Morgunblaðið - 23.08.2021, Page 2

Morgunblaðið - 23.08.2021, Page 2
Senn líður sumarið undir lok og kólna tekur í veðri. Eru þetta gleðitíðindi fyrir berjaþyrsta Ís- lendinga en berjalyng er nú loks tilbúið fyrir tínslu. Unnur María Máney Bergsveinsdóttir (t.h.) og Denny Quinn (t.v.) létu ekki á sér standa og kíktu í berjamó í Ólafsfjarðarmúla. Uppskáru þær ríkulega og að sögn Unnar voru þær alsælar með afraksturinn. Ekki er vitað hvort sultugerð er næsta verkefni þeirra. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Myndarleg bláberjauppskera í Ólafsfjarðarmúla 2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Misbrestur var á framkvæmd skoð- anakönnunar sem Reykjavíkurborg sendi á starfsfólk og foreldra barna í Fossvogsskóla á föstudaginn sl. þar sem þeir voru beðnir um að kjósa um tilhögun skólahalds 2.-4. bekkjar næstu vikurnar en kennsla hefst samkvæmt stundatöflu í dag. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Mikil röskun hefur verið á skóla- starfi í Fossvogsskóla vegna fram- kvæmda sem enn standa yfir á hús- næði skólans eftir að mygla fannst þar árið 2017. Í ofangreindri skoðanakönnun var starfsfólki og foreldrum barna í 2.-4. bekk í skólanum boðið að velja á milli þriggja valkosta fyrir tilhögun skóla- starfsins fyrstu vikur skólaársins. Að mati fulltrúa foreldra barna í skólanum barst könnunin þó bæði seint og illa en hún var send út á föstudaginn sl. og þátttakendur beðn- ir að svara henni innan sólarhrings. „Þessi könnun var ekki gerð í sam- ráði við fulltrúa foreldra né starfs- fólks skólans heldur var hún bara keyrð í gegn og fólki ekki gefið neitt svigrúm til að bregðast við henni,“ segir Karl Óskar Þráinsson, formað- ur foreldrafélags Fossvogsskóla. Í of- análag hafi ekki verið gerð grein fyrir kostum og göllum þeirra kosta sem um var að velja í könnuninni sem gerði þátttakendum enn þá erfiðara fyrir að taka upplýsta ákvörðun. Þar að auki hafi engar upplýsingar um persónuvernd verið að finna á ís- lensku í könnuninni og heldur engin krafa gerð um lágmarksþátttöku. Það sem hefur þó verið einna mest gagnrýnt við framkvæmd könnunar- innar er sú staðreynd að hún var opin öllum. Á laugardaginn sendi Reykjavík- urborg svo frá sér tilkynningu þar sem segir að mikil þátttaka hafi verið í könnuninni og að niðurstaðan hafi verið skýr. Með tilkynningunni fylgdu þó engar upplýsingar um það hve margir svöruðu könnuninni. Karl Óskar segir niðurstöður könnunarinnar þó sem betur fer sam- ræmast þeirri skoðun sem fulltrúar foreldra og starfsfólks skólans höfðu látið í ljós á skólaráðsfundi á fimmtu- dag fyrir helgi, sem er að skólastarf 2.-4. bekkjar ætti að fara fram í nýju húsnæði Hjálpræðishersins við Suð- urlandsbraut. Þrátt fyrir að vera ánægður með niðurstöðurnar og að tímabundin lausn hafi fundist á húsnæðisvanda skólans segir Karl vinnubrögð borg- arinnar ekki vera upp á marga fiska. Misbrestur á framkvæmd könnunar- innar hafi því ekki komið fólki á óvart. „Þetta er lýsandi fyrir það að sam- ráð er valkvætt í huga borgaryfir- valda og hvernig þau reyna komast hjá því þar til þau eru komin upp að vegg,“ segir hann. Þá sé engin leið að vita hvenær borgin muni koma færanlegum kennslustofum í gagnið, sem upp- runalega átti að vera tímabundin lausn á húsnæðisvanda skólans, að sögn Karls. „Mér er stórlega til efs að það tak- ist fyrir miðjan september þar sem það er ekki er búið að stinga einni skóflu niður.“ Samkvæmt upplýsingum Karls höfðu einstaklingar í skólaráði og for- eldrafélagi skólans komið efasemdum sínum um lögmæti könnunarinnar á framfæri við skólastjórnendur og borgarfulltrúa í persónulegum sam- tölum á föstudag, en ekki er vitað til þess að brugðist hafi verið við þeim efasemdum. Draga lögmæti könnunarinnar í efa - Fulltrúar foreldra barna í Fossvogsskóla segja alvarlegan misbrest hafa verið á framkvæmd skoð- anakönnunar um tilhögun skólahalds næstu vikurnar - Vinnubrögð borgaryfirvalda komi ekki á óvart Könnun Starfsfólk og foreldrar barna í Fossvogsskóla telja nýja húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut skásta valkostinn af þremur. Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Íslensk fjölskylda var meðal þeirra farþega sem komu til Danmerkur í gær á leið sinni frá Afganistan. Flugvélin kom frá Islamabad í Pakistan með 131 farþega. Allir far- þegarnir höfðu komið frá Afganist- an. Í fluginu voru bæði embættis- menn og 90 flóttamenn frá Afganist- an, þar á meðal þeir einstaklingar sem dönsk yfirvöld hafa aðstoðað Ís- land og Svíþjóð við að forða frá Afg- anistan eftir valdatöku talíbana. Utanríkisráðuneytið staðfesti í samtali við mbl.is að Íslendingarnir sem um ræddi væru hjón og börn þeirra. Ráðuneytið hefur verið í stöðugu sambandi við þrjár íslenskar fjöl- skyldur í Kabúl og nú er þá ein þeirra komin til Danmerkur. Næsta skref verður að koma þeim þaðan heim til Íslands. Veita skjól Vitað var um tvo Íslendinga til viðbótar í Kabúl, sem störfuðu fyrir Atlantshafsbandalagið. Annar þeirra hefur verið fluttur af vett- vangi en hinn er enn staddur í Ka- búl. Bandalagið leggur nú kapp á að flytja ríkisborgara bandalags- og samstarfsríkja frá Afganistan. Þá einnig afganska ríkisborgara sem eru í sérstakri hættu, sérstaklega þá sem starfað hafa fyrir bandalagið. Íslensk fjölskylda meðal farþega frá Afganistan - Fólk á flótta undan talíbönum lenti í Danmörku í gær AFP Flótti Íslenska fjölskyldan kom til Danmerkur með flugi í gær. Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrver- andi þingmaður Pírata, var kosinn í framkvæmdastjórn flokksins á raf- rænum aðalfundi Pírata sem fram fór um helgina. Helgi Hrafn hafði áður gefið út að hann hygðist ekki bjóða sig fram í komandi kosningum en snúa sér að stefnumótun innan flokksins í þess stað. „Ég er mjög spenntur fyrir því að fara í praktískara hlutverk þar sem spurningarnar eru meira prakt- ískar en kannski minna af rökræð- um,“ segir Helgi léttur. Ásamt honum sitja í fram- kvæmdastjórn þau Björn Þór Jó- hannesson og Gamithra Marga, en þau sátu áður í framkvæmdastjórn- inni. Það var einungis kosið um eitt sæti í ár þar sem stjórninni er aldrei skipt út allri í einu, svo að stofn- analega minnið glatist ekki, að sögn Helga. Hann segir mikil tækifæri felast í nýju skipulagi á starfinu: „Við erum nýkomin með þetta skipulag sem við erum með núna svo það eru rosalega mörg tækifæri til að prófa sig í umbótum á innra starf- inu. Hlutverkin eru orðin dreifðari og nákvæmari,“ segir hann. Tekur sæti í framkvæmda- stjórn Pírata

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.