Morgunblaðið - 06.08.2021, Page 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2021
Loftslagsumræðan
fer vaxandi þessar
vikurnar. Er þá ekki
vel við hæfi að rifja
upp nokkur atriði
henni tengd frá fyrri
tíð? Miklu fleira
mætti til tína en hér
verður gert, enda
sannarlega af nógu að
taka.
„Dagur jarðar“
Fyrsti „Dagur jarðar“ var hald-
inn 22. apríl árið 1970. Um 20
milljónir Bandaríkjamanna tóku
þátt í atburðum dagsins, sem ein-
kenndust aðallega af dómsdags-
spám um endalok mannlífs, dýra-
lífs og jafnvel jarðarinnar í heild.
Meðal spámannanna var George
nokkur Wald, líffræðingur við Har-
vard-háskólann. Spá hans var:
„Siðmenningin mun líða undir lok
innan 15 til 20 ára ef ekki verður
gripið til aðgerða gegn þeim vanda
sem að mannkyninu steðjar.“
Á sama tíma hafði líffræðing-
urinn Paul R. Ehrlich, sem talinn
var mjög marktækur, uppi dóms-
dagsspár um hörmulegar afleið-
ingar fólksfjöldaaukningar, sem
hann sagði ýmsa sérfræðinga telja
að mundi þegar árið 1975 hafa í för
með sér stórum meira hungur á
heimsvísu en nokkur gæti trúað.
Undir þetta tók Denis Hayes, að-
alskipuleggjandi jarðardagsins
1970, er hann sagði: „Nú þegar er
það orðið of seint að koma í veg
fyrir hungursneyð á heimsvísu.“
Árið 1970 sagði Ehrlich líka að eft-
ir 10 ár yrðu öll veigamestu sjáv-
ardýr úrdauð og árið 1971 var eftir
honum haft að um árið 2000 yrðu
Bretlandseyjar örsnauðar og að
þar mundu búa 70 sveltandi millj-
ónir.
Ísöld
Reyndar einkenndust spádómar
um loftslag og endalok siðmenn-
ingar á áttunda áratugnum mest af
forspám um komandi ísöld. Fjöl-
margir vísindamenn sem taldir
voru marktækir létu hafa eftir sér
ógnarspár um kólnandi heim, upp-
skerubrest og hungur. Jöklar áttu
að skríða fram og
nokkrir meira að
segja spáðu því að
innan nokkurra ár-
hundraða mundu jökl-
ar hylja stóran hluta
norðurhvels jarðar.
Hitnandi heimur
Upp úr 1980 tóku
spárnar að breytast.
Það hætti nefnilega
að kólna og jafn-
aðarhitinn fór lítillega
hækkandi ár af ári.
Ýmsir sem höfðu hástöfum spáð
komandi ísöld skiptu furðu fljótt
um tón. Líka komu fram nýir spá-
menn. Þar má nefna Al Gore - Al-
bert Arnold Gore jr., bandarískan
demókrata fæddan 1948. Hann hef-
ur verið í stjórnmálum í á þriðja
tug ára, var varaforseti Bandaríkj-
anna í tíð Bills Clintons og bauð sig
fram til forseta á móti George W.
Bush árið 2000 en tapaði.
Al Gore er heitur umhverfissinni
og afar virkur sem slíkur. Bók
hans An Inconvenient Truth
(Bagaleg sannindi), sem varð
grunnur heimildarmyndar með
sama heiti, aflaði honum bæði
frama og fjár – og meira að segja
Nóbelsverðlauna. Í þessum verkum
er ýmsu haldið fram sem stað-
reyndum sem reynst hefur allt
annað. Þar á ekki síst við um línu-
rit, sem kallað hefur verið hockeys-
tick (hokkíkylfa) vegna lögunar
sinnar og er afrakstur Michaels
Manns og tveggja félaga hans.
Línuritið á að sýna þróun hitastigs
á jörðinni síðustu 1.000 árin en hef-
ur verið kallað umdeildasta lofts-
lagsframsetning síðustu ára. Höf-
undar línuritsins unnu nefnilega
verk sitt svo að ekki kemur fram
hið svokallaða miðaldakuldaskeið,
sem stóð frá um það bil 1300 til
1800. Þetta virðist hafa verið gert í
áróðursskyni og til að undirstrika
áhrif mannsins og gerða hans á
loftslagið.
Samtíminn
Nefna mætti fleiri lofts-
lagsspámenn seinni tíma sem sett
hafa fram tímasetta heims-
lokaspádóma, enda af nógu að taka
bæði á meðal „vísindamanna“,
áhrifavalda og stjórnmálamanna,
sem bergmála upphrópanir hver
annars.
En hefur þú tekið eftir því hve
hljóðnaði þegar Covid-19 var komin
nokkuð á strik? Það heyrðist eitt
og eitt kvak en hinir háværustu
hurfu sem næst að fullu í umfjöllun
fjölmiðla. Þetta átti við um til
dæmis sænsku hnátuna Gretu
Thunberg, sem var allt að því sí-
fellt í fréttum, og sænskur kven-
biskup líkti við Jesú Krist, sem
vakti loftslagsótta með ungmenn-
um – einnig hér á landi – og húð-
skammaði ráðamenn heimsins á
Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna er þeir lutu svo lágt að klappa
henni lof í lófa.
Veiran
Hér á landi þögnuðu várpost-
ularnir líka að mestu. Allt hvarf í
skugga veiru, ættaðrar austan úr
Kína. Veiru sem vakti raunveruleg-
an ótta við alvöruvá; ótta um heilsu
og afkomu; ekki einungis ein-
staklinga heldur ekki síður at-
vinnugreina og heilla þjóða.
En hefur þú þá líka tekið eftir
því að nú, þegar stig af stigi hefur
náðst viðspyrna gegn veirunni með
höftum og bóluefnum, heyrist á ný
í þeim sem héldu sig um stund-
arsakir til hlés? Þeir eru farnir að
æfa taktinn sem taka á við. Aftur
er ógnarboðskapurinn borinn fram
að hætti sértrúarmanna sem ekki
líða öndverðar skoðanir og mæta
þeim sem ekki eru þægir og und-
irgefnir með upphrópunum og upp-
nefnum en alls ekki rökum eða
grundaðri umræðu um hugsanlegar
aðrar orsakir hlýnunar – svo sem
náttúrulegar – eða jafnvel það að
hlýnun kunni að vera til góðs.
Várpostularnir eru komnir á
kreik. Þeir hafa séð að unnt er að
láta almúgann hlýða – eins og í við-
fanginu við Covid-19. Er þá ekki
tilvalið að nýta undirgefnina sem
lærst hefur til framgangs málefn-
inu; baráttunni gegn hinni ætluðu
vá – hlýnun loftslagsins?
Er þetta gleymt?
Eftir Hauk
Ágústsson » Þeir eru farnir að
æfa taktinn sem
taka á við.
Haukur Ágústsson
Höfundur er fyrrv. kennari.
69. gr. laga nr. 100/
2007 hljóðar svo: „Bæt-
ur almannatrygginga,
svo og greiðslur sam-
kvæmt 63. gr. og fjár-
hæðir skv. 22. gr.,
skulu breytast árlega í
samræmi við fjárlög
hverju sinni. Ákvörðun
þeirra skal taka mið af
launaþróun, þó þannig
að þær hækki aldrei
minna en vísitala neysluverðs.“ Und-
irritaður fær nokkrar krónur til
framfærslu frá TR, sem heyrir undir
fyrrgreind lög. Samkvæmt þeim taldi
undirritaður að hækkun til hans ætti
að vera meiri en 3,6%, sem hækkunin
nam frá TR, þar sem vísitala
launaþróunar, sem byggist á
launaþróun og birt er mánaðarlega
hjá Hagstofu Íslands, var hærri og
kærði undirritaður ákvörðun TR til
úrskurðarnefndar velferðarmála. Í
svari TR til úrskurðarnefndarinnar
vísar TR í það að í 69. gr. sé aðeins
vísað til launaþróunar en ekki launa-
vísitölu og vitnar í álit Umboðsmanns
Alþingis, mál nr. 9818/2018, sem
kemst að þeirri niðurstöðu að ráð-
herra sé heimilt að ákveða hvaða pró-
sentuhækkun sem er, ef miðað er við
vísitölu. Undirrituðum var kunnugt
um álit umboðsmanns en vildi láta
reyna á hvort úrskurðarnefndin
myndi hafna því að launavísitala
sýndi launaþróun. Undirritaður
kærði þá að ekki skyldi vera farið eft-
ir launaþróun, þar sem launaþróunin
sýndi á þeim tíma sem fjárlögin voru
til umfjöllunar yfir 6% meðalhækkun
launa á árinu 2020.
Hagstofan gefur út breytingar á
launaþróun og nota opinberir aðilar
þá útreikninga við kjarasamninga op-
inberra starfsmanna sem bundnir
eru launaþróun. Ekki verður annað
séð, þegar farið er inn á vefsvæði
Hagstofunnar, en að það sem hún
kallar launavísitölu séu niðurstöður
útreikninga á launaþróun. Þar segir
undir liðnum laun og tekjur: „Út-
reikningar á launaþróun og launum
byggjast á upplýsingum úr launa-
rannsókn Hagstofu Íslands. Launa-
rannsóknin er byggð á úrtaki fyrir-
tækja, sveitarfélaga og stofnana með
tíu eða fleiri starfsmenn og er gagna
aflað mánaðarlega rafrænt fyrir öll
störf, safnað er ítarlegum upplýs-
ingum um laun, launakostnað,
greiddar stundir og ýmsa bakgrunns-
þætti starfsmanna og launagreið-
enda. Mánaðarleg launavísitala mæl-
ir mánaðarlegar breytingar á
reglulegum launum á íslenskum
vinnumarkaði. Birtar eru niðurstöður
eftir launþegahópum og atvinnu-
grein.“ TR vitnar í fjármálaráðherra
(þingskjal 1053-266) þar sem ráð-
herrann segir: „Það er mat hverju
sinni í fjárlagagerðinni hvernig taka
skuli mið af launaþróun, en almennt
má segja að gengið sé út frá með-
alhækkunum á kjarasamningum.“
Ekki verður annað skilið af orðum
ráðherrans en að hann sé að segja að
starfsmenn fjármálaráðuneytis séu
að fara eftir launaþróun og megi
sjálfir ákveða hver sú launaþróun er
og þurfi þá væntanlega
ekki að fara eftir út-
reikningum Hagstof-
unnar þegar kemur að
ákvörðun bóta TR. Nú
fyrir nokkrum dögum
fengu þingmenn og ráð-
herrar hækkun launa
upp á 6,2%. Ekki er ann-
að vitað en það sé sam-
kvæmt vísitölu Hagstof-
unnar um launaþróun
en ekki útreikningum
starfsmanna fjár-
málaráðuneytis, sem allt eins geta
verið fengnir með spilastokk.
TR segir í svari til úrskurðar-
nefndarinnar: „Í ljósi þess að ákvörð-
un um hækkun á lífeyri kæranda er
tekin af öðru stjórnvaldi vill Trygg-
ingastofnun vekja athygli á því að
stofnunin hefur aðeins þær upplýs-
ingar sem að framan greinir um þær
forsendur sem miðað var við þegar
ákvörðun um hækkun ellilífeyris var
tekin. Telji úrskurðarnefnd ástæðu til
þess að fá frekari upplýsingar um
þær forsendur þyrfti að fá þær hjá
því stjórnvaldi sem kom að ákvörð-
uninni.“
Undirritaður sneri sér því sjálfur
til þess ráðherra sem TR fellur undir,
barnamálaráðherrans. Engar rök-
semdir var á þeim bæ að fá um hvern-
ig þessi 3,6% hækkun til mín var
fengin. Barnamálaráðherrann segir
því sem næst að honum komi þetta
ekki við, þótt undir TR falli mál fá-
tækra öryrkja sem hafa börn á fram-
færi. Svar ráðherrans er eftirfarandi:
„Það kemur því í hlut fjármála- og
efnahagsráðherra við undirbúning og
í frumvarpi til fjárlaga hvert ár að
taka ákvörðun um hvaða viðmiðanir
eru lagðar til grundvallar við gerð til-
lagna um hækkun bóta almanna-
trygginga.“
Nú er það svo að fjárkröfur fyrnast
á fjórum árum. Undirrituðum er það
undrunarefni að Öryrkjabandalagið
skuli ekki fyrir löngu vera farið af
stað með að reyna að hnekkja þeirri
lítilsvirðingu og mismunun sem ör-
yrkjum er sýnd. En ég er ekki hissa á
sinnuleysi LEB. Þar hefur fólk þá
skoðun að helst eigi að heimta kjara-
bætur fyrir fólk með fullar hendur
fjár, afnema eigi allar skerðingar og
fólk með háar tekjur eigi að fá fullar
bætur frá TR að auki. Nýhættur for-
maður LEB er nú komin á lista hjá
barnamálaráðherranum þar sem hún
mun sjálfsagt berjast fyrir þeim mál-
stað. Hann er í samræmi við kröfur
tveggja öryrkja sem sæti eiga á Al-
þingi, sem hafa háar tekjur en heimta
fullar greiðslur frá TR að auki.
Bætur almanna-
trygginga
Eftir Sigurgeir
Jónsson
Sigurgeir Jónsson
»Undirritaður sneri
sér því sjálfur til
þess ráðherra sem TR
fellur undir, barna-
málaráðherrans, því
tvisvar verður gamall
maður barn.
Höfundur er sjómaður
í Suðurnesjabæ.
hellrar@simnet.is
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og trygg-
ir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda.
Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.