Syrpa - 01.03.1949, Qupperneq 33

Syrpa - 01.03.1949, Qupperneq 33
F. Þ.: Sigurbjörn Einarsson dósent og frú Aðalbjörg Sigurðar- dóttir hafa talað og skrifað um mikilvægt málefni eftir sannfæringu sinni og með fullri prúðmennsku, eins og þeim saunir, en þau skrif um skoðanir þeirra, sem birt hafa verið í blöðurn bæjarins, virðast mér oft hafa verið mjög ósæmileg. Það fer oft eftir málstað, hvernig orðum er hagað. H. G.: Blaðaskrif, sem hafa það eitt að marki að fróa slefsögu- fýsn fólksins, en ekki sætta eða jafna deilur, eru andleg- ur sýklahernaður. Mér virðist að öll skrif blaðs þessa hafi ætíð miðað að því einu að fróa hinum ógeðslegustu hneigðum mannsins. M. A.: Skrif þessi eru því miður ekki menningarlausari en ýmislegt annað í „ábyrgari" blöðum. P. H.: Að efni til voru þau víst ekki lakari en gengur og gerist um slík skrif í íslenzkum blöðum, enda hægt við að jafnast, og orðfærið var miklum mun betra. Það er þó jafnan nokkur kostur. S. Þ.: „Auðþekktur er asninn á eyrunum." A sama hátt þekk- ist jafnan rógberinn á dylgjum sínum og hugleysi. Með lævísu orðalagi reynir hann að læða alls konar óþverra um náungann inn í meðvitund annarra, en skríður í felur undir dulnefni eða notar orðalag fóstru sinnar, „Gróu á Leiti“: „Ólyginn sagði mér, en blessaður berðu mig samt ekki fyrir því.“ Blaðamennska af þessu tagi er ekki óalgengt fyrirbrigði og virðist Mánudagsblaðið þar enginn eftirbátur. V. S.: Það virðast verá sérréttindi blaðamanna og stjórnmála- manna á íslandi að svívirða andstæðinga sína á alla lund og bera á þá þungar sakir án nokkurra raka. Til þess- ara manna eru sýnilega gerðar aðrar siðgæðiskröfur en annarra. 8. Tillaga Gylia Þ. Gíslasonar um að taka upp hin fornu nöfn vikudaganna: Mánudagur, Týsdagur, Oðins- dagur, Þórsdagur og Frjádagur? Ennfremur að nota orðið þing um sýslur og lögsögumaður um forseta sameinaðs alþingis? E. B.: Mér finnst fráleitt að fara að skipta um nöfn á viku- dögunum. Þau eru svo að segja jafngömul þjóðinni í landinu og það er aðalatriðið, en hitt skiptir engu, þótt nágrannaþjóðirnar kenni vikudagana enn í dag við hin heiðnu goð. Ekki þykir mér heldur ástæða til að taka upp orðið þing fyrir sýsla, né lögsögumaður fyrir forseta sarneinaðs alþingis. Orðin eru orðin svo föst i málinu. Þar að auki veit ég ekki til þess, að f. s. a. segi fram lögin. Ef alþingi væri flutt til Þingvalla og forseti þess tæki að segja fram lögin að fornum sið, þá væri öðru máli að gegna. F. Þ.: Ég er fylgjandi tillögunni um að taka upp hin fornu nöfn vikudaganna og hafa orðið þing um sýslur, en felli mig ekki við að kalla forseta sameinaðs alþingis lögsögu- mann. H. G.: Er tillögunni samþykkur. M. Á.:Tel slíkar nafnbreytingar ekki æskilegar og naumast framkvæmanlegar. P. H.: Ég er tillögunni samþykkur, enda þótt hún skipti ekki næsta miklu máli. S. Þ.: Enda þótt afstaða Jóns biskups Öginundssonar til hinna fornu nafna vikudaganna sé skiljanleg, hefur mér jafnan fundizt missir að hvarfi hinna fornu heita úr islenzkri tungu. Væri mér því óblaiulin ánægja að því, að þau yrðu upp tekin á ný. Sama máli gegnir um orðin „þing“ fyrir „sýslur" og „lögsögumáður" um forseta sameinaðs þings, að fornu orðin eru fegri miklu. Þætti mér líklegt að furðu stuttan tíma myndi það taka, að „þing“ og „lögsögumaður" festist svo í ræðu og riti, ef upp yrðu tekin. að núverandi heiti gleymdust að fullu öllum al- menningi. V. S.: Tel breytinguna gersamlega óþarfa. 9. Fréttaflutningur útvarpsins 15. febrúar af fundi Sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík og samþykkt hans um utanríkismál? Til skýringar skal þetta tekið fram: Samkvœmt reglum útvarþsins er þvi skylt að flytja sam- þykktir miðstjórna stjórnmálaflokkanna. I frétt þessari var skýrt frá ályktun flokksráðs Sjálfstœðisflokksins um öryggismál og hlutleysi þjóðarinnar og þessum orðurn beett við: „Alyktun þessi var einnig lögð fyrir fjolmennan funcl Sjálfstceðisfélaganna i Reykjavík i gœrkvöldi og sarnþykkt með öllum greiddum atkvœðum gegn einu.“ 1) Álítið þér flutning þessarar fréttar geta samrýmzt banni því, er útvarpsráð lagði nýlega við því, að út- varpið skýrði frá almennum borgarafundi og sam- þykkt hans um sama mál? 2) Og teljið þér ofangreint ákvæði í lögum útvarpsins heppilegt? E. B.: Hér á ég hlut að rnáli sem fréttamaður ríkisútvarpsins. Svaf mitt yrði því naumast talið hlutlaust og la't ég þessu því ósvarað að öðru en því, að vitaskuld samrým- ist það fréttareglum útvarpsins að segja frá yfirlýsingum stjórnmálaflokka, almennum flokksfundum og almenn- um borgarafundum. F. Þ.: Mér virðist gæta allmikils áróðurs og hlutdrægni í frétta- flutningi útvarpsins um þau utanríkismál, sem nú eru efst á baugi, og tel rétt, að litvarpið flytji þær ályktanir, sem almennir og fjölmennir borgarafundir gera í þeim málum, sem varða alþjóð. H. G.: Útvarpið er áróðurstæki og er því og verður aldrei hlut- laust. Annað er blekking. M. Á.: Útvarpið er stjórnarútvarp. l’. H.: 1) Ég álít að meiri hluti útvarpsráðs hafi gert rangt, er hann bannaði að birta fréttir og ályktanir frá fundum, er haldnir voru um þátttöku íslands í hinu fyrirhugaða Atlantshafsbandalagi. Hitt var útvarpsráði rétt og skylt SYRPA 69

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.