Morgunblaðið - 06.08.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 06.08.2021, Síða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2021 Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Eitt af því sem hefur einkennt þetta ferðasumar er hve mikið hef- ur verið af ferðamönnum frá Bandaríkjunum hér á landi og þessar tölur staðfesta það,“ segir Skarphéð- inn Berg Stein- arsson ferða- málastjóri. Tölur um hlut- fallsskiptingu þjóðerna úr brottfarartaln- ingum í júlí voru birtar á vef Ferðamálastofu í vikunni. Þar kem- ur í ljós að stærsti hópur ferða- manna sem hingað komu voru Bandaríkjamenn, eða 46,6% sé horft til brottfara í þeim mánuði. Þar á eftir koma Pólverjar og Þjóð- verjar með 10,2% og 7,9% brott- fara. Aðeins eru birtar hlutfalls- tölur því beðið er eftir staðfestum fjölda brottfararfarþega frá Isavia, að því er segir á vef Ferðamála- stofu. Skarphéðinn segir í samtali við Morgunblaðið að sögulega séð hafi ríflega þriðjungur ferðamanna að jafnaði komið frá Bandaríkjunum. Því kveði við nýjan tón á þessum óvenjulegu tímum. „Þetta er tals- verð aukning. Að auki hafa margir ályktað að stór hluti af brottförum Pólverja taki til Pólverja sem búa hér og starfa. Ef við tökum það með í reikninginn þá er yfir helm- ingur ferðamanna frá Bandaríkj- unum.“ Skarphéðinn segir enn fremur aðspurður að ferðamenn frá Bandaríkjunum séu góðir gestir. „Það sem maður hefur heyrt er að bandarískir ferðamenn stoppi nú lengur en þeir hafa almennt gert. Það munar talsvert um það.“ Sé horft til markaðssvæða komu flestir ferðamenn frá Norður- Ameríku. Athygli vekur að aðeins 2,7% komu frá Asíu. Nær helmingur ferðamanna Bandaríkjamenn - Tæp 47% brottfara útlendinga frá landinu í júlí voru Bandaríkjamenn - Stoppa lengur en þeir hafa áður gert Skipting ferðamanna í júlí eftir þjóðerni Samkvæmt brottfarartalningu Ferðamálastofu og Isavia 46,6% Bandaríkjamenn 10,2% Pólverjar 7,9% Þjóðverjar Bandaríkjamenn áttu tæplega helming erlendra brottfara í júlí eða 46,6% Pólland 10,2% Þýskaland 7,9% Annað þjóðerni 16,6% Bretland 5,2% Danmörk 2,2% Ísrael 2,2% Ítalía 2,0% Frakkland 3,6% Eystrasaltslöndin 3,5% Skarphéðinn Berg Steinarsson Morgunblaðið/Eggert Ferðamenn Bandaríkjamenn hafa verið áberandi hér á landi í sumar. Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Líkur íslenskra kvenna á að fá grunn- frumu- eða flöguþekjumein í húð á lífsleiðinni hafa þrefaldast frá 1980. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsókna Jónas- ar A. Aðalsteins- sonar, sérnáms- læknis í húðlækningum í Bandaríkjunum. Grunnfrumu- og flöguþekju- mein eru algeng- ustu krabbamein- in sem finnast í mönnum. Þótt ólíklegt sé að þessar tegundir húðkrabbameina meinvarpist og valdi dauðsföllum þá geta þau verið hvimleið og valdið skaða. Síðustu 40 ár hafa líkurnar á slíkum krabbameinum aukist talsvert á Íslandi en meðal kvenna hafa þær farið úr 3,2% yfir í 10,1% og meðal karla úr 2,8% yfir í 7,3%. Jónas vann rannsóknirnar undir handleiðslu Laufeyjar Tryggvadóttur, klínísks prófessors við Háskóla Ís- lands, og Jóns Gunnlaugs Jónassonar, prófessors við Háskóla Íslands. Hafa rannsóknirnar verið birtar í alþjóðlegu tímaritunum British Journal of Der- matology og Journal of the American Association of Dermatology. Að sögn Jónasar eru niðurstöðurn- ar óvæntar en sambærilegar rann- sóknir erlendis frá benda til þess að karlmenn séu almennt líklegri en konur til að fá húðkrabbamein. Að ís- lenskar konur séu berskjaldaðri fyrir grunnfrumu- eða flöguþekjumeini í húð er talið mega rekja til þess að kvenfólk stundi sólböð oftar og sæki meira í ljósabekki en karlmenn. Að sögn Jónasar styður aukning á húð- meinum á búk og fótleggjum kvenna þessar tilgátur en slík svæði eru yf- irleitt ekki mikið berskjölduð fyrir sól á Íslandi. Lyfjanotkun hefur áhrif Auk ljósabekkja og sólbaða benda erlendar rannsóknir einnig til þess að ákveðin lyf gætu gert fólk berskjald- aðra fyrir húðkrabbameini. Mynda þá einstaklingar ónæmisbælingu eða aukið næmi fyrir útfjólublárri geislun í húð. Niðurstöður Jónasar styðja þessa tilgátu en í rannsókn hans voru sér- staklega tekin fyrir lyfin hydrochlo- rothiazide (HCTZ) sem er tekið við háþrýstingi, TNF-alpha hindrar, sem eru teknir við sjálfsónæmissjúkdóm- um og statín sem er notað til að lækka blóðfitu. Bentu niðurstöður til tengsla milli HCTZ og aukinnar hættu á grunn- og flöguþekjuæxlum. Aftur á móti virtust statín og TNF alpha hindrar einungis auka áhættuna á flöguþekjumeinum en ekki grunn- frumukrabbameini. Aftur á móti vakti athygli að met- formín, sem notað er gegn sykursýki, virðist lækka áhættu á grunnfrumu- krabbameini. Segir Jónas þær niður- stöður afar áhugaverðar en þetta er fyrsta rannsóknin sem sýnir fram á slík tengsl. Geti þessar upplýsingar mögulega nýst til að lækka áhættu á grunnfrumumeinum hjá þeim ein- staklingum sem fá ítrekað slík mein. Rannsóknirnar hafa vakið nokkra athygli erlendis en þær byggja á gögnum úr Krabbameinsskrá sem flest önnur lönd skrá og varðveita ekki. Hefur Jónas nú hlotið Howard Levine-verðlaunin og einnig verðlaun frá Háskólanum í Connecticut. Konur líklegri til að fá krabbamein - Íslenskar konur eru þrisvar sinnum líklegri til að fá tiltekin húðkrabbamein en þær voru fyrir 40 ár- um - Ljósabekkjanotkun og sólböð eru talin skýra hvers vegna konur eru berskjaldaðri en karlmenn Morgunblaðið/Árni Sæberg Sólbað Mikil aukning hefur verið á grunnfrumu- og flöguþekjumeinum meðal ungra íslenskra kvenna. Jónas A. Aðalsteinsson „Við erum gríðarlega stolt og ánægð með þetta farsæla samstarf og verð- uga verkefni með hljómsveitinni,“ segir Jón Ólafsson, stofnandi og stjórnarformaður Icelandic Glacial. Tilkynnt var í gær að íslenska vatnsfélagið Icelandic Glacial og hljómsveitin Rolling Stones hefðu ákveðið að endurnýja samstarf sitt. Í tilkynningu frá Icelandic Glacial segir að samstarfið gangi út á að draga úr umhverfisáhrifum af vænt- anlegri tónleikaröð sveitarinnar í Bandaríkjunum sem ber yfirskrift- ina No Filter. Þetta mun vera fjórða árið í röð sem samstarfið stendur en ráðgert er að fyrstu tónleikarnir verði í St. Louis 26. september. Icelandic Glacial mun sjá Mick Jagger og félögum fyrir íslensku há- gæðavatni í glerflöskum ásamt flokkunartunnum. „Frá upphafi hef- ur fyrirtækið okkar lagt metnað í umhverfismál og haft það að leiðar- ljósi að starfsemi okkar sé kolefnis- hlutlaus. Umhverfismálin eru hluti af því hver við erum,“ er haft eftir Jóni Ólafssyni í tilkynningu. Jagger drekkur íslenskt vatn - Icelandic Glacial og Rolling Stones semja um tónleika AFP Tónleikar Mick Jagger og félagar drekka íslenskt vatn á sviði næsta árið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.