Syrpa - 01.03.1949, Síða 26

Syrpa - 01.03.1949, Síða 26
mát í ákveðnum leikjafjölda í stað þess að þvinga hvítan til skjótra aðgerða, með því að hafa kóng hans í klemmu svartra manna. Þetta gerir tvennt í senn, skapar stóraukna möguleika til útfærslu á ýmsum skákhugmyndum og slítur skákdæmin úr beinum tengslum við skákina, sem er og til bóta. Margt fleira gátu skákdæmahöfundar gott lært af veðdæmunum, t. d. byggðu þau tilveru sína að verufegu leyti á skjótum ákvörðunum, sem aftur útheimti einfafdar og hreinlegar byrj- unarstöður, en slíkar byrjunarstöður eru mikill kostur skákdæma. Dæmi nr. i2 er samið um 1770 af ítölskum greifa. Miðað við samtímadæmi er það gott. Byrj- unarstaðan snotur, en ekki bókstafur, kross, súla eða annað ámóta tákn, sem þá var efst á baugi. Lausnin lagleg stuðlun, en ekki þokukennt fálm o. s. frv. En í rauninni er það ómerkileg mansú- batstæling, sem notar nýjungarnar, leiktakmörk- un og iangan biskupsgang, án sérstaks árangurs. Biðilsför undir merki steingeitarinnar (Niðnrl.) Hann herti upp hugann og sagði: „Yður kann að hafa borizt tif eyrna, frú, að ég sé dáltið sérvitur?“ „Nei,“ svaraði frú Birkiland, „það hef ég afdrei heyrt.“ „Sú saga gengur víst um mig,“ sagði Bamton lávarður, „en ég er hreinn og beinn og óvanur að fara krókaleiðir. Ég ætla því að segja yður hvað mér býr í brjósti. Ég elska dóttur yðar. Þeg- ar ég hitti hana í London, dáðiist ég að fegurð hennar og hljómlistaráhuga. Og nú, þegar ég er búinn að koma hingað og sannfærist um þá inni- legu ást, sem öll fjölskyldan ber í brjósti til dýr- anna, hika ég ekki lengur. Mætti ég gera mér vonir um stuðning ykkar hjónanna við þetta hjartfófgnasta áhugamái mitt?“ Og meðan frú Birkiland var að fáta í ljós hina einlægu sanrúð sína með þessum ráðahag, var María að reyna að koma vitinu fyrir föður sinn frammi í baðherberginu. „Drottinn minn! Þetta er brjálaður maður,“ sagði ofurstinn og þurrkaði sér á enninu. „Brjál- aður maður." „Ónei, pabbi, hann er bara dálítið sérvitur,“ sagði dóttir lians, „og mamma heldur, að hann sé að reyna í okkur þolrifin." „Að reyna í okkur þolrifin.“ öskraði ofurstinn. „Til hvers andskotans?“ „Til þess að ganga úr skugga um, að við sétun dýravinir,“ sagði hún áköf. 62 Skopsaga eftir Morley Roberts „Þú getur sagt honum frá mér, að ég hati dýr,“ þrumaði hann. „Segðu honum frá mér, að mig langi mest til að steikja geitarkvikindið lifandi. Ef ég héldi — nei, það er óhugsandi, óhugsandi. Fari það — ég mundi drepa hann, ef ég héldi það. Að reyna í okkur þolrifin. Drottinn minn dýri, að reyna í okkur þolrifin! “ María greip í handlegginn á honum. „Stilltu þig, pabbi, stilltu þig. Hann sem er svo yndislegur. Sérðu ekki hvað liann tekur þessu öllu rólega?“ Nú lnifsaði ofurstinn í handlegg dóttur sinn- ar og sagði með þunga, en bar ótt á: „Hlustaðu nú á mig, María, ég er faðir þinn, og ég vildi fegin koma vel fram við þig í öllu, en ef þú heldur áfram þessu tali, þá geriru mig vitlausan. Ætlarðu að ganga af mér dauðum? Hann tekur þessu rólega, segirðu. Italski speg- illinn minn. Borðið hans langafa míns, — og geit- arófétið hans. Segðu honum, að ég láti ekki bjóða mér þetta lengur. Já, gerðu það. Tekur því ró- lega! Heldurðu að hann tæki því rólega, ef ég kæmi inn til hans á ótömdunr asna?“ ,En pabbi, þetta er bara lítil og voðalega sæt geit,“ sagði María. „Sagðirðu sæt? — Þú ætlar þó ekki að giftast honum eftir þetta, Mæja?“ „Jú, það ætla ég sannarlega," svaraði hún. „Gerðu það ekki.“ sagði faðir hennar, „gerðu það ekki. Ég þekkti einu sinni náunga, sem var SYRPA

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.