Syrpa - 01.03.1949, Page 13

Syrpa - 01.03.1949, Page 13
hamingjunnar, lilýðið á: Er þér hafið náð því takmarki, sem fjöldinn þráir, lagt honum í skaut allsnægtir jarðar, séð honum fyrir skammvinnu erfiði og ríkulegum tómstundum til nautna og skemmtana, þá leggið við hlustirnar og reynið að skynja skóhljóð Ahasverusar í sandinum, — sólargeislarnir leika um bleika hönd hans, hann ber að dyrum í ríki yðar með aldagömlum staf sínum: Island er líka að leita að manni Síðan þetta rit kom út síðast, hafa verið stigin ljót spor í sögu Islands. Við höfum verið látin þiggja ölmusu frá erlendu stórveldi, og þar með lýst yfir fjárhagslegu ósjálfstæði þióðarinnar. Ríkisstjórn okkar sendi nýlega frá sér svo- hljóðandi tilkynningu: „Efnahagssamvinnustofnunin í Washington samþykkti 10. marz að veita íslandi framlag án end- urgjalds, að upphæð 2V2 milljón dollara, eða sem svarar 16.250.000 krónum." Öllum ærukærum Islendingum hnykkti við þessa fregn. Hver hefur veitt stjórninni heimild til þess að beiðast slíkrar fjárgjafar eða þiggja hana? Og fyrir hvað fær hún hana? Tveim dögum síðar fór helmingur ríkisstjórnarinnar skyndilega og án vitundar þings og þjóðar á fund þeirra erlendu þjóðhöfðingja, sem gjöfina gáfu, og hefur síðan hún kom heim aftur einskis látið ófreistað til þess að gylla fyrir þjóðinni tilboð þeirra um HERNAÐARBANDALAG Þegar þessar línur eru ritaðar er Alþing að ræða um að þvinga þjóðina inn í þetta bandalag. þrátt fyrir hörð mótmæli tugþúsunda kjósenda og margviðurkenndan, rótgróinn friðarvilja þjóðarinnar. Ef þetta heppnast, ef Alþingi samþykkir hinn hættulega og loðna samning, sem fyrir liggur, þá hafa þeir ráð- herrar og þingmenn, sem nú loka sig inni í sölum Alþingis og gera í ræðum sínum opinskátt gys að hlutleysisstefnu þjóðarinnar, þar með tekið á sínar herðar alla ábyrgð á því, að Island verði boðið fram sem vettvangur styrjaldar, ef til hennar kemur. að þjóðin afsali sér umráðarétti yfir ákveðnum hlutum landsins og eigi á hættu að hér setjist upp erlent herlið hvenær, sem bandalagsaðilum eða stríðsæsingamönnum í stjórn landsins bíður svo við að horfa, að Islendingar gerist samsekir um mesta glæp veraldarsögunnar, styrjöld með kjarnorkuvopn- um, og að þjóðin eigi á hættu að henni verði gjöreytt úr landinu og að öll íslenzk menningarverðmæti verði eyðilögð. Islenzka þjóðin þvær hendur sínar. Hún bíður nú skelfd eftir úrslitum, en vonar fram á síðustu stundu, að trúnaðarmenn hennar átti sig. Guð íyrirgefi þeim ef þeir svíkja hana íslandssagan gerir það aldrei! „Ég er að leita að manni!“ Hann gengur . . . hann gengur .. . land úr landi, öld eftir öld heldur Gyðingurinn gangandi leiðar sinnar og finnur enga hvíld. O, hvenær verður þessu ferðalagi lokið, — hve- nær finnur maðurinn sjálfan sig? (H. fí. þýddi úr dönsku.) SYRPA 49

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.