Morgunblaðið - 06.08.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.08.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI »Sönghópurinn Olga Vocal Ensemble hélt tón- leika í Háteigskirkju á miðvikudagskvöldið var. Hópinn skipa fimm söngvarar, Jonathan Ploeg, Arjan Lienaerts, Matthew Lawrence Smith, Philip Barkhudarov og Pétur Oddbergur Heimisson. Þrír þeirra eru búsettir í Hollandi og tveir á Íslandi. Þema tónleikanna var „Aurora“, norðurljósin sem mála fallegar myndir á himnum á dimmasta tíma ársins. Og lagalistinn var fjölbreyttur, frá klass- ískum sönglögum og djassi yfir í yfirtónasöng. Norðurljósatónleikar Olga Vocal Ensemble í Háteigskirkju Morgunblaðið/Árni Sæberg Sáttar Jóhanna Guðbjörnsdóttir, Inga Árnadóttir og Guðrún Jóhannsdóttir. Tónleikagestir Hans Ólason, Helena Mjöll Jóhannsdóttir, Sigríður Ein- arsdóttir og Ólafur Jóhann Ólafsson voru meðal gesta á tónleikunum. Sönghópurinn Olga Vocal Ensemble syngur í Háteigskirkju. Hópurinn hefur sent frá sér þrjá geisladiska og flytur afar fjölbreytileg sönglög. Grímustund Gestir hlýddu á tónlistina með grímu fyrir vitum. Bandaríski rithöfundurinn og tón- listarblaðamaðurinn Patricia Ken- nealy-Morrison er látin, 75 ára að aldri. Á seinni árum sendi hún með- al annars frá sér vísindaskáldsögur sem tengdust rokktónlist en hvað þekktasta bók hennar er sjálfs- ævisaga um samband þeirra Jims Morrisons, söngvara hljómsveit- arinnar Doors. Kennealy-Morrison lagði stund á forn keltnesk trúarbrögð og blönd- uðu þau Morrison blóði samkvæmt þeim sið og gengu í hjónaband. Morrison kallaði sig í texta „eðlu- kónginn“ og í þeim anda kallaði Kennealy-Morrison sig ætíð „eðlu- drottningu“. Morrison lést af of- neyslu eiturlyfja 27 ára gamall. Rithöfundur Kennealy-Morrison var ósátt við þá mynd af þeim Morrison sem birtist í kvikmynd Olivers Stones um The Doors. „Eðludrottning“ Morrisons látin Bandaríski leik- stjórinn og gam- anleikarinn fjöl- hæfi Mel Brooks, sem er orðinn 95 ára gamall, send- ir í haust frá sér minningabók sem hann kallar All About Me! – My Remarkable Life in Show Business. Í frétt Guardian segir að Brooks lofi að fjalla þar um allt mögulegt, allt frá tíma sínum í hernum að giftu- ríku samstarfinu í grínframleiðslu með Carl Reiner. Brooks hefur unnið til Óskars-, Emmy-, Tony- og Grammy-verðlauna fyrir fjöl- breytileg og sígild verk fyrir hvíta tjaldið og svið. Mel Brooks sendir frá sér ævisögu Mel Brooks

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.