svipta þau þeirri hamingju að eiga sér föðurland heil og óskipt. Þess vegna fórnaði hann eigin tilfinn- ingum og gaf börnum sínum af fúsum vilja það frelsi til að velja og hafna, sem þeim bar. Von- leysi heillar ævi hafði kennt honum, að enginn getur átt nema eitt föðurland. En er nokkur ástæða til þess að vera að rifja þetta upp nú? Getur það nokkuð sakað, þó að við höldum áfram að lifa í fallegum draumi? Já, það getur sakað og liefur sakað. Málum er nú svo komið fyrir okkur íslending- iim, að ekki er annað sýnt, en að ný herseta geti skollið yfir ltvenær sem er. Það er ekkert annað en óvita fleipur að halda því fram, að Banda- ríkin hefðu gert þátttöku íslands í Atlantshafs- bandalaginu að skilyrði fyrir hlutdeild sinni í því, eingöngu til þess að tryggja samúð þeirra 1 ‘50 þúsund sálna, sem við þetta útvígi loða. Það, sem þau sækjast eftir, eru fullkomin og frjáls afnot af landinu handa þeim lier og undir þau hergögn, sem herfræðingarnir telja að á þessurn púnkti í hernaðarkerfinu þurfi að vera á hverjum tíma. Orðalag samningsins eða hinar óviðurkvæmilegu skýringar talsmanna hans á honum blekkja engan mann, heilan á sönsum. Og þó að við vonumst auðvitað eftir því í lengstu lög, að eitthvert krafta- verk eigi sér stað til þess að bjarga okkur, ein- hver skyndileg breyting verði á hernaðartækn- inni, sem dragi úr hinni hernaðarlegu þýðingu landsins, þá væri það óðs rnanns æði að gera ekki ráð fyrir voðanum og búa sig undir að verjast honum að því leyti, sem hugsanlegt er, að í okkar valdi standi. Að vísu getum við ekkert gert til þess að' bægja frá okkur þeim skelfingum, sem ógna lífi og limum, ef hér verður her-„vemd“ á meðan kjarnorkustyrjöld geisat;, en ýmislegt er aftur á móti hægt að gera til að draga úr þeirri hættu, sem siðgæði þjóðarinnar, sjálfstæði henn- ar og tungu stafar af þaulsetu erlends hers. í því efni ætti reynslan af hinni nýafstöðnu hersetu að geta komið að notum, og verður það þá áreiðan- lega hið eina gagn, bæði fyrr og síðar, sem af henni getur hlotizt okkur til handa. Og hvaða lærdóm má þá draga af þeim dýr- keypta skóla? EFm það geta ekki orðið skiptar skoðanir, hann er augljós og felst í einni setningu: Við verðum að forðast allt persónulegt samneyti við setuliðsmennina. Við höfðum ekki vit á þessu 1940. Þá var fyrsti 46 SYRPA

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.