Syrpa - 01.03.1949, Síða 20

Syrpa - 01.03.1949, Síða 20
„Það er svo margt, ef að er gáð . . i Fdein orð um leiki reykvískra barna Menn komast ekki hjá því að vera einhvers staðar og einhvern veginn, ef þeir á annað borð eru til, en svo andarlgea ber stundum við, að mönnum er ætlað að hjara án þess að Vera nokk- urs staðar. Þetta á t. d. við um mikinn hluta þeirra barna, er nú vaxa til manns. Mörg þeirra eiga engan stað innan húss eða undir berum himni, þann er frjáls megi kallast. Þótt við séum að fáu auðugri en landrými, munum við hvergi naumari, því að trauðla tíma menn að verja smá- skikum til annarra nytja en húsagerðar og um- ferðar þar, sem þéttbýlt er. Er þetta sérstaklega viðsjárvert, þar sem kunnátta húsasmiðanna er nú svo góð orðin, að fyrirhafnarsamt verður að ryðja öllu draslinu burt, ef niðjunum kynni að þóknast annað snið betur en við höfum tarnið okkur í húsagerðarlistinni. En um það efast ég ekki, að annaðhvort eiga þeir sér fátæklega fram- tíð fyrir höndum eða þeir hverfa frá þeirri mann- kösun, sem nú gerist í stórborgum. Um það hefur verið vel fjallað í þessu riti áður, hver þörf er rýmis fyrir unglinga „á öllum aldri“ til þess að iðka athafnir utan skipulagðs vinnudags. Ég mun nú víkja lauslega að því, „hvernig“ reykvískir unglingar á aldrinum 10, 11, 12 og 13 ára „vilja vera“, hverja leiki þeir kjósa, má vera, að síðar verði gerð grein fyrir þörfurn og áhugaefnum annarra aldursflokka. Þykir mér sennilegt, að þetta skýri nokkuð nauð- syn þess að svipta lifandi manneskjur ekki öllu olnbogarými í kösinni. Veturinn 1945—46 var þreifað eftir áhuga 299 barna í Austurbæjarskólanum í Reykjavík. Nem- endur í efsta bekk Kennaraskólans unnu að at- hugun þessari. Niðurstöður eru fengnar eftir frjálsri upptaln- ingu barnanna á störfum þeim og leikjum, er þau töldu sig hafa mestan áhuga á, og skiptust börnin svo eftir kynjum, að drengir voru 118, en stúlkur 181. Börnin dreifðust tiltölulega jafnt ^ á áður greind aldurs stig. Meðalnámsafköst barna þessara voru í betra meðallagi. Einsætt er, að ekki verða öll áhugaefni af þessu tagi dregin fram í dagsljósið með þessari aðferð, en minna má líka gaorn sera. Hér mun bent á nokkrar staðreyndir, er varða tómstundaiðkanir barnanna. Af tómstundaiðkun- um nefndu börnin 119, en flestar þeirra eru leikir. Af þeim voru 38 greinilegir útileikir, flest hópleikir, og að meiri hluta knatt- og hlaupaleikir ýmiss konar. Er það sameiginlegt þeim öllum, að þeir verða ekki iðkaðir svo, að við megi kallast hlítandi, nema nægilegt sé land- rými, enda þótt það sé ekki búið neinum tækjum að öðru leyti. Vinsælustu leikirnir eru þessir: Knattspyrna meðal drengja, einkum á aldrinum 11 og 12 ára, en „standandi tröll“ er vinsælast meðal telpn- / anna, einkum 11 og 12 ára. Næst í vinsældaröð- inni er „yfir“, einkum hjá telpurn 10 og 11 ára, og er sá leikur einnig mjög vinsæll með drengj- um. „Staa“ er mjög vinsælt hjá báðum kynjum. Fram að þrettánda aldursári er „parís“ allra leikja vinsælastur meðal telpna, en þá hverfur 56 SYRPA 1

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.