Syrpa - 01.03.1949, Qupperneq 32

Syrpa - 01.03.1949, Qupperneq 32
að þessi ræða vakti öldu réttlátrar reiði kristinna manna í landinu, og að þeirri hugmynd, sem ræðan átti að „þjóna" hefur orðið rneira ógagn að henni en nokkru öðru, sem fram hefur verið fært gegn henni hér á landi. Og er þá nokkur furða þótt þeir, sem bæði telja sig kristna menn og eru auk þess hlynntir hugmyndinni um stofnun varnarbandalags N.-Atlantshafsþjóðanna, óski þess allra manna heitast, að þessi ólánsræða hefði aldrei fyrir eyru nokkurs manns komið? F. Þ.: Ræðan hefur líklega ekki verið talin prenthæf, annars hefði verið unnt að kynna sér hana nánar í Morgun- blaðinu. H. G.: Vafalaust hafa kirkjunnar þjónar leyfi til þess að leggja út af ritningunni eins og hverjitm sýnizt, eða hann er maður til. En mér flaug í hug þegar ég hlustaði á þetta útvarpserindi hvort boðlreri fagnaðarerindisins væri bú- inn að gleyma orðum Drottins: Elskið óvini yðar, blessið þá sem yður bölva, gjörið þeim gott, sem hata yður, og biðjið fyrir þeim sem rógbera yður og ofsækja. Það vandast málið fyrir oss leikmönnum, ef vér eigum ekki að skilja lög eftir orðanna hljóðan, heldur samkvæmt því sem hverjum og einum dettur í hug að leggja þau út sér til framdráttar, eða sínum málstað. M. Á.: Nasistaguðfræði. P. H.: Það er ekki nýtt, að bardagamenn dragi merki Krists á skjöld sinn. Hitt er annað mál, hvort kenningu Krists er greiði ger með slíku. 5. Þ.: Ræðan verður sjálfsagt lengi minnisstæð öllum þeim hlustendum, er einhver skil þykjast kunna á orðurn og anda Jesúm Krists. Hins vegar mun ræðan vel sæma þeim málstað, er hún átti að þjóna. V. S.: Það kemur varla til mála, að ég hafi skilið ræðu séra Péturs, en ég misskildi hana á þá lund m. a., að Jesús Kristur hefði fyrst og fremst verið klaufskur foringi illa vopnaðs herflokks, og þykir mér sá hluturinn minni honurn til handa. Biblíuskýring prestsins var sannar- lega nýstárleg. 6. Undirréttardómurinn í máli Sæmundar Þórðarsonar gegn viðskiptanefnd vegna synjunar á utanfararleyfi. E. B.: Ég býst við að margir hafi fussað við þessum dómi og skírskotað til almennra mannréttinda og ferðafrelsis og hrópað um, að verið væri að leggja á þjóðina átthaga- fjötur. Það er alveg rétt, að þetta er ekki „glæsilegur" dómur. En margir, sem þykjast knúðir til að átelja þenn- an dóm í krafti frelsisástar sinnar, mundu einnig átelja það harðlega, ef ferðalög til útlanda væru gefin frjáls og ríkið skyldað til að veita öllum gjaldeyrisleyfi til slíkra ferðalaga eins og gjaldeyrismálunum er nú hátt- að. Og þetta stangast. Eða hvað? Vildu menn e. t. v. leysa málið á þann veg, að allir, sem vildu, fengju utan- fararleyfi án gjaldeyris? Nei, ætli almenningur yrði heldur svo ánægður með það, ef til kæmi, og ætli það væri svo réttlátt og næði að uppfylla almennar kröfur til ferðafrelsis? Eða hverjir færu utan án þess að fá nokkurn gjaldeyri til fararinnar? Þeir, sem ættu gjald- eyri í erlendum bönkum, ólöglegan gjaldeyri, hinir sætu heima og kæmust hvergi. Og er það almenningur, sem á gjaldeyri í erlendum bönkum, en aðeins sárfáar eftir- legukindur, sem yrðu að sitja heirna? Ætli það sé ekki öfugt? Ætli það séu ekki aðeins nokkrir útvaldir, sem eiga gjaldeyri erlendis og kæmust einir utan, ef þessi háttur yrði hafður á? Er það ekki dásamlegt réttlæti og röggsemi af gjaldeyrisyfirvöldunum, sem eiga að koinast fyrir og refsa fyrir ólöglega gjaldeyrismeðferð, að verð- launa gjaldeyrissvindlarana þess í stað og gera þeim hærra undir höfði en öðrum með því að segja: Þeir, sem ekki þurfa gjaldeyri til utanfarar, geta farið frjálsir ferða sinna og dvalizt eins lengi erlendis og þeir vilja, vitandi það, að þeir einir gætu hagnýtt sér þetta frelsis- lioð, sem hefðu farið í kringum gjaldeyrisyfirvöldin og ættu ófrjálsan gjaldeyri geymdan erlendis. Ef það væri ekki að skýla skálkinum, þá veit ég ekki hvað það þýðir. Auðvitað mundu þau ferðalög, sem farin eru fyrir ófrjálsan gjaldeyri, vera fóðruð sem heimboð, það er vitað mál. Takmörkun ferðalaga til útlanda er ill nauð- syn eins og Sigurjón A. Olafsson alþingismaður komst að orði í þingræðu um þetta mál ekki alls fyrir löngu. Þetta er ill nauðsyn eins og gjaldeyrismálum Islendinga er nú háttað. En hvernig gjaldeyrinum hefur verið varið hingað til, og hvernig honum stundum er varið enn, það er svo annað mál. F. Þ.: Er ekki nægilega kunnur málinu til þess að dæma um það. M. Á.: Járntjaldspólitík. P. H.: Ég er ekki kunnugur málavöxtum. Ef Sæmundur þessi hefur aflað sér farareyris x erlendu fé með fullkomlega heiðarlegum hætti, virðist þó hart að synja honum far- arinnar. Á hitt er þó jafnframt að líta, að réttindi ein- staklingsins verða að víkja fyrir þörf þjóðarinnar, og nú virðist skorta mjög svo erlendan gjaldeyri hér, eins og komið er. S. Þ.: Sé undirréttardómurinn réttur eftir landslögum, verður sénnilega mörgum að spyrja: Hvar er hið margumtalaða og marglofaða lýðræði íslendinga? 7. Blaðaskrii á borð við hinar nainlausu greinar í Mánu- dagsblaðinu 14. og 21. iebrúar um sr. Sigurbjörn Ein- arsson og irú Aðalbjörgu Sigurðardóttur? E. B.: Þessar dularfullu nafnlausu greinar í Mánudagsblaðinu, bæði þær, sem sérstaklega er spurt um og aðrar eftir þann dándismann Jón Reykvíking, eru ósvikin topp- blóm illgresis þess af myrkraættinni, sem smátt og smátt hefur lagt undir sig bróðurpartinn af akri íslenzkra penna og mun kæfa allan heilbrigðan vöxt þar áður en yfir lýkur, ef ekki er að gert. Illgresi þetta sprettur upp úr kolsvörtum og botnlausum undirdjúpum mannlegrai illgirni, nærist á meinfýsi og mannhatri, en skýlir sér i skugganum eins og allt, sem er óhreint og þolir ekki að sjá dagsins ljós. Manaðu fjanda þann að koma fram í dagsljósið og þú skalt sjá, að hann gerir það ekki, og hafðu það til marks um hvers eðlis hann er. 68 SYRPA

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.