Syrpa - 01.03.1949, Page 19

Syrpa - 01.03.1949, Page 19
myrkhugaður of engi frjó og fagrar lendur. . . . Blöktu blóðfánar í blænum hlýja, hreyfðist loft af heiftarorgi, en friðsælar og fagrar borgii eldi eyddar til ösku brunnu. Lífsleiði Kristjáns stefndi honum í gröfina ung- um, eins og hann kvað oft um og óskaði sér: Hvar er í heimi hæli tryggt og hvíld og mæðu fró? Hvar bærist aldrei Iijarta hryggt? Hvar heilög drottnar ró? Þú griðastaður mæðumanns, ó, myrka, þögla gröf. Þú ert ið eina hæli Iians og himins náðargjöf. Undir sama lagi er ljóð hans um tárin, sem all- ir kunna: Þú sæla heimsins svalalind . . . En lífs- leiðinn spratt ekki eingöngu af drykkjuskap hans, sem viðbrugðið var, og meðfæddu þunglyndi. Hann kvaldist, eins og t. d. kemur fram í kvæð- inu Einstæðingurinn, af því að vera öreigi á bón- björgum og undir þeim dómi eins og Starkaðnr skáld forðum að geta ekki eignazt heimili: Reykjarskuggar léttir líða í logni upp frá kyrrum bæjum, þar sem indæl sumarsæla sveipar túnin grænum blæjum. Samt þar upp frá ami mínum enginn reykjarskuggi líður. Ég á hvergi, hvergi heima, hvíldarstöð mín engin bíður, • Þarna er undirrót liins djúpa harms í stökunni: Yfir kaldan eyðisand. Síðan Kristján yfirgaf vinnumennskuna norðan lands, átti hann hvergi heima: Nú er horfið Norðurland. Góðhjartaðir menn vildu bjarga honum þaðan og lyfta honum í lærðra manna stétt að afstaðinni skólagöngu. Þeir vildu vel, en vinur hans reit þessa skýring: „og þó einn gæfi honum tíma og tíma að éta, annar JO eða 20 ríkisdali, o. s. frv., allt með til- bærilegum siðferðilegum fyrirlestrum, — til þess þykjast margir með velgjörð kaupa sér eins konar rétt að pína menn og kvelja, pynda og plága með áminningum og fortölum um það, sem hver mað- ur veit eins vel og þeir sjálfir, — þess leiðis styrk- ur er fremur til að gera þann örvæntingarfullan af þunglyndi, er það þarf að þiggja, en til þess að lyfta huga hans og láta hann finna sig frjálsan og óháðan.“ Verndarengil skáldsins er vonin. Kristján orti gott kvæði um Vonina. Hann veit sig skammlíf- o O an, hann vill deyja, því að von er tál. En liann þráir af öllum liita tvítugs hæfileikamanns að lifa, ef hann fái að njóta sín: Allt, sem lifir, lifa girnir. Lífið lieli móti spyrnir. Þegar lífsins löngun liverfur, lífið er eðli sínu fjær. Hetjan, sem vill heldur deyja en harðstjórans undir vald sig beygja, lífi sínu ei lifað getur lengur en meðan sigrað fær. Kristján hefur dreymt um að taka upp hetju- baráttu, en latínuskólaárin voru fljót að veikla hann líkamlega og andlega, og dauðinn kom. Sannasta og bragsnjallasta lýsingin á sálarlífi Iians þá eru refhvarfavísur hans: Ég er hraustur, ég er veikur, ég er hryggur, glaður þó. Ég er óhræddur, ég er smeykur, ég er snauður, ríkur nóg. Éig elska gjörvallt, allt þó hata. Allt ég veit og neitt ei skil. Ollu bjarga og öllu glata á augnabliki sama ég vil. Það er hugsanlegt, að Kristján Fjallaskáld hafi verið fæddur til þess að hæfileikum að verða ís- lenzkur Heine. En til þess brast hann önnur skil- yrði, og eðli hans var raunar að engu leyti þannig, að ógæfan gerði hann að meira skáldi en hann var án hennar. SYRPA 55

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.