Syrpa - 01.03.1949, Page 18

Syrpa - 01.03.1949, Page 18
in, sem talin hafa verið, en áratug eldri en Gest- ur Pálsson og Stephan G. Stephansson. Hann óx við misjafna aðbúð, og nreð fullorðinsárum gaf hann sig þunglyndi og drykkfeldni sinni á vald. Þess vegna kom aðeins fátt af því fram, senr í hon- um virtist búa, og konr oft í öðru formi en skyldi. Engu að síður náði hann þjóðlrylli, og ekki að ástæðulausu. Eitthvert nrerkasta kvæði hans er viðtal við Dettifoss; Kveður þú ljóð unr lrali lrorfna og hetjulíf á fyrri öld, talar þú nrargt um frelsið forna og frægðarinnar dapra kvöld. Ljósgeislar á þér leika skærir, liðnir frá sól í gegnunr ský; regnbogalitir titra tærir tröllauknum bárunr þínum í. Rómantísk beiting líkinganna er lrér snjöll. Sól- argeislarnir, breyttir í regnbogaliti við að fara gegnum ský og fossúða, eru viðeigandi lýsing leiksviðs, þar sem sýna skal hetjulíf og „frægðar- innar dapra kvöld“. Rökrétt lok kvæðis eru þáð, að yfir skáldinu sjálfu, föllnu fyrir aldur fram, skuli fossinn dynja á sönru lund: „í jörmunefld- nm íturmóði / yfir mér skaltu hlæja þá.“ En Kristján orti líka um karlmenni, sem barð- ist til að sigra, en eigi falla. Kvæðið Heimkoman er vinsælast af þeim ljóðunr hans. Þar er þetta: Ekkert vísar á leið, engin varða er nær, allt er voðalegt ferðlúnunt svein, myrkri fyrir og lrríð eigi faðmsbreidd hann sér, og hjá frostinu vægð er ei nein. En hann glottir við tönn, og unr gaddfreðið láð augum gætnunr hann lítur nreð ró, breytir stefnunni lítt, hefur storminn á hlið veður sterklega helkaldan snjó. Fjallaskáldið þekkti vel til þess, senr lrann var að lýsa. Fyrir það tekst honum allvel að ná þrótti í stílinn og veruleikaáhrifum. Hátturinn er auð- veldur, en braglýti í línunni: nryrkri fyrir og lrríð eigi . . . þar sem orðaröð truflast og fyrir ber stuðul. Nú er frost á Fróni — er úr sama umhverfi og miklu rímsnjallara kvæði. Andi beggja er hinn sanri. Ættjarðarkvæði Kristjáns eru sömu ættar, t. d. þetta: Norður við heimskaut í svalköldum sævi, svífandi heimsglaumi langt skilin frá, þrungin af eldi og þakin af snævi, Þrúðvangi svipuð með mjallhvíta brá, eykonan forna og alkunna stendur, ættarland Sögu og frelsisins skjól, þar senr að marghæfir mæringar endur nrenntunar vermdust af geislandi sól. Rónrantík Kristjáns er lrér senr víðar skyld Gröndal og varla djúpsótt, en glæsileik átti hún í söng. Síðustu orðin um nrenntun fornmanna í samanburði við almenning 19. aldar voru skáld- inu rík alvara. Frásagnargáfa Kristjáns hefur verið mikil. Veiðinraðurinn er dæmi hennar: Þars Missisippis megindjúp franr brunar í nryrkum skógi og vekur straumanið, þars aftangeisli í aldingulli funar og undarlegan hefja fuglar klið, þar sem úlfar þjóta um skógargeima og þreyttur lrjörtur veiðimanninn flýr, þars voðaleg með varúð áfram sveima í vígahug in skæðu panþerdýr, . . . nreð lröndum tengdum halur veiðilúinn og hafði byssu lagt á græna storð, ranrmlega vaxinn, röggvarfeldi búinn, við raust hann kvað og mælti þessi orð: Síðan rekur skáldið ævisögu veiðinrannsins og þýðir hana nreð bölsýni sín sjálfs. Allt kvæðið er vel ort, og söguþyrstir unglingar drukku það í sig langt fram á 20. öld, þótt lífsflóttinn, senr þar er mergur málsins, væri þeim ekki að skapi, ef til vill. Sé ádeila í þessu kvæði, er hún lítt markviss. Hins vegar var harðýðgi kirkjukenningar löstuð nrjög lrerlega t. d. í Eyðing Jeríkóborgar eftir Kristján, hinu snjallasta kvæði um ránþjóð, sem tók land annarra og líf þeirra. En gleðin yfir því að lýsa og segja frá er þar þó ríkari en ádeilan, og er það enn gleggra í Mongóladrápu Kristjáns: Ofan af háum Asíu hálsum geystist grenjandi, grár fyrir járnum, múgur Mongóla 54 SYRPA

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.