Morgunblaðið - 23.08.2021, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2021
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
UMFERÐAREYJAR
Sérlausnir fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki
Henta vel til að stýra umferð, þrengja
götur og aðskilja akbrautir.
Til eru margar tegundir af skiltum,
skiltabogum og tengistykkjum sem
passa á umferðareyjarnar.
2021 ALÞINGISKOSNINGAR
FRÉTTASKÝRING
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Í vor og sumar voru þess allir full-
vissir að kosningabaráttan í haust
yrði stutt og snörp og höfðu ýmsir á
orði að allt færi á fullt eftir versl-
unarmannahelgi. Á því hefur þó orð-
ið nokkur bið. Á miðvikudag er mán-
uður til kosninga.
Kannski það sé ekki nema von,
hefðbundin stjórnmál hafa nokkuð
mætt afgangi á dögum kórónuveir-
unnar, eins og Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, formaður Miðflokks-
ins, hefur bent á.
Þegar litið er til niðurstaðna í
könnunum MMR allt frá kosning-
unum fyrir fjórum árum verður hins
vegar ekki séð að einhver kaflaskil
hafi orðið í fylgissveiflum frá því að
heimsfaraldurinn kom til Íslands.
Jú, það má merkja að stuðningur við
ríkisstjórnina jókst þegar farsóttin
geisaði, en stjórnarflokkunum hefur
orðið mismikið úr. Það verður t.d.
ekki séð að Vinstri græn, sem fara
bæði með forsætisráðuneyti og heil-
brigðisráðuneyti, hafi fengið mikið
fylgi fyrir sinn snúð. Jafnvel fengið
skell, eins og gerðist um það leyti
sem hópsmitið á Landakoti kom upp.
Nú þarf að lesa kannanir með fyr-
irvara um nákvæmni, vikmörkin eru
nokkur og óvarlegt að taka hreyf-
ingu um 1-2 prósentustig milli kann-
ana of hátíðlega. Hjá því verður þó
varla komist hjá smærri flokkunum,
sem eru að fá milli 5-10% fylgi. En
það má reyna að líta hjá hreyfingu
milli einstakra kannana og horfa á
hneigðina, líkt og sýnd er að ofan í
myndritum um fylgi hvers flokks
fyrir sig.
Þar má til dæmis sjá ákveðnar
hneigðir í fylgi Viðreisnar og Flokks
fólksins, en það er samt ekki mikið
að gerast þar og fylgið greinilega
nokkuð seigt. Á hinn bóginn má
greinilega sjá hvað Klaustursmálið
var Miðflokknum eindregið áfall, en
kannski ekki minna merkilegt
hvernig Framsókn virtist fá það
fylgi lóðbeint heim. Sjálfstæðis-
flokkur mun minna ef nokkuð. Hins
vegar kann að felast lærdómur í því
hve skjótt Miðflokkurinn endur-
heimti fylgi, að líkindum í kringum
umræðu um orkupakkann góða, en
það dalaði fljótt eftir að veiran tók öll
völd.
Á sama hátt er athyglisvert að
skoða fylgi Vinstri grænna með hlið-
sjón af fylgi bæði Samfylkingar og
Pírata, því þar á milli er töluvert
samhengi, sem í sjálfu sér á ekki að
koma á óvart þar á hinum róttæka
vinstri væng. Fróðlegt verður að sjá
hvort Sósíalistar trufla það jafnvægi
frekar.
Kannski niðurstaðan sé sú, að
þrátt fyrir krefjandi verkefni,
flokkakraðakið og það allt, skuli
fylgisveiflurnar á kjörtímabilinu
ekki hafa verið meiri. Kannski er
stjórnmálalífið rólegra en virðist á
yfirborðinu og máske kosningabar-
áttan verði ekki miklu æsilegri.
B
Framsókn
C
Viðreisn
D
Sjálfstæðisflokkur
M
Miðflokkur
P
Píratar
S
Samfylking
V
Vinstrigræn
F
Flokkur fólksins
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
’21’20’19’18K
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
’21’20’19’18K
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
’21’20’19’18K
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
’21’20’19’18K
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
’21’20’19’18K
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
’21’20’19’18K
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
’21’20’19’18K
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
’21’20’19’18K
J
Sósíalistar
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
’21’20’19’18K
Fylgi flokka samkvæmt skoðanakönnun MMR
frá alþingiskosningum 28. október 2017
Kl
au
stu
r
Co
vid
-19
Co
vid
-19
La
nd
sr
ét
tu
r
Kl
au
stu
r
Bo
rg
ar
stj
ór
na
rk
os
nin
ga
r
Pr
óf
kjö
r St
jór
na
rm
yn
du
n
Co
vid
-19
La
nd
ak
ot3.
or
ku
pa
kk
inn
Bi
rg
itt
a h
æt
tir
Inn
an
flo
kk
sd
eil
ur
Vg
da
la
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
’21’20’19’18K
Kosningabaráttan fer rólega af stað
- Fylgissveiflur á kjörtímabilinu gefa
vísbendingar um það sem koma skal