Morgunblaðið - 06.08.2021, Síða 11

Morgunblaðið - 06.08.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2021 Hrífunesbændur í Skaftártungu, þau Sigurður Garðarsson og Inger Lang- feldt, komu nýverið færandi hendi í Skógasafnið með myndaspjald til varðveislu á safninu. Á spjaldinu eru myndir af Elínu Á. Árnadóttur, ljós- móður og húsmóður á Hrífunesi, og stórum hluta þeirra barna sem hún tók á móti. Þórður Tómasson í Skóg- um og Andri Guðmundsson, núver- andi safnstjóri, veittu gjöfinni við- töku. Elín í Hrífunesi fæddist í Pétursey í Mýrdal árið 1886. Hún náði háum aldri, varð 87 ára, en hún lést árið 1973. Elín varð ljósmóðir í Skaft- ártungu í Vestur-Skaftafellssýslu að- eins 23 ára gömul. Eiginmaður henn- ar var Jón Pálsson bóndi en þau bjuggu í Hrífunesi frá 1910 til 1963 er Árni sonur þeirra tók við búskapn- um. Myndirnar voru teknar þegar börnin voru komin á fullorðinsaldur. Myndinni svipar því til skólaspjalda sem algeng voru hér áður við útskrift úr héraðsskólum. Á spjaldinu er Elín ljósmóðir ásamt 104 börnum, sem er stór hluti þeirra barna sem hún tók á móti. El- ín fékk myndina að gjöf frá sveit- ungum sínum árið 1956 sem þakk- lætisvott fyrir áralanga þjónustu en hún starfaði í hartnær hálfa öld sem ljósmóðir í heimasveit sinni. Þórður hélt ávarp í tilefni þessarar gjafar, hann nefndi hversu orðlögð gestrisnin hefði verið í Hrífunesi hjá Elínu og Jóni Pálssyni og börnum þeirra. Margar ógleymanlegar minn- ingar ætti hann frá því góða heimili og þeirri miklu gestrisni sem mætti honum í Hrífunesi. Einstök mynd Þórður minntist þess að hafa setið að málsverði þar með Kristjáni Eld- járn, forseta Íslands. „Er enn í munni mér bragðið af nýveiddum sjóbirtingnum sem var þar á borð- um,“ sagði Þórður. Hann þakkaði gjöfina og sagðist oft hafa hugsað til þessarar myndar, sem hann telur einstaka. Fátítt væri að til væri mynd af ljósmóður með ljósubörnin sín, hún rammaði á fal- legan hátt inn ævistarf merkrar konu. Að lokum afhentu Sigurður og Inger húsbændunum í Skógum, þeim Þórði og Andra, nýja bók um ferða- þjónustuna í Hrífunesi. Með í för var Guðni Ágústsson, fyrrverandi land- búnaðarráðherra, sem þakkaði Þórði fyrir hönd þeirra hjóna þessa dýr- mætu og einstöku stund. Guðni fór hlýjum orðum um hið einstaka ævistarf Þórðar Tómas- sonar í Skógum. Án hans hefði safnið í Skógum aldrei risið. Skógasafn fékk gjöf frá ábúend- um í Hrífunesi Gjöf Frá afhendingu myndar og bókar, f.v. Guðni Ágústsson, Þórður Tóm- asson, Sigurður Garðarsson, Andri Guðmundson og Inger Langfeldt. - Myndir af Elínu Á. Árnadóttur í Hrífunesi og ljósubörnum hennar Sósíalistaflokkurinn hefur kynnt til leiks framboðslista í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Fyrsta sætið skipar Guðmundur Auðunsson stjórnmálahagfræð- ingur. Listanum er sem fyrr hjá sósíalistum stillt upp af „slembivöld- um hópi meðal félaga flokksins“, eins og það er orðað. „Við stöndum á tímamótum. Hið óréttláta samfélag sem öfgakapítal- ismi nýfrjálshyggjunnar hefur troð- ið upp á almenning riðar til falls. Samt halda auðvaldsflokkarnir áfram með þá stefnu sína að einka- væða eignir almennings og almanna- þjónustuna og ætla að halda því áfram þvert á vilja þorra almenn- ings. Við getum stoppað þetta,“ seg- ir Guðmundur í fréttatilkynningu frá flokknum. Birna Eik Benediktsdóttir framhaldsskóla- kennari er í öðru sæti, Ástþór Jón Ragnheiðarson, þjálfari og vara- formaður ASÍ- UNG, í þriðja sæti og fjórða sætið skipar Arna Þórdís Árnadóttir verkefnastjóri. „Mér finnst það algerlega ótækt og í raun alger firring að hér á landi skuli finnast fátækt,“ er haft eftir Birnu Eik. Heiðurssæti listans í Suður- kjördæmi skipar Viðar Steinarsson bóndi. Sósíalistar með lista í Suðurkjördæmi Guðmundur Auðunsson 2021 ALÞINGISKOSNINGAR OTTA VÖ TÆ Af . . NÝJAR VÖRUR FRÁ ZIZZI Stærðir 14-32 eða 42-60 w. veg . . Hreyfilshúsi nsásveg 08 Reykjavik ím 81-155 ww.curvy.is GLEÐILEGA HINSEGIN DAGA Landssamband lögreglumanna Landssamband lögreglumanna óskar hinsegin félagsmönnum sínum og öllum öðrum innan regnbogafjölskyldunnar gleðilegra Hinsegin daga. Níu sóttu um tvö embætti héraðs- dómara sem dómsmálaráðuneytið auglýsti laus til umsóknar 9. júlí síðastliðinn. Um er að ræða ann- ars vegar embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðs- dómi Reykjavíkur og hins vegar embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjaness. Umsóknarfrestur rann út 26. júlí sl. Í frétt á vef ráðuneytisins kemur fram að umsækjendur um embættin eru: Björn Þorvaldsson saksóknari, Bryndís Guðmunds- dóttir lögmaður, Margrét Gunn- laugsdóttir lögmaður, María Thejll lögmaður, Nanna Magna- dóttir, formaður og forstöðu- maður, Sigurður Jónsson lög- maður, Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður, Súsanna Björg Fróða- dóttir aðstoðarsaksóknari og Valborg Steingrímsdóttir sviðs- stjóri. „Allir umsækjendur sækja um bæði embættin að frátaldri Sig- ríði Rut Júlíusdóttur sem ein- ungis sækir um embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Skipað verður í embættin frá 1. október 2021,“ segir í frétt dóms- málaráðuneytisins. Níu sóttu um embætti héraðsdómara Morgunblaðið/Þór Héraðsdómur Reykjavíkur Skipa á í embættin frá 1. október.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.