Morgunblaðið - 06.08.2021, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.08.2021, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2021 malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í MALBIKUN Malbikunarframkvæmdir eru okkar sérsvið. Við tökum að okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar sem þarf að malbika. Við tryggjum fyrirtaks þjónustu sem svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum. Hafðu samband. Að minnsta kosti átta eru látnir og þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín í kjölfar mikilla gróður- elda í suðurhluta Evrópu. Dauðs- föllin urðu í Tyrklandi þar sem slökkviliðsmenn glíma við eldana í nokkrum strandbæjum, en 180 eldar hafa kviknað þar í landi frá 28. júlí. Á Ítalíu hefur fjöldi gróðurelda þrefaldast miðað við meðalár. Tjón af völdum eldanna um miðbik og suðurhluta landsins er talið hlaupa á milljónum evra. Á sama tíma hef- ur norðurhluti Ítalíu þurft að glíma við mikil flóð vegna úrhellisrigninga. „Flóð og miklar rigningar í norðri, eldar í suðri. Landinu hefur verið skipt í tvennt,“ er haft eftir Fabrizio Curcio, yfirmanni almannavarna Ítalíu. Björguðu fornminjum naumlega Gróðureldarnir og hitabylgja hrjáir einnig Grikkland þar sem hiti hefur náð 45 gráðum. „Himinninn var grár og rauður og aska féll yfir okkur. Það var eins og það væri heimsendir. Á þriðjudagskvöld kom reykur inn í húsið mitt svo ég þurfti að sofa með grímu því ég gat ekki andað,“ sagði Eleni Myrivili hjá al- mannavörnum Grikklands í útvarps- viðtali í gær. Slökkviliðsmenn berj- ast nú við rúmlega 100 elda sem geisa víðs vegar um landið. Meðal annars ógnuðu þeir fornum Ólymp- íuleikvangi á Pelópsskaga og þurfti að rýma tugi bæja í nágrenni við leikvanginn. Naumlega tókst þó að bjarga leikvanginum í gær en fleiri en 170 slökkviliðsmenn, um 50 dælu- bílar og sex þyrlur komu að slökkvi- starfinu. urdur@mbl.is AFP Tyrkland Þúsundir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eldar herja á Suður-Evrópu - Fjöldi gróðurelda þrefalt fleiri FRÉTTASKÝRING Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Ríkisstjóri New York-ríkis í Banda- ríkjunum, Andrew Cuomo, á nú ekki sjö dagana sæla er dyggustu stuðningsmenn hans snúa við hon- um bakinu. Á miðvikudag kynnti ríkissaksóknari New York, Letitia James, 168 blaðsíðna skýrslu um háttsemi Cuomo. Niðurstaða rann- sóknarinnar er sú að hann hafi kyn- ferðislega áreitt að minnsta kosti ellefu konur. Ríkisstjórinn sætir nú sakamála- rannsókn í Albany, ríkishöfuðborg New York. Sú rannsókn mun taka til brota síðustu þriggja ára en sam- kvæmt lögum New York-ríkis fyrn- ast kynferðisbrot eftir þann tíma. Í skýrslu ríkissaksóknara kemur hins vegar fram að Cuomo hafi skapað fjandsamlegt og eitrað vinnuum- hverfi þegar frá upphafi embættis- töku sinnar. Yfirgripsmikil rannsókn Rannsókn hófst á háttsemi Cuomo á síðasta ári í kjölfar þess að nokkrar konur stigu fram með ásakanir á hendur honum. Á fimm mánaða tímabili ræddu rannsak- endur við nærri 200 manns, meðal annars starfsfólk Cuomos og ein- hverjar þær kvenna sem höfðu haft ásakanirnar uppi. Tugþúsundir skjala, ljósmynda og texta voru skoðaðar vegna rannsóknarinnar. Í skýrslunni kemur fram að Cuomo hafi meðal annars kynferð- islega áreitt fyrrverandi og núver- andi samstarfsmenn. Hann hefur meðal annars verið sakaður um að kyssa konu án samþykkis hennar, að spyrja óviðeigandi spurninga út í einkalíf eins fórnarlambanna, meðal annars um það hvort viðkomandi hefði áhuga á að stunda kynlíf með eldri manni, og að þukla á brjóstum einnar þeirra. Fjölþætt málssókn Cuomo er demókrati og lengst starfandi ríkisstjóri nokkurs ríkis Bandaríkjanna um þessar mundir, en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2011. Þá gegndi faðir hans einnig embætti ríkisstjóra New York frá 1983 til 1994 og var Cuomo hvattur áfram til metorða innan Demókrataflokksins. Fyrir nokkr- um vikum gátu stuðningsmenn borgað tíu þúsund Bandaríkjadoll- ara, eða um 1,2 milljónir íslenskra króna, fyrir að fá að blanda geði við ríkisstjórann í lúxusíbúðinni hans á Manhattan-eyju. Nú hafa hins veg- ar flestir stuðningsmenn Cuomo snúið baki við honum. Þar á meðal mörg verkalýðsfélög og margir samflokksmenn Cuomo svo sem Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings, og öldunga- deildarþingmennirnir Chuck Schumer og Kirsten Gillibrand hafa sagt að Cuomo ætti að segja af sér. Þá hefur Joe Biden Bandaríkjafor- setieinnig óskað eftir afsögn ríkis- stjórans. Nokkrir þingmenn segjast nú undirbúa ákæru til embættis- missis á hendur Cuomo fyrir afglöp í starfi. Ef sú ákæra verður lögð fram myndi hún taka til fjögurra lykil- mála. Það eru ásakanirnar um kyn- ferðislega áreitni sem og meðhöndl- un hans á gögnum hjúkrunarheimila á tímum heims- faraldursins, en Cuomo er talinn hafa viljandi látið vantelja dauðsföll af völdum Covid-19 á elliheimilun- um. Þá er hann talinn hafa notað op- inbert fé til þess að rita endurminn- ingar sínar um heimsfaraldurinn og gert mistök við byggingu brúar sem hlaut nafn eftir ríkisstjóranum Mario M. Cuomo, en Mario var faðir Andrew Cuomo. Ákæran verður þó líklega ekki lögð fram fyrr en þing- menn eru þess fullvissir að þeir geti sigrað lögfræðiteymi Cuomo. Sam- kvæmt frétt á vef New York Times yrði það í fyrsta lagi í lok septem- ber. Verði ákæran lögð fram hefur ríkisþingið 30 til 60 daga til þess að hefja réttarhöld yfir Cuomo. Reiðir á stuðning almennings Til að koma Cuomo úr embætti þyrfti svo samþykki meirihluta full- trúadeildar ríkisþingsins og síðan tvo þriðju hluta öldungadeildarat- kvæða. Demókratar eru með yfir- gnæfandi meirihluta í báðum deild- um innan ríkisins. Margir telja að Cuomo sé frekar að reiða sig á fylgi almennra kjósenda en í nýlegri könnun á meðal New York-búa sögðust 59% vilja sjá hann segja af sér, en 52% þeirra sem hafa kosið Demókrataflokkinn vilja að hann segi af sér. Kosið verður til embætt- is ríkisstjóra á næsta ári og telja kannanir að Cuomo hafi einungis um 18% fylgi. Ef honum yrði vikið úr starfi myndi vararíkisstjórinn, Kathy Hochul, taka við embættinu en hún yrði þá fyrsti kvenkyns rík- isstjóri New York-ríkis. „Ekki hver ég er“ Cuomo þverneitar ásökunum og segir að um menningarlegan mis- skilning á milli kynslóða sé að ræða. Yfirlýsing sem hann gaf út á mið- vikudag innihélt fleiri en 40 myndir af honum og áberandi stjórnmála- mönnum að faðmast til þess að sýna fram á sakleysi í málinu. Meðal stjórnmálamanna sem sjást á myndunum eru fyrrverandi forset- anir George Bush og Barack Obama. „Staðreyndirnar eru frá- brugðnar því sem hefur verið lýst. Ég er 63 ára. Ég hef lifað allt mitt líf í opinberri þjónustu. Þetta er bara ekki sá sem ég er og hef aldrei verið,“ sagði Cuomo í yfirlýsing- unni. Hann heitir því að sitja sem fastast í embætti þrátt fyrir saka- málarannsóknina og yfirvofandi málsmeðferð fyrir embættisbrot. Hvað verður um Cuomo ríkisstjóra? - Sætir rannsókn vegna gruns um hafa áreitt ellefu konur - Stuðningsmenn snúa baki við ríkisstjór- anum - Á yfir höfði sér ákæru til embættismissis - Misskilningur milli kynslóða og menningarmunur AFP Ásakanir Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis, er sagður hafa áreitt fjölda kvenna kynferðislega, þ.á m. sam- starfskonur sínar. Hann stendur nú frammi fyrir sakamálarannsókn og yfirvofandi málssókn fyrir embættisbrot. AFP Mótmæli Almenningur mótmælir á götum New York-borgar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.