Morgunblaðið - 06.08.2021, Síða 27

Morgunblaðið - 06.08.2021, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2021 ÓL Í TÓKÝÓ Gunnar Egill Daníelsson Kristján Jónsson sport@mbl.is Pedro Pichardo, Kúbverji sem keppir fyrir hönd Portúgals, er ól- ympíumeistari í þrístökki karla eftir að hafa stokkið lengst allra í úrslit- unum á Ólympíuleikunum í Tókýó aðfaranótt fimmtudagsins. Pichardo stökk 17,98 metra og setti um leið landsmet í Portúgal. Stökkið reynd- ist nóg til að tryggja gullverðlaunin á hans fyrstu Ólympíuleikum. Í öðru sæti lenti Zhu Yaming frá Kína, en hann stökk 17,57 metra. Fabrice Zango frá Búrkína Fasó nældi í bronsverðlaun með stökki upp á 17,47 metra. Fyrstu ólympíuverðlaun Íslands komu í þessari grein árið 1956 þeg- ar Vilhjálmur Einarsson fékk silfur í Melbourne. Fjórum árum síðar setti Vilhjálmur Íslandsmet sem enn stendur þegar hann stökk 16,70 metra. Sú lengd hefði dugað til að hafna í 10. sæti á leikunum ef litið er til árangurs þrístökkvaranna í úrslitunum. Saga Pichardo er áhugaverð. Hann er 28 ára gamall, borinn og barnfæddur Kúbverji sem keppti fyrir hönd heimalandsins allt fram til ársins 2017. Í apríl það ár lét hann sig hverfa þegar hann var staddur í Stuttgart í Þýskalandi með landsliði Kúbu. Pichardo hafði greinilega ekki áhuga á að búa lengur á Kúbu en um það hafa íbúarnir víst lítið val. Hann nýtti því sömu úrræði og handboltakappinn Róbert Julian Duranona gerði á tíunda áratugn- um. Nýtti íþróttaferð til að stinga af. Dúkkaði hann upp sex dögum síðar í Portúgal og skömmu síðar, í lok apríl árið 2017, samdi Pichardo við lið Benfica og hóf að keppa fyrir þeirra hönd. Seint á árinu 2017 öðlaðist hann svo portúgalskan ríkisborgararétt og hefur keppt fyrir hönd þjóð- arinnar síðan. Tók hann þátt á sínu fyrsta stórmóti fyrir Portúgal á heimsmeistaramótinu í Doha í Kat- ar árið 2019, þar sem hann lenti í fjórða sæti. Fyrr í ár varð hann svo Evrópumeistari innanhúss á Evr- ópumeistaramótinu í Póllandi. Gull til Bahamaeyja Jamaíka er merkilegt íþróttaland sem skarar fram úr á heimsvísu í spretthlaupum en er frekar aft- arlega á merinni í flestum öðrum íþróttagreinum. Íþróttaárangri á Bahamaeyjum svipar til árangurs Jamaíka að því leytinu til að lang- flest ólympíuverðlaun Bahamaeyja hafa komið í spretthlaupum. Gullverðlaun í 400 metra hlaupi karla fóru til Bahamaeyja í gær þegar Steven Gardiner kom fyrstur í mark og sigraði nokkuð örugglega á 43,85 sekúndum. Bronsverðlaunin fóru til eyríkisins Grenada þegar Kirani James hafnaði í 3. sæti í hlaupinu á 44,19 sekúndum. Hann sigraði í greininni í London 2012. Á Bahamaeyjum búa tæplega 400 þús- und manns en einungis um 100 þús- und á Grenada. Ólympíumeistari sem flúði - Áhugaverð saga ólympíumeistarans í þrístökki - Fékk ríkisborgararétt 2017 AFP Þrístökk Pedro Pablo Pichardo stekkur til sigurs í Tókýó í gær. Frakkland og Danmörk leika til úr- slita í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Frakk- land vann Egyptaland en Danmörk hafði betur gegn Spáni í hinum undanúrslitaleiknum en úrslitin í báðum leikjum urðu 27:23. Frakkar eða Danir hafa orðið ólympíu- meistarar síðustu þrjú skipti og sömu þjóðir mættust í úrslitum 2016. Þá vann Danmörk en danska liðið var þá undir stjórn Guð- mundar Guðmundssonar. Tveir í franska liðinu nú léku gegn Íslandi í úrslitaleiknum árið 2008. Aftur mætast Frakkar og Danir AFP Stórkostlegur Mikkel Hansen skor- aði 12 mörk fyrir Dani gegn Spáni. Inter í Mílanó tilkynnti í gær að Anna Björk Kristjánsdóttir, lands- liðskona í knattspyrnu, væri gengin í raðir félagsins en hún lék á síðasta tímabili með Le Havre í Frakklandi eins og Berglind Björg Þorvalds- dóttir og Andrea Rán Hauksdóttir. Inter hafnaði í 8. sæti í A-deildinni á Ítalíu á síðasta tímabili. Anna Björk er 31 árs gömul og leikur sem miðvörður. Ítalía verður fjórða landið sem hún flyst til vegna knatt- spyrnunnar en áður lék Anna með Örebro og Limhamn Bunkeflo í Sví- þjóð en einnig PSV í Hollandi. Anna Björk færir sig til Mílanó Morgunblaðið/Golli Ítalía Anna Björk Kristjánsdóttir mun leika með Inter Milan. Jason Daði Svanþórsson úr Breiðabliki var besti leikmaður 15. umferðar úrvalsdeildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðs- ins. Jason Daði átti mjög góðan leik þegar Kópavogsliðið sigraði Vík- ing 4:0 síðasta mánudag. Jason skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í sannfærandi sigri. Hann fékk tvö M fyrir frammistöðuna, eins og fimm aðrir leikmenn í umferðinni. Varnarmennirnir Rasmus Christiansen úr Val og Birkir Valur Jónsson hjá HK eru í fjórða skipti í liði umferðarinnar. Fjórir leikmenn eru í fyrsta skipti í liði umferðarinnar og þar af tveir Stjörnumenn. 15. umferð í Pepsi Max-deild karla 2021 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 24-3-3 Hannes Þór Halldórsson Valur Viktor Örn Margeirsson Breiðablik Rasmus Christiansen Valur Ragnar Bragi Sveinsson Fylkir Birkir Valur Jónsson HK Magnus Anbo Stjarnan Atli Arnarson HK Jason Daði Svanþórsson Breiðablik Eggert Aron Guðmundsson Stjarnan Birnir Snær Ingason HK Hallgrímur Mar Steingrímsson KA 2 2 2 2 3 4 4 Jason bestur í 15. umferð Kylfingar úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar eru í forystu bæði í karla- og kvennaflokki að loknum fyrsta keppnisdegi Íslandsmótsins í golfi sem hófst á Jaðarsvelli á Akureyri í gær. Hlynur Bergsson lék á 66 högg- um og kom inn í skála á fimm höggum undir pari. Hann er með þriggja högga forskot eftir fyrsta keppnisdag af fjórum. Næstir koma Jóhannes Guðmundsson og Dagbjartur Sigurbrandsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur ásamt Rúnari Arnórssyni úr Keili. Allir léku þeir á 69 höggum. Tíu kylf- ingar léku undir pari í karlaflokki í gær en Jaðarsvöllur er langur og býsna erfiður af meistaraflokks- teigum í samanburði við aðra golf- velli hérlendis. Hulda Clara Gestsdóttir lék á 70 höggum og er með tveggja högga forskot eftir 18 holur af 72. Hulda er á einu höggi undir pari en konurnar luku leik í gærkvöldi. Anna Júlía Ólafsdóttir, einnig úr GKG, lék á 72 höggum eins og Helga Signý Pálsdóttir úr Golf- klúbbi Reykjavíkur. Perla Sól Sig- urbrandsdóttir úr GR er á tveim- ur yfir pari og Ragnhildur Kristinsdóttir á þremur yfir pari. Ragnhildur hafnaði í 2. sæti í fyrra eftir umspil og þykir líkleg til afreka. Hlynur notaði aðeins 66 högg - Kylfingar úr GKG efstir á Akureyri Ljósmynd/golf.is Efst Hulda Clara Gestsdóttir fékk sjö fugla á hringnum. Nú er aðeins vika í að enska úrvalsdeildin í fótbolta snúi aft- ur. Mér líður enn þá eins og það séu nokkrir dagar síðan síðasta tímabil kláraðist. Það tímabil var það eftirminnilegasta sem ég sem stuðningsmaður Leeds United hef upplifað á minni lífs- leið. Ég var því miður aðeins átta mánaða eða svo þegar liðið varð síðast enskur meistari og ég efast um að ég hafi fagnað mik- ið. Ég man í það minnsta lítið eft- ir slíkum fögnuði. Ég var lítill polli þegar Leeds komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu árið 2001. Þrátt fyrir ungan aldur man ég enn eftir ákveðnum augnablikum. Ég man eftir auka- spyrnumarki frá Ian Hart í átta liða úrslitum gegn Deportivo La Coruna og ég man eftir Lee Bowyer skora sigurmark gegn AC Milan. Þá man ég því miður líka eftir jöfnunarmarki Rivaldos fyrir Barcelona á 90. mínútu á Elland Road eftir hetjulega bar- áttu minna manna. Örfáum árum síðar var Leeds komið niður í C-deild og því miður man ég mun betur eft- ir þeim tíma. Töp gegn stór- veldum á borð við Histon, Here- ford og Oldham styrktu mig mikið sem manneskju. Bréfber- inn í Histon skoraði sigurmark síns liðs gegn Leeds og gerði lífið skemmtilegra. Eftir sextán ár í neðri deild- unum komst liðið mitt hins vegar loksins aftur upp í efstu deild fyrir síðustu leiktíð með hinn stórkostlega Marcelo Bielsa á hliðarlínunni. Liðið spilaði glæsi- legan fótbolta og „dirty“ Leeds er skyndilega orðið lið númer tvö hjá mörgum. Nú nýt ég þess loksins almennilega að eiga lið í efstu deild. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is _ Enska meistaraliðið Manchester City hefur fest kaup á enska landsliðs- manninum Jack Grealish frá Aston Villa. City greiðir 100 milljónir sterl- ingspunda fyrir Grealish eða liðlega sautján og hálfan milljarð. Um er að ræða metupphæð hjá ensku félagi. _ FC Barcelona tilkynnti í gær að slitnað hafi upp úr samninga- viðræðum við Lionel Messi sem er með lausan samning. Messi sé því á förum frá félaginu. _ Barbára Sól Gísladóttir, bakvörður Selfoss í knattspyrnu, hefur verið lán- uð til danska félagsins Bröndby til ára- móta. Fótbolti.net greindi frá þessu. _ Danska knattspyrnufélagið Lyngby tilkynnti í gær að félagið hefði keypt Sævar Atla Magnússon, fyrirliða Leiknis. Leikur hann því ekki meira með Leikni í sumar. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.