Morgunblaðið - 06.08.2021, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 06.08.2021, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2021 Náðirðu núm- erinu, spurði Krist- ján mig þegar ég hitti hann á Hótel Borg, búinn að fara í sturtu, fara í jakkafötin og setja gel í hárið. Hvaða númeri, spurði ég. Nú, á bíln- um sem keyrði yfir andlitið á þér! Þetta var Kristján í hnot- skurn, alltaf með húmorinn á hreinu og kaldhæðinn mjög. Þá var hann líka svo sannarlega vinur vina sinna, sem maður fann þegar á reyndi. Vinátta okkar hélst síðan alveg fram á þennan dag. Það var því gíf- urlegt áfall þegar ég fékk sím- tal frá sameiginlegum vini okk- Kristján Þór Guðmundsson ✝ Kristján Þór fæddist 15. júlí 1968. Hann lést 24. júní 2021. Útför Kristjáns fór fram 26. júlí 2021. ar Kristjáns, bú- settum í Svíþjóð eins og Kristján, með þær fréttir að hann væri látinn. Þær fréttir komu eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég kynntist Kristjáni Þór í gegnum sameigin- legan vin, Viðar, þegar ég var 16 ára gamall og hann varð einn af vinahópnum, sem samanstóð aðallega af mér, Viðari, Jökli, Hjalla og Pétri. Við brölluðum margt saman félagarnir eins og gengur á þessum árum. Stund- uðum skemmtanalífið grimmt og fórum á útihátíðir saman svo eitthvað sé nefnt. Maður vissi alltaf að það yrði gaman ef Kristján yrði með í för. Mér varð snemma ljóst að Kristján væri afburðagreindur, gríðarlega fljótur að hugsa og greina kjarnann frá hisminu. Maður hafði til að mynda ekki roð við honum í að leysa gátur og erfiðar þrautir. Hann var líka afburðanámsmaður, dúxaði í FB og var að því er mig minn- ir þriðji hæstur í inntökuprófi í læknisfræði í HÍ. Kristján var mikill mannvin- ur eins og ég og hafði ímugust á þröngsýni, rasisma og hvers konar fordómum eins og ég. Í síðasta hittingi okkar, sem var á jólunum 2019, talaði hann mikið um hversu hræðilegur Donald Trump forseti Banda- ríkjanna væri og þar var ég á sama máli og fögnuðum við báðir mjög þegar hann tapaði forsetakosningunum 2020. Þá talaði hann um að loftslagsmál- in væru mikið og alvarlegt vandamál í heiminum í dag og hafði áhyggjur af þeim. Það sem gerir þetta skyndi- lega og óvænta fráfall Kristjáns vinar míns erfiðara og sárara en það þyrfti að vera er sú staðreynd að þremur vikum áð- ur en hann dó hringdi hann í mig frá Svíþjóð, þar sem hann hafði verið búsettur sl. 20 ár, til að segja mér stórar fréttir. Hann væri búinn að segja upp vinnunni í Svíþjóð og væri að flytja heim! Hann væri að selja húsið sitt og leita sér að íbúð og langaði til að búa í nágrenni við mig. Við áttum langt og gott samtal, þar sem farið var um víðan veg. Fráfall Kristjáns mun skilja eftir sig tómarúm, sem verður seint eða aldrei fyllt. Jafnvel þótt mánuðir liðu á milli hitt- ings og samtals efaðist held ég hvorugur okkar um einlæga vináttu í garð hvor annars og það var alltaf eins og við vær- um nýbúnir að hittast þegar við hittumst loks. Farðu í friði elsku vinur og megir þú hljóta þá náð sem þú átt skilið á næsta tilverustigi. Systkinum Kristjáns, vanda- mönnum og vinum flyt ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Vin sínum skal maður vinur vera, þeim og þess vin. En óvinar síns skyli engi maður vinar vinur vera. (Úr Hávamálum) Egill R. Sigurðsson. ✝ Sóley Guð- munda Vil- hjálmsdóttir fædd- ist á Hólmavík 29. september 1948. Hún lést á HVE á Akranesi 26. júlí 2021. Hún var dóttir hjónanna Jakobínu Áskels- dóttur, f. 1912, d. 2004, og Vilhjálms Sigurðssonar, f. 1915, d. 1983. Systkini Sóleyjar eru Ás- hildur Guðveig, f. 1938, Sig- urður Árni, f. 1939, d. 2010, Svanhildur Árný, f. 1942, Jón Kristinn, f. 1949, og Áskell, f. 1952. Sóley giftist 29. desember 1969 eftirlifandi eiginmanni sínum, Arnóri Grímssyni, f. 22. nóvember 1943. Foreldrar hans voru Jónína Ragnheiður Guðjónsdóttir, f. 1910, d. 1990, og Grímur Arnórsson, f. 1919, d. 2001. Systkini Arnórs eru Guðjón Grétar, f. 1945, Ragn- heiður, f. 1946, Hörður Már, f. Reykjum í Hrútafirði og í Kvennaskólanum á Blönduósi. Sóley flutti ung í Króksfjarð- arnes, byggði þar hús ásamt eiginmanni sínum 1969 og bjó þar alla tíð síðan. Hún vann fjölbreytt störf í gegnum árin en lengst af starfaði hún í bankaútibúinu í Króksfjarð- arnesi og rak hún um skeið eigið fyrirtæki, Ingey sf., með Ingibjörgu Kristjánsdóttur. Hún var mjög ötul alla ævi við ýmiskonar handavinnu og fé- lagsstörf og má þar meðal annars nefna kvenfélagið, kirkjukórinn, Samkór Reyk- hólahrepps, handverksfélagið Össu og Vinafélag Barmahlíð- ar. Sóley tengdist æskustöðv- unum sterkum böndum en bar ávallt hag sveitarinnar og íbúa hennar fyrir brjósti og var hún kosin íbúi ársins í Reykhóla- hreppi sem tilkynnt var um á nýliðnum Reykhóladögum. Útför Sóleyjar fer fram frá Hólmavíkurkirkju í dag, 6. ágúst 2021, klukkan 14 og verður streymt á facebooksíð- unni Sóley Guðmunda útför. Stytt slóð: https://tinyurl.com/nwtbyffc Virkan hlekk á slóð má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat 1962, og Börkur, f. 1964. Sóley og Arnór eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Jónína Margrét, f. 1969. 2) Grímur, f. 1971, kvæntur Sig- rúnu Esther Guð- mundsdóttur og börn þeirra eru a) Arnór Már, b) Guðmundur Þór og c) Sóley Birta. 3) Erla, f. 1976, í sambúð með Sigurði Gunnarssyni og börn þeirra eru b) Grímur Axel, c) Gunnar Óli, a) Jóhannes Karvel Guð- laugsson, í sambúð með Per- nille Friis, sonur Jóhannesar i) Kian Schleffler. 4) Vilhjálmur, f. 1983, í sambúð með Dagnýju Mikaelsdóttur og börn þeirra eru b) Guðmundur Sören, a) Freysteinn Sólon, a) Melinda Máney Elíasdóttir. Sóley ólst upp með fjöl- skyldu sinni á Hólmavík og á unglingsárum fór hún til náms bæði á Héraðsskólanum á Elsku bestu tengdamamma. Ég er ekki alveg búin að með- taka að þú hafir kvatt okkur svo skyndilega. Þótt þú hafir verið veik þá var þetta óvænt og við engan veginn tilbúin. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér og er viss um að betri tengda- móður er ekki hægt að finna. Fyrstu kynni mín af þér voru þegar ég, þá 19 ára, kom í fyrsta sinn með Grími vestur ásamt fleira fólki og þú heilsaðir mér, að mér fannst mjög hlýlega og vel, en eftir á baðstu mig afsök- unar að hafa ekki heilsað mér öðruvísi og betur því þú vissir ekki að ég væri kærasta Gríms. Mér hefur alltaf síðan þótt svo óendanlega vænt um þig og ykk- ur bæði tengdaforeldra mína og litið á ykkur sem auka-foreldra. Þú fylgdist vel með öllu sem var í gangi hjá öllu þínu fólki af miklum áhuga og stolti og alltaf svo þægilegt og gott að spjalla við þig. Við deildum áhuga á handavinnu og ræddum oft hvað við vorum að gera í það og það skiptið. Þú ert mér fyrirmynd í svo mörgu og ekki síst því hvernig þú tókst á við þessi erf- iðu veikindi undanfarin ár. Það hefur kennt mér mikið. Ég á eft- ir að sakna þín svo óendanlega mikið, samræðna um daginn og veginn, samveru þar sem við vinnum handavinnu saman og spjöllum, símtala og heimsókna og margs fleira. Ég veit þú ert núna frjáls og laus við þessa líkamlegu byrði og ég samgleðst þér og ég hlakka til að hitta þig á ný og ferðast um nýja heima, kannski prjóna nokkrar peysur og sjöl. Minning þín mun aldrei gleym- ast, þú varst yndisleg á allan hátt. Takk fyrir allt. Sigrún Esther Guðmundsdóttir. Ó elsku amma, ég get ekki komið því í orð hvað þín er saknað. Og líka þegar ég kom til þin örfáum vikum áður en þú fórst og bakaði fyrir ykkur og þú sast inni í eldhúsi að tala við mig um allt og alla. Aldrei hefði ég haldið að þegar ég knúsaði þig bless eftir þá ferð væri það síðasta sinn sem ég fengi að knúsa þig. Og það að fá það tækifæri að læra að prjóna, hekla og sauma með þér var mér svo mikið. Þrátt fyrir veik- indi þín gerðirðu svo ótrúlega margt gott fyrir okkur öll. Þú átt risastóran stað í hjarta mínu. Elsku besta amma mín. Ég mun alltaf hugsa til þín elsku engill. Sóley Birta Grímsdóttir. Elsku Sóley amma, þín er sárt saknað. Þú varst alltaf svo hlý, góð og gott var að vera í kringum þig. Það verður sér- staklega skrýtið að hitta þig ekki alltaf á páskunum þegar við komum vestur, horfðum á myndir, fórum í göngutúra svo ekki sé talað um hversu saddur maður varð eftir þá miklu djúp- steikingar-veislu sem er alltaf á föstudaginn langa. Við eigum margar góðar minningar með þér, baka með þér, tala við þig um allt og ekkert, spila og enda- laust fleira. Ég veit að Óliver hundinum okkar mun finnast skrýtið að geta ekki legið upp við fæturna þína á meðan þú prjónar í stólnum þínum. Tím- inn sem við fengum með þér var ómetanlegur og okkur þykir óendanlega vænt um þig. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt okkur og gert fyrir okkur. Við elskum þig. Arnór Már Grímsson, Guðmundur Þór Grímsson. Með nokkrum orðum vil ég minnast vinkonu minnar Sóleyj- ar, sem nú er látin eftir að hafa í mörg ár barist við krabbamein af miklu æðruleysi. Við kynnt- umst fljótlega eftir að ég flutti í Reykhólasveitina og náðum vel saman. Ég gekk í kvenfélagið og kirkjukórinn og þar var Sóley starfandi og alltaf tilbúin að gera hvað sem var til að styrkja þau samtök. Hún hafði fallega altrödd og söng í milliröddinni í kórnum og þar var hún svo lag- viss að sóst var eftir að syngja nálægt henni til að njóta góðs af því. Í kvenfélaginu var hún æv- inlega til taks að vinna það sem þurfti á meðan kraftarnir leyfðu. Hún var líka alltaf tilbú- in til aðstoðar í sveitinni þegar eitthvað stóð til og marengsert- urnar hennar voru mjög eftir- sóttar í erfidrykkjum eða af- mælum. Sóley var einnig félagi í Handverksfélaginu Össu, enda mikil hannyrðakona, og það voru virkilegir listmunir sem hún framleiddi, hvort heldur það var útsaumur, heklaðir munir, postulínsmálning eða prjónaskapur. Í öllum þessum félögum var hún virk og sat oft þar í stjórn. Ég held það sé óhætt að segja að hún hafi verið einn af máttarstólpum sveitar- innar því hún lét til sín taka á svo mörgum sviðum. Við heim- sóttum hvor aðra meðan heilsan leyfði og höfðum ævinlega um nóg að spjalla. Í fámennum sveitum eins og hér er það ómetanlegt að eiga slíka að eins og Sóleyju. Þegar þau Arnór höfðu búið sér heimili í Króksfjarðarnesi vann hún þar ýmis störf, meðal annars hjá Pósti og síma og í Kaupfélagi Króksfjarðar. Eftir það gerðist hún bankastarfs- maður í útibúi bankanna í Króksfjarðarnesi meðan þar var starfsemi hinna ýmsu banka- stofnana sem tóku við hvert af öðru, og síðast var hún útibús- stjóri. En um það leyti sem hún veiktist fyrst var mjög farið að draga úr starfseminni í Nesi og útibúinu þar síðan lokað. Þessu starfi sinnti hún af mikilli sam- viskusemi og gott var að leita til hennar með úrlausn ýmissa mála sem tengdust starfinu. Eiginmaður Sóleyjar, hann Addi í Nesi, var hennar stoð og stytta í þessum veikindum. Hann sá um það sem gera þurfti, hvort heldur það voru heimilisstörfin eða akstur til læknis og/eða í meðferðir á Akranesi, Búðardal eða Reykja- vík. Saman tókust þau á við allt þetta af svo miklu æðruleysi og stillingu að það mætti verða öll- um til fyrirmyndar í slíkum að- stæðum. Ég vil að lokum þakka Sól- eyju fyrir ómetanlega vináttu og hjálpsemi í öll þessi ár og sér- staklega þegar ég þurfti á því að halda við áföll í mínu lífi. Ég votta Adda vini mínum og börn- um þeirra hjóna, tengdabörnum, barnabörnum, systkinum Sól- eyjar og allri fjölskyldunni inni- lega samúð. Guð blessi Sóleyju Vilhjálmsdóttur. Minning henn- ar mun lifa. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. Elsku Sóley. Fáein kveðjuorð viljum við tileinka þér sem þakklætisvott eftir meira en hálfrar aldar samleið gegnum lífið, þakklæti fyrir allt það góða, sem þú gafst okkur af ör- læti og hlýju. Að koma til ykkar í Króks- fjarðarnes var alltaf eins og að mæta í opinn faðm góðvildar og gestrisni. Árleg ferðalög áratug- um saman með ykkur skilja líka eftir glaðar minningar, sem aldrei getur borið skugga á. Þær eigum við til að dvelja við nú, þegar vonin um bata þinn er ekki lengur til staðar. Baráttuþrek þitt í veikindun- um var einstakt, hverju sem að höndum bar var tekið með jafn- aðargeði og jákvæðni. Alltaf var reynt að sjá einhvern ljósan blett í því myrkri, sem sótti að, og alltaf var í fyrirrúmi um- hyggjan fyrir öðrum, hversu illa sem þér leið. Við söknum þín en þú munt ekki gleymast, ævinlega verður þú hluti af lífi okkar, orð þín og störf. Við þökkum almættinu fyrir að hafa átt með þér veg- ferð og biðjum það að gæta ást- vina þinna og styrkja þá í sorg- inni. Ragna og Guðmundur, Viðjuskógum. Við hittumst líklega fyrst á fermingardaginn okkar í Kolla- fjarðarneskirkju á annan í hvíta- sunnu árið 1962. Svo aftur nokkrum árum síðar þegar ég fór að vinna í Kaupfélaginu á Hólmavík. Sóley var þá að vinna á símstöðinni, sem mér, sveita- stelpunni, fannst mjög merki- legt því hún var þar í beinu sambandi við umheiminn og kunni á alla þessa takka og tengingar sem mér fannst óskiljanlegar. Við urðum fljót- lega góðar vinkonur. Ég kom æði oft heim til Bínu og Villa foreldra hennar og eitt sumar bauð hún mér að búa hjá sér í herberginu sínu og þegar ég fór heim að Klúku um helgar kom hún oft þangað með mér. Svo haustið 1966 ákváðum við að fara á Kvennaskólann á Blönduósi. Við Sóley og Laufey á Bakka, Strandastelpurnar, vorum saman í herbergi og þetta voru góðir dagar. Fljótlega eftir það fór hún í Króksfjarðarnes í vinnu og þar sem leiðin þar á milli var ekki eins greið og nú varð minna um samfundi. En þar hitti hún hann Adda sinn, þann öðlingsmann, og þau byggðu sér hús á þessum fallega stað þar sem útsýnið yfir Breiðafjörðinn blasir við. Þegar hún veiktist tók hún því af ótrúlegu æðruleysi, sagði alltaf allt gott, kannski stundum aðeins minna gott enda voru lífsgæðin ekki alltaf upp á það besta. Og alltaf var notalegt að koma við hjá þeim á leið okkar til Hólmavíkur, gestum tekið opnum örmum og spjallað um heima og geima en minnst um veikindi. Og nú þegar mín kæra vin- kona hefur kvatt þá koma í hug- ann svo margar og góðar minn- ingar sem reyndar hafa oft verið rifjaðar upp. Gulli og perlum að safna sér sumir endalaust reyna. Vita ekki að vináttan er verðmætust eðalsteina. (Hjálmar Freysteinsson) Við Ingimundur þökkum Sól- eyju fyrir vináttu gegnum árin og biðjum góðan guð að umvefja hana þar sem hún er nú. Adda og fjölskyldunni sendum við innilegar samúðarkveðjur. Matthildur G. Sverrisdóttir. Þakklæti er mér efst í huga þegar ég hugsa til Sóleyjar. Þakklæti fyrir umhyggjusemi hennar og vináttu og fyrir allt það góða sem hún gaf af sér til allra sem umgengust hana. Hún var einstaklega gjafmild og ég kynntist því strax sem barn þegar ég fékk að fara með henni í búðir á Akranesi og kom alltaf heim með eitthvað „smá- vegis“ sem hún hafði gefið mér. Nýtt púsl eða spennu í hárið, dýrmætar gjafir úr eftirminni- legum heimsóknum. En hún var ekki síður gjafmild á falleg orð og af þeim varðveiti ég mikinn fjársjóð. Orð sem voru sögð við ýmis tækifæri – til dæmis í af- slöppuðum og hlýjum heimsókn- um í Króksfjarðarnesi, í ferða- lögunum okkar út um allt land eða í handavinnustundum í stof- unni hjá mömmu. Þó að veik- indin hafi tekið mikinn toll und- anfarin ár var alltaf til orka og umhyggja hjá henni til að spyrja hvernig gengi hjá öðrum og allt- af hægt að finna jákvætt sjón- arhorn á aðstæður. Börnin mín nutu líka góðs af umhyggju Sól- eyjar og Guðmundur var mjög hændur að henni frá því hann var lítill og saknar hennar sárt eins og við öll. Þá er gott að eiga margar góðar minningar til að ylja sér við. Fjölskylda Sóleyjar var stolt hennar og gleði og ég sendi þeim öllum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Dagbjört Guðmundsdóttir. Sóley Guðmunda Vilhjálmsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.