Morgunblaðið - 06.08.2021, Page 19

Morgunblaðið - 06.08.2021, Page 19
bil 70 árum. Hún kom til Íslands til að endurnýja vinskapinn og var af því tilefni birt skemmtilegt viðtal við þær vinkonurnar í Morgunblaðinu. Að leiðarlokum eru þökkuð löng og farsæl kynni okkar Ásu. Ég mun ávallt minnast hennar með hlýju og þakklæti. Ég votta Sigurbjarti, eiginmanni Ásu, son- unum Helga, Jóni Ásgeiri og Arnari svo og fjölskyldum þeirra mína innilegustu samúð. Ragnhildur Benediktsdóttir. Ása eins og við kölluðum hana var stofnfélagi í Lionsklúbbnum Úu í Mosfellsbæ 10.12. 2007. Við minnumst góðs félaga sem ávallt var tilbúin að leggja lið í anda Lions, til einstaklinga og samfélagsins. Hún var kraftmik- ill félagi og ósérhlífin. Má nefna m.a. þegar klúbburinn tók að sér ungmennabúðir Lions í júlí 2008 í Varmárskóla. Þar var Ása í öllum verkum, undirbúningi fyrir búð- irnar, að elda ofan í ungmennin og vera til staðar það sem þurfti. Fyrir þetta fékk hún viðurkenn- ingu frá Lions. Þegar Lionsklúbbarnir í Mos- fellsbæ héldu Lionsþing 2010 og 2016 var hún í ýmsum verkum sem tilheyra stóru þingi. Einnig má nefna þegar Úur aðstoðuðu við jólahlaðborð aldr- aðra í Eirhömrum í Mosfellsbæ til margra ára, að bera fram mat og ganga frá í eldhúsi, þar kom okkar vinkona sterk inn. Hún var virkur þátttakandi í Úulundi í Skammadal þar sem klúbburinn hefur séð um að planta trjám síðan árið 2012. Svo kom að því að hún treysti sér ekki lengur til verka, en í staðinn ól hún upp lítið furutré sem hún hlúði að við stofugluggann sinn og var síðar gróðursett í Úulundi. Þar með lagði hún sitt af mörkum í gróðurverkefni klúbbsins og að jafna kolefnisspor. Hún var ritari klúbbsins starfsárið 2014-2015. Hún var virkur félagi alla tíð, þrátt fyrir heilsubrest síðustu árin. Klúbb- urinn veitti henni Melvin Jones- viðurkenningu árið 2016. Félagar í Lkl. Úu minnast hennar með hlýhug og þakklæti og vottum við Sigurbjarti og fjöl- skyldu innilega samúð. Fyrir hönd félaga og vina í Lionsklúbbnum Úu, Dagný S. Finnsdóttir. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2021 ✝ Jóhanna Aðal- björg Þorkels- dóttir fæddist á Siglufirði þann 11. nóvember 1933. Hún lést á Dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri þann 26. júlí 2021. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jó- hanna Guðríður Kristjánsdóttir (1892-1986) og Þorkell Svarfdal Sigurðsson (1881-1940). Jó- hanna var yngst 13 systkina, sem voru: Eleonora, Sigurpáll, Kristján, Margrét, Axel, Albert, Sigurður, Júlíus, Hansína, Hilmar, Sigríður Inga og El- ísabet. Þau eru öll látin. Jóhanna giftist Páli Snævari Jónssyni, f. á Akureyri 1932, þann 18.07. 1953. Þau bjuggu alla sína búskapartíð á Akur- eyri. Páll og Jóhanna eignuðust sjö börn, þau eru: Jón Ingvar, f. 1951, kvæntur Þórdísi Þorvaldsdóttur, synir þeirra eru Snorri Páll, Þorvald- ur og Ingvar, maki Íris Guð- mundsdóttir. Þorkell Jóhann, f. 1952, börn hans og Guðrúnar Stef- ánsdóttur eru Jóhanna, gift Birgir, f. 1966, kvæntur Sig- rúnu Birnu Óladóttur, börn þeirra eru Elín Dóra, gift Jó- hanni Helga Hannessyni, Óli Birgir, maki Tinna Rún Bene- diktsdóttir, Hanna Klara. Áður átti Birgir soninn Kristján. Margrét, f. 1969, gift Bjarna Bjarnasyni, börn þeirra eru Al- mar Blær, maki Thelma Sól Hall, Lína Petra, maki Ýmir Valsson. Áður átti Margrét son- inn Pál Snævar, maki Páls er Þórdís Linda Guðlaugsdóttir. Barnabarnabörnin eru orðin 33. Jóhanna ólst upp á Siglu- firði, yngst í stórum hópi systk- ina. Faðir hennar dó þegar hún var nýorðin sjö ára gömul og eins og gefur að skilja hafði fráfall föður frá stórum hópi barna veruleg áhrif á fjölskyld- una en með samheldni fjöl- skyldunnar tókst að halda hópnum saman. Eftir almenna skólagöngu flutti Hanna, 14 ára gömul, til Akureyrar í vist til Alberts, bróður síns, og Siggu, konu hans, og hjálpaði til við barna- uppeldi á því góða heimili. Á Akureyri kynntist hún Páli og hófu þau búskap 1951, bjuggu fyrst í litlu-Reykjavík sem stóð á Eyrinni á Akureyri. Lengst af bjuggu þau í Skarðshlíð 38 og síðar í Lindasíðu 4. Á vordög- um 2020 fluttu þau á Dval- arheimilið Hlíð á Akureyri hvar þau bjuggu til æviloka. Útför hennar fór fram frá Akureyrarkirkju 3. ágúst 2021. Guðfinni Helga Þorkelssyni, og Bjarki Þór, kvænt- ur Steinunni Há- konardóttur. Stefán Kristján, f. 1957, kvæntur Maríu Guðbjörgu Hensley, dóttir þeirra er Rósa María. Af fyrra hjónabandi átti Stefán Óðin, Gunn- ar Örvar og Matthildi Alice, maki Jóhann Pétur Flecken- stein, María átti áður dótturina Báru, maki Ingi Þór Sigurðsson. Páll, f. 1961, kvæntur Mar- gréti J. Kristjánsdóttur, börn þeirra eru Nanna Rut, maki Hlynur Páll Guðmundsson, Kol- brún Helga, maki Sonja Björg Jóhannsdóttir, Júlíus Snær, maki Jenný Birta Þórisdóttir. Haraldur, f. 1962, kvæntur Jóhönnu Sólrúnu Norðfjörð, barn þeirra er Vetur Nóa, maki Coral Pérez, fyrir átti Haraldur Viðar og Katrínu Mist, maki Jó- hann Axel Ingólfsson. Af fyrra hjónabandi átti Jóhanna Ingi- mund, kvæntur Alís Ólafs- dóttur, Ólafíu Kristínu, gift Þresti Leó Jóhannssyni, og Öldu Maríu, gift Ásgeiri Andra Adamssyni. Þann 3. ágúst 2021 fylgdi ég tengdamóður minni hinsta spöl- inn og með sorg í hjarta kveð ég hana eftir 19 ára samfylgd. Hanna, eins og hún var jafnan kölluð, var yndisleg kona og ein- stök. Einungis 18 ára gömul eign- aðist Hanna sitt fyrsta barn og sitt síðasta þegar hún var 36 ára en þá voru börnin orðin sjö. Í dag eru afkomendur Hönnu og Palla ansi margir en barnabörnin eru 27 og barnabarnabörnin 33. Þegar ég hugsa um Hönnu sé ég fyrir mér sólskinsbros og heyri hláturinn en þannig var Hanna og ekki mikið sem sló hana út af lag- inu. Fyrir rúmum þremur mán- uðum kvöddum við Palla og var það einstaklega erfitt fyrir Hönnu en þau höfðu þá verið samferða í 73 ár. Palli og Hanna voru sem eitt og samstiga í því sem þau gerðu, þegar Palli kvaddi fór sól- skinsbrosið og hláturinn. Elsku Hanna mín, mikið á ég eftir að sakna þín. Fyrsta skiptið sem ég hitti þig var um jól árið 2002, mjög kvíðin ung kona að hitta tengdaforeldra sína en ég þurfti ekki að kvíða neinu, þið Palli tókuð mér og mínum ein- staklega vel og fyrir það er ég þakklát. Ég minnist með hlýhug Linda- síðu og hversu gott var að koma þangað, alltaf til ís handa þeim sem vildu, spjall og hlýr faðmur. Rósa María, dóttir okkar Stefáns (Bróa), átti svo fallegt samband við ykkur og fór reglulega í heim- sókn, oft fór hún ein, á hjóli eða gangandi. Hanna var mikil handavinnu- kona og eru þeir ófáir vettlingarn- ir og húfurnar sem Rósa María kom með heim og notaði mikið. Fallegan bleikan kjól prjónaðir þú handa henni og ansi margar ungbarnahúfur en þú prjónaðir þær handa öllum og núna síðast fékk Aþena Rós fallega húfu að gjöf. Þótt ég hefði viljað hafa þig lengur þá trúi ég því að brosið sé komið aftur þar sem þú ert komin til Palla sem var svo sannarlega sálufélagi þinn. Að lokum vil ég þakka þér Hanna fyrir að vera nákvæmlega eins og þú varst og takk fyrir allar þær stundir sem við áttum sam- an. Eins og þegar við kvöddum Palla þá fékk ég leyfi frá barna- barni þínu, Rósu Maríu, til að hafa ljóð frá henni með í þessari kveðju: Sorgin Sorgin situr enn í hjarta þínu þú liggur ein í móa og sól og vindur blása burt öllum sorgum þínum. Kveðja, María Hensley. Jóhanna Aðalbjörg Þorkelsdóttir Nú höfum við kvatt Guðbjart elsta bróður okkar níu systkina. Minning- arnar streyma fram, bræðurnir í leik og áflogum í litla fallega húsinu okkar í Hvammi. Síðan flutningar okkar fjölskyldunnar að Stakkhamri. Það var mikið átak á þeim tíma, 1944, þegar ekki var einu sinni bílvegur að Stakkhamri svo mað- ur tali ekki um rafmagn eða síma. Þarna þurfti dugnað og þraut- seigju. Ég man að elstu bræðurn- ir, Guðbjartur og Bjarni, gengu og ráku kýrnar alla leið frá Hjarðarfelli niður að Stakk- hamri. Var það löng leið fyrir drengi á tólfta og þrettánda ári. Önnur minning, niðurbrotinn unglingur, Guðbjartur, kom heim eftir að hafa farið að sækja kind- urnar suður með Víkum. Ég man hann sagði: Ég náði í hornin á einni og gat dregið hana að landi Guðbjartur Alexandersson ✝ Guðbjartur Al- exandersson fæddist 16. ágúst 1931. Hann lést 18. júlí 2021. Útförin fór fram 30. júlí 2021. en gat ekki meir. Sjórinn tók stóran hóp eða meirihluta fjárins. Þetta gerð- ist áður en ár var liðið frá flutningi okkar niður að sjó. Þetta voru daprir dagar. En „sólin reis“ með samhug og hjálp okkar elskulegu sveit- unga. Fjárhópur birtist í gegnum kafaldskófið og tveir menn á eftir. Samtakamátt- ur sveitunganna var heimilinu okkar ómetanlegur. Ég veit að þessir atburðir voru bróður mín- um minnisstæðir. Svo sannarlega hafa tímarnir breyst síðan við systkinin vorum að alast upp. Lífsbaráttan var hörð, engin tæki til neinna hluta þó svo hugur stæði til fram- kvæmda. Eitt af fyrstu verkefn- um eftir að fjölskyldan flutti að Stakkhamri var að gera veg eða færan götuslóða, um eins km langan, yfir blautan flóa og gera brú yfir illfæran læk. Hjálpuðu bræður mínir við þetta verk og var þá sá elsti, Guðbjartur, þeirra fremstur í flokki. Einnig komu góðir nágrannar og fleiri þar við sögu en tækin og tólin voru skófla, haki, hestvagnar og bless- aðir hestarnir sem þeir yngstu voru látnir teyma. Það var auð- vitað frumnauðsyn að hafa vega- samband við sveitina. Fyrir fé- lagslega sinnað fólk þýddi það frelsi. Guðbjartur bróðir minn tók þátt í félagsstarfi sveitarinn- ar og sinnti ýmsum störfum fyrir sveitina sína meðan hann bjó þar. Æska hans leið í stórum systk- inahópi. Öll þurftum við að hjálp- ast að við það sem gera þurfti á stóru heimili og búi. Mæddi þar mest á þeim elstu í hópnum. Guðbjarts stóra gæfa var þeg- ar hann kvæntist henni Ellu Rósu sinni. Þau reistu nýbýli af miklum myndarbrag í Miklaholti, á jörð foreldra hennar og eign- uðust synina Alexander og Val- geir. Það var honum því mikið áfall þegar hún veiktist og kvaddi allt of snemma, svo samhent og samrýnd sem þau voru. En lífið heldur áfram þótt áföllin séu stór. Þegar lífið í sveitinni var að baki fann hann félaga og sambýlis- konu í Guðrúnu. Áttu þau saman góð ár en hún lést fyrir sex árum. Eftir það var hann einn í sinni íbúð og var ótrúlega duglegur að hugsa um heimilið sitt og sjálfan sig en einmanaleikinn gerði áreiðanlega vart við sig. Elsku frændur, Alexander, Valgeir og fjölskyldur, við Smári biðjum guð að blessa minningu um góðan föður. Auður og Smári. Elsku amma. Við amma áttum gott samband sem var mér dýr- mætt. Laugavellirnir stóðu mér og mínum alltaf galopnir og gleði hennar þegar við komum í heim- sókn var fölskvalaus. Eftir að ég varð móðir styrktust böndin okk- ar en sem ungri móður var það mér ómetanlegt að eiga ömmu að. Hjá henni stóð tíminn í stað og ég mætti alltaf skilningi, glaðværð og hlýju. Vissulega getur tekið á að læra á lífið og feta sig áfram í móðurhlutverkinu en amma var viskubrunnur sem hægt var að sækja í allt milli himins og jarðar. Börnin mín báðu mikið um að heimsækja „rauðu ömmu“ en þar mátti alltaf narta í kleinur eða borða jarðarberjagraut á meðan þau fengu að lita eða leika með dótakassann. Síðast í gær stakk Þórður Karl upp á því að við myndum heimsækja langömmu. Þegar ég sagði honum að það væri því miður ekki hægt sagði hann: „Jú það er víst hægt. Við förum bara framhjá búðinni, hlaupum upp gangstéttina og svo inn um dyrnar á Dyngju.“ Ég vildi að það væri svona ein- falt. Amma kenndi mér að vera þakklát fyrir litlu hlutina í lífinu og sjá það jákvæða umfram það neikvæða. Það voru forréttindi að eiga hana að. Þegar kemur að kveðjustund segi ég takk, takk innilega fyrir allt spjallið okkar yfir sennilega þúsund kaffiboll- um. Jóna Björt. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTINN ÞÓRIR EINARSSON, fyrrverandi kennari og skólastjóri, Melgerði 13, Reyðarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð, Eskifirði, 2. ágúst. Útför auglýst síðar. Einar Már Kristinsson Júlíana Haraldsdóttir Ragnheiður K. Kristinsdóttir Gunnlaugur E. Ragnarsson Margrét St. Kristinsdóttir Vilbergur Prebensson Tómas Örn Kristinsson Elísabet Tómasdóttir Kristinn I. Kristinsson Helle Kit Hansen Sæbjörg S. Kristinsdóttir og barnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURVALDÍS GUÐRÚN LÁRUSDÓTTIR, Árkvörn 2a, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 13. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Færum starfsfólki Markar sem annaðist hana þakkir fyrir góða umönnun. Ólöf Sif Bjarkar Benedikt Sigurðsson Ingibjörg Tómasdóttir Ragnar Werner Hallbergsson Sigurbjörg G. Tómasdóttir Vilhjálmur Örn Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGURLAUG SIGURJÓNSDÓTTIR, Grænumörk 2, Selfossi, áður Reykjum á Skeiðum lést 1. ágúst á hjúkrunarheimilinu Fossheimum. Jarðsungið verður frá Selfosskirkju miðvikudaginn 11. ágúst klukkan 13.30. Jarðsett verður í Ólafsvallakirkjugarði að athöfn lokinni. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni promynd.is/sigurlaug Börn hinnar látnu og fjölskyldur þeirra Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR, Miðleiti 7, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 3. ágúst. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 23. ágúst klukkan 15. Gunnar Helgi Guðmundsson Ragnheiður Narfadóttir Björn Guðmundsson Margrét Héðinsdóttir Guðmundur Þ. Guðmundss. Fjóla Ósland Hermannsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG DAN PÁLMADÓTTIR þroskaþjálfi, Kirkjulundi 6, Garðabæ, lést þriðjudaginn 27. júlí. Útför hennar mun fara fram í kyrrþey. Pálmi Á. Magnússon Shelley H. Magnússon Garðar H. Magnússon Guðrún Guðlaugsdóttir Kjartan P. Magnússon Helga H. Þórsdóttir Dana Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURLAUGAR JÓNSDÓTTUR, Lautasmára 1, Kópavogi. Jón Þór Árnason Hallfríður Sigurðardóttir Páll Árnason Edda Lilja Sveinsdóttir Ásdís Árnadóttir Jón Bergsveinsson Ragnar Árnason Áslaug Björgvinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.