Syrpa - 01.03.1949, Side 30

Syrpa - 01.03.1949, Side 30
MENNING — ÓMENNING 1 þetta skipti var spurt um atburði á tímabilinu frá 31. janúar til 13. marz. Þó höfðu frk. Svava Þórleifsdóttir og Eniil Björns- son skilað svörum sínum fyrir 10. marz, eða áður en fregnir bárust um Marshall-gjöfina og utanferð ráðherranna, og taka svör þeirra því ekki til spurninganna um þessi atriði. Hvert er álit yðar á neðangreinclum fyrirbcerumf 1. Hæstaréttardómurinn um refinn? Emil Björnsson, cand. theol.: Hæstiréttur nýtur yfirleitt mikillar virðingar alþjóðar, og það gerir hann auðvitað vegna þess, að dómar hans hafa þótt réttlátir og í samræmi við réttlætiskennd þjóð- arinnar. En ef ég á að segja nokkuð um dóminn í refsmálinu svokallaða, þá er ég hræddur um að Hæstarétti hafi brugðizt þar bogalistin, og að eigendum jarða og kvik- fjár hér á landi þyki ekki vel og hyggilega dæmt, ekki nógu mikið tillit tekið til almenningsheilla og almenn- ingsnytja. Eignarrétti einstaklingsins er gert mjög hátt undir höfði, full hátt finnst ýmsum, og á kostnað al- menns eignaöryggis. Vitaskuld gat sá, er dýrbítinn átti, sannað eignarrétt sinn. En jafnvel menn geta unnið sér til óhelgi og fallið ógildir, hvað þá dýrbíturinn, sem er skaðlegur öllum búsmala bænda. Heilbrigðri réttlætis- kennd þjóðarinnar hefði áreiðanlega verið fullnægt með þvx að dæma refinn réttdræpan og réttmæta eign þess, er drap hann. Dýrdítar, svo sem refir og niinkar, sem geymdir eru í búrum og á að geyma í búrum, eiga að falla óbættir, ef svo ótryggilega er um búið, að þeir sleppa út. Minna rná aðhaldið ekki vera, því að mikið á almenningur á hxettu, ef þessi dýr sleppa úr haldi. Finnbogi Þorualdsson, prófessor: Eg tel nokkra hættu á því, að dómurinn geti orðið til þess að veikja ábyigð á gæzlu viilidýra og draga úr leit að þeim, ef þau sleppa úr girðingum. Hafsteinn Guðmundsson, prentsmiðjustjóri: A síðari árum hefur loðdýrarækt vaxið hér mjög. Flutt hafa verið inn loðdýr, sem hafa dýra feldi, en eru hin mestu skaðræðiskvikindi, svo sem minkarnir. Af þessum orsökum er hann réttdræpur hvar, sem til hans næst og afrekin verðlaunuð. Þekki ekki til þess að minkaeigandi hafi gert kröfu til skinna af sinum strokuminkum, eða til afkomenda þcirra, sem þó hljóta að vera eign for- eldrisins. Refurinn hefur verið sá vágestur í fé bænda frá alda öðli, að skapast hafa hetjusögur uin suma þá rnenn, er tekið hafa sér fyrir hendur að útrýma honum, grenja- skytturnar, enda er legið á grenjum ennþá. Hinn um- deildi refur hefði getað orðið búeirdum í þessu byggðar- lagi dýr á fóðrum, en skv. dómnum er ekki annað sýnt en eignarétturinn hafi ekki nein takmörk í þessu tilfelli og ábyigð eigandans — hvar er hún? Eg álít því að þessi hæstaréttardómur leysi ekki jrann vanda, sem hér var lagður fyrir dómsvaldið. Magnús Asgeirssori, skáld: Hæpinn til vígslu á hiirum nýju salarkynnum Hæsta- réttar. Pdlmi Hannesson, rektor: Það er forirt nrál, að eigi tjói að deila við dómarairn, eir betur felli ég mig við dómsorð miirni hluta réttariirs (Þórðar Eyjólfssoirar) exr nreiri hlutans. Svava Þorleifsdóttir, fyrrverandi skólastjóri á Akranesi Þar eð Hæstiréttur er æðsti dómstóll landsins, verður að álíta að dómar hans séu jafnan í fullu samræmi við landslög. Brjóti því hæstaréttardómur i bág við heil- brigða dómgreind og meðfædda réttarmeðvitund al- meinring, getur naumast verið um það að villast, að þau lög, sem dómuriirn er felldur eftir, hljóti að þurfa unr- bóta við. Ég vænti þess, að langflestir líti sömu augunr á dóminn um refinn eins og Dagur Brynjólfsson gerir í grein sinni í Tímanum 9. febrúar þ. á. Ætti því dómur þessi að verða til þess, að Alþingi það, er nú situr, bæti svo lögixr unr þetta efni, að meindýr, sloppið úr gæzlu eigandans, sé réttdræpt. Að öðrum kosti verður ekki hjá því komist að ætla, að löggjafar þjóðarinnar telji það meinlaust athæfi, að eigendur meindýra geymi þau gálauslega. Valborg Sigurðardóttir, uppeldisfræðingur: Hef ekki kynnt mér dóminn. 2. Grein frú Rannveigar Schmidt í Vísi 31. janúar, um hinn nýja sendiherra Dana á íslandi, frú Bodil Beg- strup? E. B.: Mér þykir greinin fjörlega og finrlega skrifuð, full af „charm“ og „elegance", svo að ég noti hennar eigin orð. F. Þ.: Viðtalið er ótrúlega barnalegt, þegar þess er gætt, að hér eiga í hlut tvær menntaðar konur. H. G.: „Kurteist" glens. M. Á.: Meinlítið mas. P. H.: Hvað skyldi álit mitt vera annað en gott? S. Þ.: Greinin er vitanlega skrifuð í anda og stíl frúarinnar sjálfrar. Læt ég það svo ósagt, hvort greinin er óaðfinn- anleg eða ekki. En Frú R. S. hlýtur sem aðrir fullveðja menn að hafa heimild til að skrifa um menn og málefni á þann hátt, er henni lætur bezt. V. S.: Fánýt skrif. 66 SYRPA

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.