Morgunblaðið - 06.08.2021, Page 6
Vandi Landspítalans er fjölþættur
og verður ekki leystur með auknum
fjárframlögum einum og sér. Þetta
sagði Bjarni Benediktsson, efna-
hags- og fjármálaráðherra, í samtali
við mbl.is í gær.
Mikið álag er á Landspítalanum
sem starfar nú á hættustigi. Mönnun
er víða tæp og löng bið eftir þjón-
ustu. Álagið er sérstaklega mikið á
bráðamóttöku spítalans í Fossvogi.
Félag sjúkrahúslækna sendi frá sér
tilkynningu í gær þar sem staðan á
spítalanum er sögð vera „íslenskum
yfirvöldum til skammar“.
Spurður hvort það komi til greina
að auka fjárframlög til Landspítal-
ans í ljósi ástandsins svarar fjár-
málaráðherra játandi. „Að sjálf-
sögðu kemur til greina að bæta
viðnámsþrótt heilbrigðiskerfisins til
samræmis við aðstæður en þær að-
stæður sem hafa skapast núna eru
ekki beinlínis
vegna
kórónuveiru-
faraldursins,“
segir Bjarni.
Hann bætir við
að fjárframlög til
heilbrigðiskerfis-
ins hafi verið auk-
in verulega á
þessu kjörtíma-
bili en að afköst
hafi ekki aukist í takt sem þykir
áhyggjuefni.
Þá sagði Bjarni að húsnæðismál
spítalans væru ákveðinn „þröskuld-
ur“ sem þyrfti að yfirstíga. „Við
stöndum í miðju verki við að reisa
nýtt þjóðarsjúkrahús og það er
þolinmæðisverk að komast í gegnum
þetta tímabili sem nú bíður okkar.
Við erum á miklu framkvæmdaskeiði
núna.“ unnurfreyja@mbl.is
Kemur til greina
að auka framlög
- Vandi Landspítalans er fjölþættur
Bjarni
Benediktsson
Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson
Álag Mikið hefur mætt á starfsfólki
Landspítalans vegna kórónuveiru.
„Bregðast verður strax við gríðar-
legu álagi á heilbrigðiskerfið, sem er
nú komið yfir þolmörk, með auknum
fjárveitingum svo hægt sé að
tryggja öryggi sjúklinga og starfs-
fólks og halda uppi viðunandi þjón-
ustustigi,“ segir meðal annars í
minnisblaði sem BSRB sendi stjórn-
völdum í gær vegna kórónuveiru-
faraldursins.
BSRB kallar eftir því að stjórn-
völd viðurkenni mikilvægt framlag
framlínustarfsfólks í baráttunni
gegn heimsfaraldrinum með álags-
greiðslum. Þá er lagt til að skimað
verði fyrir kulnun hjá þessum hópi
svo hægt verði að grípa inn og
tryggja lífsgæði og lífskjör fólks.
BHM sendi stjórnvöldum sömu-
leiðis minnisblað í gær og þar er
tekið undir að stutt verði við fram-
línustarfsfólk. Jafnframt er lagt til
að áhersla verði lögð á velferð og at-
vinnustig fremur en ótímabært að-
hald í ríkisfjármálum eins og það er
orðað. Bandalagið hvetur stjórnvöld
til að framlengja m.a. hlutabótaleið-
ina, viðspyrnustyrki, ráðningar-
styrki og fleiri úrræði. Einnig telur
bandalagið að bjóða eigi atvinnuleit-
endum upp á símenntun í auknum
mæli án þess að skerða bætur.
Fara fram á álagsgreiðslur
- BSRB og BHM sendu stjórnvöldum minnisblöð í gær
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2021
GEFÐU STARFSFÓLKINU
DAGAMUN
Suðurlandsbraut 30 | 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fasteignamat B59 hótels í Borgar-
nesi hefur verið lækkað um þriðjung í
kjölfar úrskurðar yfirfasteignamats-
nefndar um að fella úrskurð Þjóð-
skrár um fyrra mat úr gildi vegna
þess að ekki hefði verið staðið rétt að
málum. Samkvæmt því á eigandinn
væntanlega 3,7 milljónir króna inni
hjá Borgarbyggð í ofteknum fast-
eignasköttum fyrir árið í ár og svip-
aða fjárhæð vegna síðasta árs.
Fyrirtækið BS-eignir ehf. á hótel-
eignina og verslunar- og skrifstofu-
húsnæði í tengdri byggingu en húsin
standa við Borgarbraut 57-59 í Borg-
arnesi. Eigandi fyrirtækisins var ekki
sáttur við fasteignamat húsanna þeg-
ar hann bar það saman við mat á öðr-
um hótelum í Borgarnesi og sveitar-
félaginu í heild og hótel á Suðurlandi í
svipaðri fjarlægð frá Reykjavík. Mat-
ið á hótelinu virtist vera miklu hærra.
Beðið eftir endurgreiðslu
Þegar Þjóðskrá hafnaði því að
lækka fasteignamatið til samræmis
við keppinauta hótelsins kærði eig-
andi B59 hótels til yfirfasteignamats-
nefndar. Nefndin komst að þeirri nið-
urstöðu vorið 2020 að húsið væri ekki
rétt metið og að það orkaði einnig tví-
mælis að beiting matsaðferðarinnar
væri í samræmi við lög. Var lagt fyrir
Þjóðskrá að taka málið til meðferðar
að nýju.
Það hefur Þjóðskrá nú gert, rúmu
ári eftir að yfirfasteignamatsnefnd
úrskurðaði. Matið á hótelbyggingunni
fyrir árið í ár lækkar úr 776 millj-
ónum króna í rúmar 513 milljónir, eða
um 263 milljónir króna. Allar eign-
irnar eru nú metnar á 587 milljónir í
stað 876 milljóna áður. Er þetta um
þriðjungslækkun á fasteignamati.
Ekki kemur fram í úrskurði Þjóð-
skrár hvaða aðferðum var beitt við
nýja matið.
Borgarbyggð hefur innheimt fast-
eignaskatt og önnur fasteignagjöld í
samræmi við gildandi fasteignamat á
hverjum tíma. Lækkun fasteigna-
skatts hótelsins getur gróflega reikn-
að numið 3,7 milljónum króna fyrir
árið í ár og litlu lægri fjárhæð fyrir
síðasta ár. Endurgreiðslan getur tek-
ið til fleiri ára. Hjörleifur B. Kvaran,
lögmaður eiganda hótelsins, segir að
úrskurðurinn hafi verið sendur til
Borgarbyggðar og reiknar hann með
endurgreiðslu á ofgreiddum fast-
eignagjöldum.
Rétt að skoða matið
Spurður hvort þessi úrskurður hafi
fordæmisgildi um aðrar hótelbygg-
ingar eða verslunar- og skrifstofuhús-
næði segist Hjörleifur ekki hafa trú á
því að þetta sé einstakt tilfelli. Hann
segist ekki hafa forsendur til að full-
yrða að fasteignamat sé almennt
rangt reiknað en víðar en þarna kunni
þó að vera pottur brotinn. Ráðleggur
hann eigendum slíkra mannvirkja að
skoða fasteignamat á eignum sínum.
Fasteignamatið lækkað um þriðjung
- Þjóðskrá lækkar fasteignamat B59 hótels í Borgarnesi um 262 milljónir í kjölfar úrskurðar yfirfast-
eignamatsnefndar - Lögmaðurinn telur að víðar kunni að vera pottur brotinn í útreikningi mats
Morgunblaðið/Baldur
B59 hótel Fasteignamat hótelbyggingarinnar á Borgarbraut 59 lækkaði um 262 milljónir við leiðréttingu.
„Við lögðum áherslu á mikilvægi
þess að horfa fyrst og fremst til þess
hversu margir væru alvarlega veikir
frekar en að einblína á fjölda smit-
aðra. Það rímar við yfirlýsingar for-
ystufólks ríkisstjórnarinnar og ým-
issa annarra,“ segir Halldór
Benjamín Þorbergsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins.
Hann fór ásamt framkvæmda-
stjórum Viðskiptaráðs og Samtaka
ferðaþjónustunnar á fund forystu-
manna ríkisstjórnarinnar fyrr í vik-
unni en stjórnmálamennirnir hafa
verið að funda með ýmsum um stöð-
una í kórónuveirufaraldrinum og
viðbrögð við henni.
Fagnar endurmati stjórnar
Halldór Benjamín segir að fram-
kvæmdastjórarnir hafi farið yfir
sjónarmið atvinnulífsins í heild,
hvaða áhrif ráð-
stafanir í sótt-
vörnum hafi haft
og væntingar
þeirra um fram-
tíðina. Hann seg-
ist taka undir
málflutning Kára
Stefánssonar um
að nota beri tím-
ann sem gefst
með núgildandi
takmörkunum til að meta hvort
smitin leiði til alvarlegra veikinda og
innlagna á sjúkrahús eða ekki.
Spurður um áhrif aðgerða á at-
vinnulífið lýsir Halldór þeirri skoðun
sinni að efnahagslega standi sam-
félagið ekki undir öðrum eins vetri
og þeim síðasta. Komið sé að þol-
mörkum í þeim efnum. Því sé gott til
þess að vita að ríkisstjórnin sé að
endurmeta stöðuna. helgi@mbl.is
Komið yfir þanþol
hjá atvinnulífinu
Halldór Benjamín
Þorbergsson
- Forystufólk fundar með ráðherrum