Syrpa - 01.03.1949, Síða 11

Syrpa - 01.03.1949, Síða 11
boðskapur ríkisstjórnarinnar þessi: Takið her- mönnunum eins 02' gestum. Nú veit hvert mannsbarn í landinu hvað sú gestrisni kostaði, svö að leiðbeiningar stjórnar- valdanna í því efni eru óþarfar. Norðmenn vörðu heiður sinn í hinu þýzka hernámi með því að sjá ekki hermennina, og okkur væri sómi að taka þá aðferð þeirra til fyrirmyndar. En því miður stöndum við verr að vígi en þeir, a. m. k. að því er þessi atriði snertir: 1) Þjóðverjar komu með ófrið á hendur Norð- mönnum, og var viðnám því sjálfsagt, en Banda- ríkjamenn munu koma hingað sem „verndarar“ og „samningsbundnir samherjar“ í hernaðar- bandalaginu. Bæði þeir og margir íslendingar munu því líta á komu þeirra eins og vináttubragð og telja afskiptaleysi ókurteisi. 2) Vegna spillingaráhrifanna frá hernáms- og her„verndar“árunum er nú fjöldi manna hér svo blindaður af útlendingadekri og fjárgræðgi, að tilgangslaust er að reyna að koma fyrir þá vitinu. Þeir munu taka nýjum her tveim höndum, enda eiga þar marga kunningja. 3) Við höfum engan her eins og Norðmenn, og í augum æskulýðs okkar verða því yfirburðir hinna einkennisklæddu útlendinga enn meiri en ella og aðdráttaraflið eftir því. 4) Vestur-„íslendingar“ munu koma hingað með herliðinu eða jafnvel á undan því og taka upp hina sömu iðju og árin 1941—4fi. Það er einmitt hið síðasttalda atriði, sem er tilefni þessarar greinar. Ég efast ekki um, að frændur og vinir vestan hafs muni líta upp stór- um augum, ef þeir rekast á þessar línur, og það er ekki nema von. Þeir hafa enga hugmynd um þann raunalega þátt, sem „drengirnir“ þeirra áttu í því að svæfa heilbrigða þjóðerniskennd okkar á hersetuárunum, hvernig þeir vöfðu blaða- mönnunum um fingur sér og þar með almenn- ingsálitinu, hvað þeim tókst það undur vel að „bæta sambúðina" og koma hér á því niðurlæg- ingarástandi, sem nefnt er stundum „fyrirmyndar- hernám“, — eða her„vernd“, ef það orðalag þykir betur hæfa. Og allt heppnaðist þetta fyrst og fremst vegna þeirrar barnalegu hjátrúar, sem hér hefur ríkt, að þessir menn væru Islendingar í lrúð og hár og bæru hag íslands fyrst og fremst fyrir brjósti. Undarleg þoka hvíldi yfir þeirri stað- reynd, að þeir uoru hér eingöngu í erindum sinn- ar eigin þjóðar, og að þeim bar óvéfengjanleg skylda til að inna þau samvizkusamlega af hendi — hvað sem hagsmunum okkar leið. Góðir vinir Valdimars Björnssonar hafa fullyrt það í mín eyru, að aldrei muni-það hafa flögrað að honum, að hlutverk hans hér væri óviðfelldið. Ég vil trúa þessu, en heldur þykir mér þó lítið gert úr heil- brigðri dómgreind þessa vel viti borna og ver- aldarvana starfsmanns í „upplýsinga“-þjónustu 11 ernaðars tórveld is. Dr. Richard Beck Iiafði þessf orð eftir biskupi Islands, er liann var á ferð sinni um Ameríku 1944: ,,Hin þcegilega framkoma islenzkumœlandi manna í her Bandaríkjanna á Islandi hefur unnið þeim virðingu og vináttu íslenzku þjóðarinnar. Það mœtti jafnvel segja, að hin rótgróna andúð þjóðarinnar á einkennis- klœddum hermönnum hefði dvínað við það, að menn, sem klœddust einkennisfötum, gátu mcelt á íslenzka tungu . . .“ Ég hygg, að biskup vor hafi aldrei í embættistíð sinni liitt naglann eins vel á höfuðið og þegar hann ávarpaði Vestur-„íslendinga“ þessum orð- um. Skaðsemin af dvöl þeirra og starfi hér var einmitt fyrst og fremst í því fólgin, að þeir sættu okkur við hersetuna, veiktn vilja þjóðarinnar til að spyrna við fæti, þar sem menning hennar og sjálfstæði var í veði, sljóvguðu dómgreind hennar svo mjög, að ;in þeirra tilverknaðar er Jjað öld- ungis óvíst, hvort við sætum nú í þeim gapa- stokki, sem raun er á orðin. Okkur Islendinga langar til þess eins og aðra siðaða menn að lifa í sátt og samlyndi við aðra. En við erum svo fáir og smáir, að við þolum ekki vinsamlega sambúð við erlendan her í landinu, hvernig sem á veru hans stendur. Ef við veitum okkur þann munað til lengdar, kostar það ekkert minna en tilveru okkar. Það er því óhappaverk gagnvart íslenzkri þjóð að „bæta“ sambúð henn- ar við útlent setulið. Á hernámsárunum var fjölda manna hér á landi fyllilega ljóst það tjón, sem Vestnr-„íslend- ingarn ir“ unnu, en vegna hinna gömlu tryggða- banda varð enginn til að kveða upp úr uin það. Nú verður ekki hjá þessu komizt, sagan má ekki endurtaka sig. Þess vegna skorum við á Valdimar Björnsson og alla samstarfsmenn hans með ís- lenzka blóðdropa í æðum: KOMIÐ F.KKI AFTUR! SYRPA 47

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.