Morgunblaðið - 06.08.2021, Page 4

Morgunblaðið - 06.08.2021, Page 4
2 5 10 7 13 10 11 38 56 78 82 95 88 71 123 123 129 124 154 86 68 109 116 151 Heimild: covid.is kl. 11.00 í gær Heimild: LSH 151 nýtt innan- landssmit greindist sl. sólarhring 1.136 einstaklingar eru í skimunarsóttkví 1.988 einstaklingar eru í sóttkví 2020 2021 Einstaklingar undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH kl. 12.00 í gær Væg eða engin einkenni Covid-19 Aukin einkenni Alvarlegri einkenni, s.s. mikil andþyngsli og hár hiti 150 125 100 75 50 25 0 8.508 staðfest smit alls Fjöldi innanlandssmita frá 28. febrúar 2020 106 100 1.413 einstaklingar eru undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH 39 af þeim sem eru undir eftir- liti flokksat sem gulir Enginn flokkast sem rauður 251 af þeim sem eru undir eftirliti eru börn 18 sjúklingar eru inniliggjandi á LSHmeð Covid-19 3 einstaklingar eru á gjörgæslu 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. 3. 4. Fullbólusettir Bólusetning hafin Óbólusettir Fjöldi innanlandssmita frá 12. júlí eftir stöðu bólusetningar 30. júlí 2021 154 smit Esther Hallsdóttir Logi Sigurðarson Átján lágu inni á Landspítalanum með Covid-19 á hádegi í gær. Þar af voru þrír á gjörgæslu en enginn í öndunarvél. 154 greindust með Co- vid-19 á miðvikudag og voru alls 1.413 manns með virk smit. Af þeim voru 1.356 einstaklingar grænmerktir, það er með engin eða væg einkenni. 39 voru merktir gulir, með miðlungsmikil einkenni, og eng- inn rauður. Þeir sem liggja inni eru ekki litamerktir. Fram kom í máli Páls Matthías- sonar forstjóra Landspítalans á upp- lýsingafundi almannavarna í gær að um helmingur þeirra sem hafi þurft að leggjast inn á spítala í þessari bylgju séu óbólusettir. Í ljósi þess hversu hátt hlutfall þjóðarinnar er bólusett er mun líklegra að viðkom- andi þurfi sjúkrahúsinnlögn sé hann óbólusettur. Landspítalinn upplýsir hins vegar ekki um það hvort að þeir sem nú liggja á gjörgæslu hafi þegið bólusetningu. Páll sagði stöðuna á Landspítalan- um afar erfiða, meðal annars vegna mönnunar- og fráflæðisvanda. Inn- lagnir Covid-19-sjúklinga bætast of- an á núverandi álag. Hann biðlaði til starfsfólks að snúa fyrr úr sumarfríi. Unglingar verða bólusettir Nú standa yfir endurbólusetning- ar skólastarfsfólks sem fékk Jans- sen-bóluefnið og verður þeim lokið í þessari eða næstu viku. Síðar í ágúst verða aðrir sem fengu Janssen-bólu- efnið endurbólusettir einnig. Þá er stefnt að bólusetningum barna á aldrinum tólf til fimmtán ára í kjölfarið og eru þær nú í undirbún- ingi. Ekki var stefnt að víðtækum bólusetningum barna á þessum aldri fyrr í vor. Ragnheiður Ósk Erlends- dóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis- ins, sagði í samtali við mbl.is í gær- kvöldi, að líklega yrðu þau börn boð- uð í bólusetningu við skólabyrjun, í kringum dagana 23.-24. ágúst. Spurð um orsakir þessarar breyt- ingar sagði Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, að kom- ið hafi í ljós að sjaldgæfar aukaverk- anir sem virðast fylgja bólusetning- um barna á þessum aldri við Covid-19 séu vægar. Um er að ræða svokallaða gollurshúsbólgu í hjartanu sem gangi yfir á einni til þremur vikum og yf- irleitt þurfi ekki að veita neina með- ferð við henni. Þá hafi fjölgun smita einnig haft áhrif á ákvarðanatökuna. Þá er einnig í skoðun að gefa við- kvæmum hópum örvunarskammt af bóluefni gegn Covid-19 til að styrkja enn frekar varnir þeirra gegn sjúk- dómseinkennum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur óskað eftir því að lönd sem ætla að gefa þegnum sínum örv- unarskammt af bóluefni gegn Co- vid-19 bíði með það að minnsta kosti fram í lok september, þar til að tekist hefur að bólusetja fleiri í fátækum löndum í fyrstu umferð. Fátækari lönd eru í vandræðum með að fá bóluefnaskammta og hafa í mörgum tilfellum ekki náð að bólu- setja viðkvæma hópa og heilbrigðis- starfsfólk. „Getum ekki réttlætt annað“ Kamilla sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær afar mikilvægt að stuðla að bólusetningu heims- byggðarinnar enda sé faraldrinum ekki lokið hér á landi fyrr en tök nást á honum annars staðar. Hins vegar verði Íslendingar að vera í forgangi. „Ef við höfum tól í höndunum til að verja okkar íbúa þá er það fyrsta skylda okkar. Það er nú þegar búið að semja um að gefa bólu- efni héðan til annarra landa en við munum samt sem áður setja íslensku þjóðina og okkar innviði í forgang því við getum ekki réttlætt annað,“ sagði hún. Spurð um þá einstaklinga sem smituðust á Grund og eru einkenna- lausir eða með lítil einkenni sagði Ka- milla gott gengi þeirra mjög jákvætt en hópinn of fámennan til að draga ályktanir. Gögn erlendis frá bendi til þess að aldraðir einstaklingar sem eru bólusettir fái lítil einkenni, en enn sé of snemmt að draga ályktanir. Skólahald án takmarkana Allsherjar- og menntamálanefnd fundaði í gær með Lilju Alfreðsdótt- ur menntamálaráðherra og fulltrúum Kennarasambands Íslands. Páll Magnússon, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við mbl.is í gær að fundurinn hafi gengið vel og greið- lega fyrir sig, og að Lilja hafi þar lýst þeirri meginstefnu, að skólahald verði án takmarkana og starfsemi þeirra með eðlilegum hætti í upphafi skólaársins. Hann bætir við að menntamála- ráðherra hafi ekki útlistað hvernig þetta yrði útfært út frá sóttvarna- sjónarmiðum, enda væri það ekki hennar hlutverk að svara fyrir tækni- legu hliðina. Þá segir Páll Kennara- sambandið vera sammála þessari stefnu. Guðmundur Andri Thorsson, vara- formaður nefndarinnar, tók undir með Páli að fundurinn hafi gengið vel fyrir sig en sagði að lítið af nýjum upplýsingum hefði komið fram. „Mér finnst eins og ríkisstjórnin viti ekki alveg í hvorn fótinn hún eigi að stíga. Það kom fram hjá menntamálaráð- herra að það sé stefnt að því að skóla- starf verði haldið með eðlilegum hætti en leiðirnar til þess að svo megi verða, eru óljósar,“ segir Guðmund- ur. Undirbúa bólusetningar unglinga - Þrír á gjörgæslu vegna Covid-19 en enginn í öndunarvél - Upplýsa ekki um það hvort sjúklingar á gjörgæslu séu bólusettir - 12-15 ára bólusett í lok ágúst - Stefnt að skólahaldi án takmarkana í haust Ljósmynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Upplýsingafundur Kamilla S. Jósefsdóttir, Víðir Reynisson og Páll Matt- híasson fóru yfir stöðuna í faraldrinum á fundi með fréttamönnum í gær. ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2021 HVAÐER PLANIÐ? Kíktu á blaðsíðu 9!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.