Syrpa - 01.03.1949, Side 35

Syrpa - 01.03.1949, Side 35
P. H.: Ég veit ekki hversu margir hér eru andvígir Atlants- hafsbandalaginu né heldur, hve mikill hluti lands- manna eru kommúnistar, en ætla mætti, að utanríkis- ráðherrann vissi, hvað hann fer. Hitt veit ég, að ég er ekki andvigur Atlantshafsbandalaginu og sé ekki, að ís- lendingar þurfi að vera það, nema þeir telji það auka á ófriðarhættuna í heiminum eða stefna gegn hagsmunum Rússa, þeir sem lita fyrst á þeirra hagsmuni. Hitt er svo annað mál, hvort menn telja æskilegt eða ekki, að Is- lendingar gerist aðilar að þessu bandalagi, og verður þá að meta, hvort þjóðarlíkaminn sé í meiri hættu fyrir vopnaðri árás Rússa eða þjóðarsálin af völdum of ná- inna samskipta við hin vestrænu veldi. V. S.: Þessi fullyrðing utanríkisráðherra er ósönn. Þær íjöl- mörgu ályktanir gegn hvers konar hernaðarbandalagi, sem samþykktar hafa verið á almennum fundurn ýmissa stéttarfélaga, skólafélaga og síðast en ekki sízt á fundum Þjóðvarnarfélagsins víðs vegar um landið, bera órækan vott um hugarfar þjóðarinnar. Það er á allra vitorði, að menn úr öllum stjórnmálaflokkum hafa staðið að þess- um samþykktum. Sem betur fer eru ennþá menn á ís- landi, sem fara eftir heilbrigðri dómgreind sinni fremur en áróðri stjórnmálamannanna. 13. Islenzka þjóðin írétti það fyrst í útvarpinu frá Lon- don, að henni hefði verið boðin þátttaka í Norður- Atlantshafsbandalaginu. Var það viðkunnanlegt? F. Þ.: Það var til minnkunar fyrir alla íslendinga og þó sér- staklega fyrir þá, sem fara nreð völdin í þessum nrálum. H. G.: Hafi íslenzku þjóðinni komið það nokkuð við, þá virð- ist það nrjög óviðfelldið að láta Englendinga tilkynna það. M. A.: Fréttir af tilmælum Bandarfkjanna um herstöðvar á ís- landi árið 1945 bárust hingað fyrst frá Ankara í Litlu- Asiu, svo að hér er um greinilega framför að ræða. P. H.: Ónei, ekki getur það talizt viðkunnanlegt, en líkt hefur áður farið. 14. Marshall-gjöfin? F. Þ.: Það var auðnrýkjandi fyrir Islendinga og enn meira áber- andi fyrir það að gjöfin var borin fram og þegin um leið og Island og Bandaríkin semja um málefni, sem getur orðið mjög örlagaríkt fvrir íslendinga. H. G.: Gjafir þiggja laun. M. Á.: „Þetta er að hækka í verði." P. H.: Hingað til hafa gjafir þótt sjá til gjalda. Ef til vill er þessi gjöf með öðrum hætti. .V. S.: Engin sjálfstæð þjóð getur þegið gjafir á borð við Mar- shall-gjöf þessa af nokkru stórveldi, án þess að hún bíði tjón af í bráð og lengd. Það getur ekki samræmzt sjálf- stœði þjóðarinnar. Slíkum gjöfum fylgja óhjákvæmilega einhver gjöld, einhverjar skuldbindingar, beint eða óbeint. Það getur ekki samræmzt sóma sjálfstæðrar þjóðar — sé hún ekki i nauðum stödd — að byggja af- komu sína á erlendum ölmusum. Ábyrgðarvituud þegn- anna hlýtur að bíða við það stórkostlegan hnekki. ís- lenzka þjóðin vill vinna fyrir brauði sínu, en ekki lifa á bónbjörgum. En þjóðin er ekki spurð. * Vegna þess, að þætti þessum er ætlað að vera m. a. nokkurs konar annáll um helztu atburði f lista- og skémmtanalífi Reykjavíkur, var eftirfarandi upptalning látin fylgja spurn- ingalistanum, ásamt spurningunni: Hvað hafið þér séð af eftirtöldu — og hvað viljið þér þéi um það segja? Leiksýningarnar: Galdra-Loft, — Glatt á hjalla, — Meðan við bíðum og — Gasljós. Sýningu Kjarvals. Skopmyndasýninguna. Kvikmynd Stangveiðifélagsins. — Chaplins: M. Verdoux. Hljómleika Skagfieldshjónanna, — Árna Kristjánssonar. — Lanzky-Otto. — Svövu Einars og V. Urbantchitsch. Nokkur svör bárust um þetta, en því miður verða þau að bíða næsta blaðs, sakir rúmleysis. Eru höfundarnir beðnir um að afsaka þetta. FJÖLNISMENN SÖGÐU... Hreppstjórnarembættið er so heiðarlegt og nyt- samt, að hvur sem þjónar því dyggilega verð- skuldar þökk og heiður sinna félagsbræðra. Þetta eru þau laun, sem hann á að fá fyrir starf sitt og mæðu, og þau eru hvurjum ntanni so dýrmæt, sem metur þau réttilega, að hreppstjórinn verður að liafa gleði af að uppskera þar sem Iiann sáir, og vera bæði vinsæll og mikils metinn af hrepps- bændunum. Enn það mun honum bezt heppnast, ef embættisstörf Iianns bggja Ijós og opinber fyrir almenníngs sjónum. Góðir menn hafast ekkért að, sem skýlu þarf yfir að draga, og hvar sem athafnir embættismanna eru huldar í þoku, þar er líka tortryggnin á aðra hönd, og spáir í eyð- urnar, og spinnur togann milli hinna einstöku atgjiirða, sem almenningur þekkir, þángaðtil allt sýnist vera orðið að neti yfir einhvurri gröf eða gildrn, sem hún bendir mönnum á, og biður þá að forðast vélina. (Fjölnir, 1. ár. Nokkur orð um hrepp- ana á íslandi, bls.‘ 25.) SYRPA 71

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.