Syrpa - 01.03.1949, Síða 34

Syrpa - 01.03.1949, Síða 34
að birta ályktun sjálfstæðisfélaganna um þessi mál. Urn samiæmi er vitanlega ekki að ræða. 2) Já, ég álít, að þjóðin eigi að fá fréttir af því, sem gerist á fundum stjórnmálaflokkanna, og útvarpinu beri að birta slíkar fréttir, að minnsta kosti þær samþykktir, sem miðstjórnir flokkanna gera. Vitanlega má misnota þetta, en vant er að sjá við óheiðarleikanum hér sem annars staðar, ef þeir, senr trúnaður er veittur, reynast ótrúir. Því að ef saltið dofnar, með hverju á að salta það? S. Þ.: Meirihluti útvarpráðs, þ. e. þeir þrír menn, sem ráðið hafa hvaða fréttir ríkisútvarpið mætti flytja af þeim samþykktum, sem víðs vegar hafa verið gerðar á fund- um varðandi þátttöku íslendinga í væntanlegu hernað- arbandalagi, hafa nú nýlega leitazt við að þvo sig hreina af þeirri ákæru, að hlutleysi útvarpsins hafi verið rofið með banni gegn birtingu þeirra fundaráiyktana, er mæltu móti þátttöku íslands í bandalaginu, en hins veg- ar birt ályktanir flokksráðs Sjálfstæðisflokksins. í sömu fréttatilkynningu var þess getið, að sama ályktun hefði verið samþykkt á fjölmennum fundi Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Margir munu nefna þennan þvott þeirra þremenninganna gömlu, góðkunnu íslenzku heiti, kalla hann „kisuþvott". En í fyllstu alvöru og ekki á- hyggjulaust mun svo margur hlustandinn spyrja: Er hlutleysisyfirlýsing ríkisútvarpsins löngu úr gildi fallin „fyrir atburðanna rás" eins og Sjálfstæðisflokkurinn vill vera láta um hlutleysisyfirlýsingu íslenzka ríkisins frá 1918? V. S.: Ég álít, að flokkssjónarmið hafi ráðið atkvæðagreiðslu þremenninganna í útvarpsráði, er lagt var bann við fréttaflutningi af Þjóðvarnafélagsfundunum á dögunum. Er ég þar allskostar sammála áliti útvarpsstjóra, sem fram kom á sínum tíma. Þess er og að vænta, að sérstakt mark sé takandi á áliti háskólaprófessors í lögum varð- andi skilning á reglugerðaratriðum um þetta efni, en eins og kunnugt er, greiddi Ólafur Jóhannesson pró- fessor atkvæði gegn þessari samþykkt útvarpsráðs. Eng- inn siðferðis- eða réttlætisgrundvöllurt getur verið fyrir því að birta ályktanir stjórnmálaflokka en ekki samtaka, sem þúsundir manna fylgja, þótt ekki teljist þau til pólitískra flokka. 10. Veiting þjóðleikhússstjóraembættisins: 1. Umsóknarfresturinn? 2. Valið? E. B.: Ég býst við að flestir hafi orðið fyrir vonbrigðum í þessu efni. Ekki vegna þess, að svo geti ekki farið að nýi þjóð- leikhússtjórinn reynist dugandi í starfinu er tímar líða fram (það er bezt að dæma ekki að óreyndu), heldur vegna þess, að það er öllum lýðum ljóst, að enrbættis- veiting þessi var pólitísk eins og það er kallað. Það vita allir hvað við er átt með því, mælirinn er fyrir löngu orðinn fullur í því efni, svo að út af flóir, og lítilsvirð- ing almennings á embættaveitingarvaldinu eykst með ári hverju. Og það er rétt ægilegt til þess að vita. Um sóknarfresturinn var hlægilega stuttur, eða öllu heldur óforsvaranlega stuttur, enda aðeins til málamynda að dómi almennings, því miður. Þjóðleikhúsið ber hátt i vonum og draumum þjóðarinnar og einhvern veginn hefur almenningur ekki áttað sig á því, að nokkur kæmi til greina sem þjóðleikhússtjóri, sem ekki hefði komið nærri þeirri göfugu list, sem stofnunin er kennd við, já, verið rnikið við leiklist riðinn. F. Þ.: 1) Umsóknarfresturinn var of stuttur — einkennilega stuttur. 2) Mér er kunnugt, að Guðlaugur Rósinkranz er dug- legur, reglusamur og stjórnsamur og tel hann að þessu leyti vel fallinn til starfans. Hæfni hans að öðru leyti mun reynslan sýna. H. G.: Held að ekki sé rétt að dæma menn fyrr en þeir sýna hvað í þeim býr. M. Á.: Tel sennilegt, að hinn nýi þjóðleikhússtjóri reynist nýt- ur í stöðu sinni, þó að skipan hans sé af pólitískum rót- um runnin. P. H.: 1) Fresturinn var stuttur. 2) Tíminn og reynslan munu sýna hér sem annars stað- ar, hvernig til hefur tekizt. S. Þ.: Spurningunni mun ég ekki svara. Skortir mig bæði þekk- ingu á þeim kröfum, sem gerðar eru til leikhússtjóra, svo og kunnugleika á þeim mönnum, er um stöðuna sóttu. V. S.: Umsóknarfresturinn var óhæfilega stuttur. Hlýtur það að teljast ósanngjarnt, einkum gagnvart þeim, sem búa fjarri Reykjavík eins og t. d. þeim íslendingum, sem dveljast erlendis. Ekki er að furða þótt mönnum detti í hug, að embættið hafi verið veitt áður en það var aug- lýst. 11. Vesturflug róðherranna? F. Þ.: Einn myndi hafa nægt í þessa viðskiptaferð. H. G.: Virðist ekki bera vott um gagnkvæmt traust hjá hinum stóru. M. Á.: „Utanstefnur viljum vér engar hafa." P. H.: Hér mun mikils hafa þótt við þurfa, og væntanlega gef- ast því betur viturra manna ráð sem þeir koma fleiri saman. 12. Þau ummæli utanríkisráðherra Islands í Washington, að „á íslandi séu engir andvígir Atlantshafsbanda- laginu nema kommúnistar", og að þeir séu 10% af landsmönnum? F. Þ.: Ef hér er rétt frá orðum ráðherrans skýrt, hefur hann talað gegn betri vitund. H.G.: Hvers vegna að vera alltaf að sigla tveir og þrír í lest til þess að lepja í útlendinga sögur úr stjórnmálaþrasi hér heima? Ég held að talan hjá ráðherranum sé grun- sarnleg. M. Á.: Ráðherrasannleikur. 70 SYRPA

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.