Syrpa - 01.03.1949, Side 28

Syrpa - 01.03.1949, Side 28
urinn. „Eruð þér vanur að hafa geitur iivar sem er á heimilinu, eða látið þér þær helzt hafast við í þessari stofu?“ „Ég hef þær hvorki á einum stað né öðrum,“ sagði ofurstinn og tók andköf. „Þær koma hér aldrei nema með gestum.“ „Já, með velkomnum gestum,“ sagði frú Birki- land og leit óttaslegin á mann sinn. „Bara með alveg sérstaklega velkomnunr gest- um,“ sagði María ástúðlega. „Látið þér geiturn- ar vera um allt heima hjá yður, Bamton lávarð- ur?“ „Ha!“ sagði lávarðurinn. „Heima hjá mér? Nei, það kemur ekki til mála. Ég skipti mér auð- vitað ekki af því, hvað aðrir gera í því efni, en mér gæti aldrei dottið í hug að hleypa geit inn fyrir mínar dyr.“ Ofurstinn spratt á fætur. ,,Pabbi,“ sagði dóttir lians. „Ég get ekki verið tignarlegur lengur,“ öskraði faðir hennar. „Ég verð að tala og það strax. — Svo þér hleypið ekki geitum inn fyrir yðar dyr? Ætlið þér að halda því fram í alvöru, að þér séuð svo harðbrjósta við þessa yndislegu geit, að lofa henni aldrei að leggja í rúst her- bergi, fullt af dýrindis húsgögnum, aldrei að klifra upp á arinhillu, aldrei að brjóta niður forna spegla, — aldrei að stanga gesti yðar í bak- ið?“ „Það kæmi mér aldrei til luigar," sagði lá- varðurinn með þunga. „Ég þykist mega fullyrða, að ég sé sæmilegur dýravinur, en þó að mér sé sönn ánægja að hitta aðra ennþá meiri dýravini, þá verð ég að segja, að það kæmi aldrei til mála að ég hleypti geit inn í mína stofu, hversu vel, sem hún væri uppalin. Hins vegar er mér það auðvitað gersamlega óviðkomandi, hvernig geit- ur eða önnur gæludýr haga sér á heimilum ann- arra.“ „Hættið þér nú!“ öskraði ofurstinn, „hættið þér áður en ég fæ slag. Gersamlega óviðkomandi, segir hann!“ Æsing ofurstans var nú orðin svo augljós, áð jafnvel allra rólyndasti lávarðurinn í brezka heimsveldinu hefði ekki getað hummað hana fram af sér. „Hefég hlaupið á mig á nokkurn hátt?“ spurði hann. „Sei, sei, nei,“ sagði ofurstinn. „Það var svo sem ekki nema til að kóróna það, sem á undan 64 var gengið, að lauma því að mér, að yður stæði gersamlega á sama hvort ég hefði þak yfir höfuð- ið eða ekki. En ég læt yður vita það, í minningu þessarar geitar og allra annarra grasbíta, að nú er nóg komið. Þetta skal aldrei verða. Ekki að mér lifandi. Ég leyfi það aldrei." „Hvað er það, sem þú ætlar ekki að leyfa, pabbi?“ spurði María óttaslegin. „Þú — þú veizt við hvað ég á. Það kemur ekki til mála, að þú giftist Bamton lávarði. — Ger- samlega óviðkomandi, segir hann. Náunginn er liringa bandvitlaus." Frú Birkiland spratt á fætur. María færði sig nær unnusta sínum, og hann setti upp kurteis- legan undrunarsvip. Honum var orðið Ijóst, að ofurstinn var ekki með öllum mjalla, en hitt kom flatt upp á hann að heyra, að efazt væri um andlega heilbrigði hans sjálfs. ,,Pabbi!“ hrópaði María. „Tommi minn,“ sagði frú Birkiland. „Það er ekki til neins að kalla mig Tomma,“ öskraði ofurstinn. „Ég leyfi það aldrei. Að mér heilum og lifandi. Aldrei.“ Lávarðurinn sá, að gamanið var farið að grána. Hann minntist þess, að geðveikralæknar telja bæði tilgangslaust og hættulegt að andmæla geð- biluðum mönnum, svo að hann hugsaði sér að fara vel að ofurstanum. Honum flaug í hug, að hann hefði kannski ósjálfrátt látið í ljós einhvern ímigust á geitinni og fór að reyna að draga fjöður yfir það. „Þér liafið vonandi ekki skilið orð mín svo, að mér væri eitthvað í nöp við þessa óviðjafnan- legu geit?“ spurði hann alvörugefinn. „Ef svo er, þá fullvissa ég yður um, að það er mesti mis- skilningur. Þó að ég segði, að mér kæmi ekki við, hvernig hún hagaði sér, þá átti ég ekki við það, að ég kynni ekki fyllilega að meta yndis- þokka hennar og atgervi. Mér er ekkert fjær skapi en andúð á dýrum, það vona ég að yður sé ljóst.“ Andlit ofurstans varð á litinn eins og hunda- súrublað á haustdegi. „Heyrið þér nú til,“ sagði Birkiland ofursti og þagnaði andartak til þess að ná andanum. „Já,“ sagði Bamton lávarður. „Út með þessa djöfuls geit — farið þér strax út úr mínum húsum með þessa djöfulsins geit yð- ar,“ öskraði ofurstinn, „annars ábyrgist ég ekki líftóruna í lienni." SYRPA

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.