Syrpa - 01.03.1949, Page 15

Syrpa - 01.03.1949, Page 15
starfs og skemmtana, og hafa góð skilyrði til loft- ræstingar og snyrtingar. Þó er hér sú nndantekn- ing, að á síðustu áratugum hefur það farið all- mikið í vöxt, að menn noti svefnherbergi sitt jafnframt sem setustofu og hafi þar sérstakan stað til að sinna hugðarefnum sínum eða störfum. Þetta tvennt er oft hægt að sameina með góðum árangri. Gott svefnherbergi þarf að vera bjart og hlýtt með nægri loftræstingu. Frágangur á gluggum ö O O O O OO þarf að vera þannig, að hægt sé að hafa þá opna um nætur án þess að þeir skellist eða hrikti í þeim. Gluggatjöldin hafa mikla þýðingu livað hlýju og birtu svefnherbergisins snertir og verð- ur vikið að þeim í grein síðar. Þegar hurðir og gluggar eru teiknaðir, ætti að taka fullt tillit til húsgagnanna, sem eiga að vera í herberginu, og jafnframt eiga rúmin að standa þannig, að birtan falli á þau frá hlið, en höfðalagið snúi ekki beint við birtunni. I herberginu þarf að vera heildar- lýsing ásamt lömpum á snyrtiborði og leslömp- um á náttborði eða fyrir ofan rúrnið. Séu leslamp- ar á náttborðinu, skal gæta þess, að þeir séu svo háir, að hægt sér að lesa við þá án þess að halla skermunum á alla vegu. Einnig er hagkvæmt að setja ljósaperur í innbyggða skápa og hirzlur á sama hátt og gert er í ísskápum. Um litaval í svefnherbergi er engin algild regla önnur en sú, að litirnir séu rólegir og iivílandi fyrir augað. Þar, sem því verður komið við, er æskilegt að skipta rými því, sem ætlað er til svefnherbergja í tvennt, þannig að annars vegar sé snyrti- og bún- ingsherbergi með innbyggðum skápum, og hins vegar svefnherbergi. Það hefur m. a. þann mikla kost, að hægt er að klæða sig í hlýju herbergi, þó að gluggar svefnherbergisins séu opnir allan sól- arhringinn. Ég mun þó ekki ræða þessa skiptingu nánar hér, heldur beina athyglinni að útbúnaði vanalegs svefnherbergis. í svefnherbergi skipta rúmin mestu máli. Hver og einn velur auðvitað hjónarúm eftir eigin geð- þótta. Þó skal bent á það, að tvö rúm, sem geta staðið saman eða sitt í hvoru lagi eftir vild, eru að öllu leyti ákjósanlegri heldur en eitt stórt. Fæstir gera sér grein fyrir því, hversu erfitt er að hjúkra manni í tvöföldu rúmi; ennfremur er að öllu leyti örðugra að búa um og pvo undir slíku rúmi. Auk þess hvílist maðurinn bezt sér í rúmi. Oftast nær er það konan, sem ræður húsbúnaði svefnherbergisins eins og annarra lierbergja, og góð eiginkona skyldi ekki láta það henda sig að bjóða manni sínum svo stutt rúm, að hann þurfi að liggja í ótal hlykkjum. Stuttar sængur eru líka illa til þess fallnar að bæta morgunskap ektamakans, og hætt er við, að sú kona, sem hefur lökin svo lítil, að bóndinn vakni með þau um hálsinn, haldi ekki upp á gull- bn'iðkaup sitt nteð þeim manni. Rúmin geta verið úr hvaða viði sem er, máluð eða póleruð eftir smekk hvers og eins, en fólk, sem á börn, ætti ekki að kaupa viðkvæm, hápóler- uð og útskorin rúm. Þeim peningum væri betur varið til kaupa á vönduðum dýnum og sængur- fatnaði, því að það verður seint ofmetið að hvílast á góðum dýnum og við hlý rúmföt. Rúmin ættu heldur ekki að vera svo lág frá gólfi, að hjúkrun fÖ~]. I o 1 SYRPA Rúmin geta staðið i herberginu eftir vild. 51

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.